Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.04.1997, Page 7
|Dagur-®tmtmt Miðvikudagur 2. Apríl 1997 -19 MENNING OG LISTIR Hljomsveitarverk og Carmma Burana Haukur Ágústsson skrifar Sinfóníuhlj óms veit Norðurlands efndi til tónleika í fþrótta- skemmunni á Akureyri 26. mars. Á efnisskrá voru íjögur stutt verk fyrir hljómsveit og kór- verkið Carmina Bur- ana eftir Carl Orff. Auk hlj óms veitarinnar komu fram einsöngvar- arnir Arndís Halla Ás- geirsdóttir og Michael Jón Clarke og um 150 manna kór. Stjórnandi á tónleikunum var Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir hófust á hlj ómsveitarverkunum ijórum. Þau voru Hátíðar- forleikur eftir D. Shostakovich, 2. þáttur úr Eldfuglinum eftir I. Stravinsky, Montagues et Capu- let úr Rómeó og Júh'u eftir S. Prokofiev og Sverðdansinn eftir A. Khachaturian. Hljómsveitin stóð sig í heild allvel í flutningi þessara vinsælu verka. Hún skilaði almennt vel styrkbreyt- ingum og áherslum. Mýkt 2. þáttar úr Eldfugli Stra- vinskys náðist r . v faiiega og vei skemmunm og varo tókst að byggja •/ •// /-••/ /• mikiil jjolai millikafla Sverðdans Khacha- turians. Nokkrir gallar voru einnig í leik annarra hljóðfæra- flokka, en hvað minnstir í slag- verki. Samruni kóranna tókst Carmina Burana eftir Carl Orff var flutt eftir hlé. í tónleikaskrá segir að ekki sé ofmælt að segja að þetta verk sé „eitt vinsælasta tónverk sem samið hefiu verið á þessari öld“, sem vissulega er langlíklegast að sé rétt. í verkinu sækir höfundur jafnt aftur í aldir sem til okkar tíma, eða, svo að aftur sé vitn- að í tónleika- skrána: „Rytm- ísk og hljóm- ræn skipan er hefðbundin en þó nútímaleg, þar sem óbeisl- að fjör, gríp- andi þrástef og vélrænn taktur- inn vísa bæði til fornrar aldar og einkenna 20. aldarinnar.“ Hinn mikli 150 manna kór var skipaður kórfólki úr kór Grenivíkurkirkju, Dalvíkur- kirkju, Laufásskirkju, Sval- barðskirkju, Tónlistarskólans á Akureyri og Samkór Svarfdæla. Hljómur hans var langtíðast góður og öryggi hans jafnan í ágætu lagi í túlkunarlegum at- riðum, svo sem styrk og inn- komum. Ein- „Aðstandendur þessara tónleika hafa unntÓ mikiö og lofsvert afrek í því aÖ hafa komiÖ d flutningi þessa kórverks hér d Akureyri. “ „Hvert sœti var skipaÖ í Iþrótta- upp spennu í upphafshluta Montagues et Capulet eftir Prokofiev. Ein- stakir hljóð- færaflokkar hefðu hins vegar mátt gera bet- ur í nokkrum tilfellum. Þannig voru málmblásarar óþægilega mistækir í upphafi Ilátíðarfor- leiks Shostakovich og strengir urðu á stundum deyfðarlegir, svo sem lágfiðlur og selló í stakir hlutar kórsins áttu fallega sóló- kafla og ekki síður mátti heyra margan „tutti-kaflann“ skemmtilega fluttan. manna fra aÖ hverfa. “ Greinilega hefur verið staðið vel að æfingum af hálfu söng- stjóra kóranna. Nokkur galli var í fyrstu þáttum verksins, að styrkhlutfall á milli karla og kvenna var ekki alveg nógu gott og urðu karlar þar heldur und- ir, en þetta atriði lagaðist veru- lega er á leið. Einsöngavararnir Arndís Halla Ásgeirsdóttir, sópran, söng fagurlega í sóló- köflum sínum. Hún hefur fal- lega rödd, sem nær vel fullum tónum í hárri legu. Ekki spillir, að hún býr yfir ánægjulegri getu til túlkunar og naut það sín í ílutningi hennar, svo sem í hinu hugljúfa atriði In trutina og hinu fagra og melismatíska atriði, Dulcissime. Skaði var hve söngur Arndísar Höllu hvarf sem næst gersamlega í kvennaraddir kórsins í atrið- inu Tempus est iocundum og naut hún sín þar engan veg- inn. Michael Jón Clarke, sem söng bæði bari- tón og tenór í verkinu, gerði einnig vel. Hann fór reyndar lítils- háttar stirðlega af stað í atrið- inu Omnia Sol Temperat, en náði sér skemmti- lega á strik er á leið, svo sem í hinum kómísku atriðum í In Ta- berna og einnig í atriðunum Dies, nox ert Omnia og Circa mea pecotora. Endurflutningur? IJljómsveitin gerði almennt mjög vel, en fram komu þó nokkrir gallar svipaðs eðlis og í upphafsverkunum ijórum, svo sem í strengjum. Aftur stóð slagverk sig hvað best og jók mjög á hrif flutningsins. Stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar var með ágæt- um. Hann gaf góðar bendingar jafnt til kórs sem hljómsveitar og hélt vel utan um allan ílutn- ing. Guðmundur Óli og aðrir aðstandendur þessara tónleika hafa unnið mikið og iofsvert af- rek í því að hafa komið á tlutn- ingi þessa kórverks hér á Akur- eyri. Áhugi tónlistarunnenda var líka greinilega mikill. Hvert sæti var skipað í íþróttaskemm- unni og varð mikill fjöldi manna frá að hverfa. Væntan- lega er ekki unnt að koma á endurflutningi, en líklegast er að fullur grundvöllur væri fyrir því. „Einstakir hlutar kórsins áttu fallega sólókafla og ekki síður mátti heyra margan „tutti-kaflann“ skemmtilega fluttan", segir m.a. í gagnrýninni. UM HELGAR; <0$§ Harmoniku- Æj unnendur! Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð heldur skemmtun og dansleik að Laugar- borg laugardaginn 5. apríl kl. 21-03. Skemmtunin hefst með blönduðum söng- kvartett sem syngur létt lög, þá leika Hörður og Flosi dúett á harmonikur, Aðalsteinn Ásfjörð leikur einleik og ef til vill fleiri. Síðan hefst dansleikur þar sem meðal annars leika fyrir dansi hljómsveit Félags harmonikuunnenda, Siglufirði, Þuríður formaður og hásetamir úr Eyjafjarðarsveit og félagar úr FHVE. Mœtum stundvíslega, allir velkomnir. Stjórnin. Hinn árlegi bókamarkaður Félags islenskra bókaútgefenda stendur nú yfir á Akureyri. Simar 898-5868 og 897-6427. Hafnarstræti 93 (Áður Vöruhús KEA) Gengið inn hjá Stjörnuapóteki 7 2 # • C 24. MARS TIL 7. APRIL Vel yfir 1090 bókatitlar OPID DAGLEGA 10-19 Ijóö Hjá okkur finnur þú m.a. feröabækur barnabækur • handbækur hestabækur • kynlífsbækur spennusögur • ævisögur myndabækur • ættfræðirit fræðsluefni • spennuefni afþreyingu • skáldskap • heilafóður skemmtun • útivist • dulspeki • tækni landkynningarefni • ferðalög • íþróttir matreiðslubækur og margt fleira. Bókamarkaðurinn stendur aðeins yfir í nokkra daga. Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.