Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Blaðsíða 4
IV - Fimmtudagur 27. mars 1997
SÖGUR 0 G SAGNIR
4Dagur-®TOTmn
Fáa menn hafa íslend-
ingar lag eins mikla fæð
á og úthúðað og ferða-
bókahöfundinum Dit-
hmar Blefken, en hann
segist hafa komið til íslands 1563
með þýskum kaupmönnum. Bók
hans um ísland kom út fyrst 1607
og síðar í mörgum útgáfum og í
öðrum bókum var til hennar vitn-
að.
Blefken þótti bera íslendingum
illa söguna og voru skrif hans talin
vera nánast ein lygaþvæla og hon-
um sjálfum til skammar ekki síður
en íslendingum. Því var það að
Arngrímur Jónsson lærði skrifaði
sitt fræga varnarrit og hrakti bá-
byljur Blefkens. Anatome Blefkeni-
ana var prentuð á Hólum 1612 og
var lengi það rit sem áhugamenn
um fsland sóttu fróðleik sinn í.
f íslenskri sögu og skólabókum
er Blefken talinn hinn versti n/ð-
ingur og stórlygari. Víst er um það
að víða eru lýsingar hans á ís-
lenskri náttúru og sögu talsvert á
skjön við viðurkenndar staðreynd-
ir. En satt best að segja voru lýs-
ingar hans ekki ýkja frábrugðnar
öðrum frásögnum um efnið fyrr
og síðar.
Sjálfir voru íslendingar ekki
lausir við hjátrú og hindurvitni og
trúðu á vættir og galdra og ekki
fer á milli mála að lífsbaráttan var
hörð í þeim heimi sem Blefken lýs-
ir.
Hörundsárir
eybyggjar
En hvað var það sem kom
svona við kaunin á eybyggjum allt
frá sautjándu öld fram á vora
daga, að telja Dithmar Blefken
stórlygara og þjóðníðing.
Hér verður brugðið upp
nokkrum myndum af þeim lýsing-
um um mannlífið á íslandi sem
ferðabókarhöfundurinn illræmdi
setti í bók sína.
Líf og siðir
íslendinga
Um þjóðskipulag og háttu
landsmanna segir Blefken m.a:
/ landinu eru aðeins þrír flokk-
ar manna, sem nokkurs eru metn-
ir, því að alþýða öll er svo snauð
að skipakosti, að hún verður að
þræla fyrir þá ríku. í fyrsta
jlokknum eru þeir sem kallaðir eru
þeir, sem kallaðir eru lochmaders,
þ.e.a.s. dómarar, því að “loch"
þýðir lög á máli eyjarskeggja.
Menn þessir stjórna réttarfarinu.
Eru þeir margir, en aðeins tólf
þeirra fara með réttarstjórn á ári
hverju. Allir hlýða dómum þeirra
og úrskurðum. Þá eru þeir sem
nefnast bonden. Þeir svara til að-
alsmanna, og sá þeirra sem flest á
skip og búfjár, hefur einnig flestum
fiskimönnum og fylgendum á að
skipa. Er þeirra hið eina vald sem
þeir þekkja. Þá er þriðji flokkur-
inn, en í honum eru biskupar og
klerkar. Eru þeir jjölmennir og
dreifðir um allt landið.
Hraustirmenn
og fríðar konur
Margir íslendingar eru mjög
hreyknir og þóttafullir og þá eink-
um af líkamsburðum sínum. Ég sá
einn íslending taka upp llamborg-
aratunnu fulla af bjór, bera hana
að vörum sér og súpa af. Varð
honum ekki meira um þetta en
hefði hann lyft einhverju lítilrœði.
."J 1'"JÍ'jfW'
Þetta íslandskort fylgdi einni útgáfu af Blefken.
Var Ðlefken
stórlygari?
Á íslandi klœðast konur og
karlar sams konar búningi, svo
erfitt er að greina af klœðaburðin-
um, hvort heldur er maður eða
kona. Eyjarskeggjar hafa engan
hör nema þann sem fluttur er
þangað af löndum vorum. Konur
eru þar fríðar sýnum en skartgripi
vantar.
Hjótrú
íslendingar eru allir mjöa
hneigðir til hjátrúar og hafa
púká og anda í þjónust'u sinni.
Eru þeir menn einir fiskisœlir,
sem diöfullinn vekur að nœtur-
lagi til þess að róa til fiskjar.
Boðendur fagnaðarerindisins
leggja að vísu aílt kapp á að telja
eyjarskeggja af þessu guðleysi.
En illskaþessi hefur fest djúpar
rœtur og situr fast í sálum
þeirra, og svo mjóa hefur Satan
tryllt þá og töfrað, ao þeir að-
hyllast enga holla kenningu né
sKipast vio fortölur. Kveður svo
rammt að þessu, að sé þeim boð-
ið fé til, heita þeir leiði og Ijúfum
byr og standa við heit sitt með
aostoð djöfulsins. Veit ég þessa
dœmi og verður á það dr 'epið síð-
ar. Líkt þessu ritar Olaus Magnus
um Finnlendinga í þriðju bók
sinni.. Þá geta þeir stöðvar skip
með göldrum, og eins þótt byr sé
hagstœður. Er það furðulegt
undur hversu Satan leikur við
þá. Ráð hefur hann kennt þeim ef
skip þeirra stöðvast, en það
töfralyf er búið til úr meujarsaur,
þeirrar er eigi hefur karlmans
kennt.Segir hann þeim að ef þeir
’rjóði þessu á stefni bátsins og
akveðin borð í byrðingnum mu/ii
andinn fiýja burt, þar eð hann
fœlist lyktina.
Fróðleiksfúsir
og lœsir
Að öðru leyti haga íslendingar
lífi sínu sem hér verður sagt: For-
eldrar kenna sonum sínum lestur
og lög landsins og hefst sú kennsla
þegar í bernsku. Eru fáir karlmenn
í landinu, sem ekki kunna að lesa,
og margar konur kunna það líka.
Þeir nota okkar stafróf, en hafa
einnig aðra stafi, og eru stundum
heil orð á máli þeirra rituð með
þeim, og verða þau tœpast skrifuð
með voru stafrófi. Eyjarskeggjar
eru vanir harðrœði og sjósókn
þegar frá bernsku, enda eyða þeir
œvinni við fiskveiðar. Jarðyrkju
stunda þeir ekki, því þeir hafa
enga akra. Aðalfœða þeirra er
fiskur, bragðvont smjör, mjólk og
ostur. í stað brauðs nota þeir fisk
sem barinn er með steini. Td
drykkjar nota þeir vatn eða mysu.
íslendingar verða langlífir þótt
hvorki hafi þeir lyf né lœkna.
Marrgir þeirra verða 150 ára
Arngrímur Jónsson lærði kvað allan róg um ísland og íslendinga í kútinn.
gamlir, og ég sá öldung einn, sem
sagðist vera 200 ára. Olaus Magn-
us segir frá því í tuttugustu bók
sinni að íslendingar verði 300 ára
gamlir.
Fœstir íslendingar hafa séð
brauð, hvað þá bragðað það. Ef
landsmenn okkar selja þeim mjög
eða korn, blanda þeir því saman
við mjólk og geyma svo langa hríð
og nota þetta sem lostœti fyrir
heldri men. Samsull þetta eða
blöndu kalla þeir drafla.
Kaupslagað
með varning
og stúlkur
Þjóðverjar þeir sem verslun
reka á íslandi hafa bækistöðvar
við höfnina í Hafnarfirði, sem gerð
er af náttúrunnar höndum. Slá
þeir þar upp tjaldbúðum og selja
vöru sína, svo sem skó, klœðnað,
glervarning og hnífa og ýmsan
verðlítinn varning.
Eyjarskeggjar hafa lýsi sem
brœtt er úr innyflum fiska og sút-
arar okkar og skósmiðir kannast
við. Enn fremur hafa þeir á
boðstólum fisk, brennistein, hvít
refaskinn, smjör og fleira. Skipta
þeir á öllu þessu fyrir okkar varn-
ing. Ekki er gengið að kaupum fyrr
en þeir hafa hámað í sig af kjöti
okkar, víni eða bjór. Sama máli
gegnir um konur þeirra og börn,
sem jafnan eru í fór með þeim,
hversu mörg sem þau kunna að
vera.
Þegar íslendingar koma í kaup-
staðinn hafa þeir með sér dœtur
sínar, þœr sem gjafvaxta eru. Er
þeir hafa spurst fyrir hjá kaup-
mönnum hvort þeir eigi konur
heima, bjóða þeir fram dœtur sín-
ar til einnar nœtur fyrir brauð,
kex eða aðra smámuni. Stundum
láta foreldrarnir þœr ókeypis,
jafnvel mánaðartíma eða svo lengi
sem kaupmennirnir dveljast í
landi. Fari svo að einhver þeirra
verði þunguð af þessum samvist-
um, leggja foreldrarnir enn meiri
ást á hana. Er barnið fœðist ala
þau það upp í nokkur ár, ef faðir-
inn skyldi koma aftur, eða þau
gefa það tilvonandi tengdasyni
sem heimanmund með dóttur
sinni. Fyrirlítur hann slíkl alls
ekki, því að þýskt blóð rennur í
œðum þess. Ef einhver stúlka á
mök við Þjóðverkja, nýtur hún
mikillar virðingar og er eftirsótt af
fleiri biðlum en áður. Sú var og
tíðin, að hórdómur þótti engin sví-
virðing, ef ekki var um sijjaspjöll
að rœða. Prestarnir hamast að
vísu á móti hórdómi, og sakborn-
ingum er þunglega refsað, en
landsmenn láta sér lítið segjast
við það.
Kunnuglegir
drykkjusiðir
Ekki geyma íslendingar vínfióng
þau eða bjór sem þeir kaupa af
löndum okkar, heldur fara þeir bœ
af bœ og heimsœkja hverjir aðra
og drekka allt upp án þess að
nokkuð sé fyrir það goldið. Sem
þeir drekka syngja þeir um hetju-
dáðir forfeðra sinna. Ekki syngja
þeir eftir neinni vissri reglu eða
lagi, heldur hver með sínu nefi.
Ekki telst sœmandi að neinn
standi upp frá drykkjuborðum til
þess að kasta af sér valni. Verður
þá heimasœtan eða einhver önnur
kona að gœla borðsins og taka eft-
ir, ef einhver gefur henni bend-
ingu. Hún réttir þá hinum sama
kopp undir borðið. Meðan þetta
fer fram rýta hinir eins og svín,
svo að ekki heyrist hvað fram fer.