Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 5. apríl 1997
IDagur-^útmm
Heiti Potturinn
Iheita pottinum í gær voru
menn sem höfðu verið í
karphúsinu í fyrrinótt þegar
bankamenn voru að semja.
Þeir upplýstu að það hefði
fyrst og fremst mátt þakka
gömlu samningalipurð og
lempni Steingríms Hermanns-
sonar að samningar tókust því
þegar allt virtist komið (strand
tók Denni að beita sér. Það
fylgdi sögunni að það væri
ekki tilviljun að hann hefði
haldið saman ríkisstjórnum
sem ekki hefði átt að vera
hægt að halda saman.....
Sami pottverji sagði hins
vegar að Ásmundur Stef-
ánsson hefði verið sá þverasti
við samningaborðið og ein-
kennilegt að þetta sé sami
maður og var aðalnúmerið í
þjóðarsáttarsamningunum.....
r
Agæt saga úr pottinum í
gær frá formannsskiptum í
Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur.
Gunnar Ingi Gunnarsson
heiisugæslulæknir gat ekki
annast formennsku áfram
vegna mikilla anna á öðrum
vettvangi. Formaður í hans
stað var kjörinn Rúnar Geir-
mundsson útfararstjóri. Gunn-
ar Ingi kvaddi samkrata með
þessum orðum: „Aimenna
reglan er sú að það þykir sorg-
legt þegar útfararstjóri tekur
við verkefni úr höndum læknis.
í þessu tilviki tel ég hins vegar
að svo sé ekki.“ Kratar fögn-
uðu þessum lokaorðum Gunn-
ars Inga með kröftugu lófa-
taki...
Ljóst er að herstöðvarand-
stæðingur númer eitt,
Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur, gengur til
liðs við NATO í júlí í sumar. Þá
fer hér fram almannavarnaæf-
ing fjölmargra þjóða, settar
verða á svið náttúruhamfarir á
SV- horninu. Einn íslensku
þátttakendanna er Veðurstofa
íslands - jarðskjálftadeild, sem
Ragnar veitir forstöðu...
F R É T T I R
Skotveiðimenn hafa verið að sækja meira í heiðargæsina að undanförnu.
Glannaleg grágæsaveiði
Nýjar veiðitölur líta
dagsins Ijós. Jafn-
vægi almennt
talið gott.
Véiðitölur fyrir árið 1995
og 1996 liggja nú fyrir en
þó eru tölur ársins 1996
bráðabirgðatölur þar sem um
1000 skýrslur eiga enn eftir að
berast. Svo virðist sem veiðin sé
svipuð frá ári til árs og segir
veiðistjóri, Ásbjörn Dagbjarts-
son, að jafnvægi veiði og stofn-
stærðar virðist almennt gott.
„Það er greinilega meiri
rjúpnaveiði, en gæsirnar eru í
svipuðu horfi. Heiðargæsaveiði
hefur sennilega eitthvað aukist
og grágæsaveiðin er dálítið
glannaleg miðað við áætlaða
stofnstærð. Þetta er þó ekki jafn
svakalegt og kom í ljós með
hrafninn þar sem nýliðunin öll
og rúmlega það virtist skotin
árlega. Hins vegar bendir ýmis-
legt til að stofnstærðirnar séu
vanmetnar. Hvað varðar hrafn-
inn tel ég það alveg ljóst,“
Asbjörn Pagbjartsson
veiðistjóri
„Þetta er þó ekki jafn svakalegt og
kom í Ijós með hrafninn þar sem
nýliðunin öll og rúmlega það virt-
ist skotin árlega. “
segir Ásbjörn.
Heldur minna veiddist af ref
árið 1996 en ’95 og er það í
samræmi við áætlanir. Veiðin
náði hámarki árið 1994 þegar
3.182 dýr voru veidd en 1996
voru þau 2924. 12.496 veiði-
kort voru gefin út í fyrra og hef-
ur óánægjuöldur vegna upp-
töku þeirra Iægt verulega síð-
ustu misserin að
sögn veiðistjóra.
Embættið fær
ágætis útkomu í
skoðanakönnun
sem gerð var hjá
veiðimönnum ný-
verið, en Ásbjörn
segir þó vonbrigði
hve fáir hafi gert
tillögur um breyt-
ingar eða úrbætur.
BÞ
Starfs-
öryggi eflt
Bankamenn telja að starfsör-
yggi þeirra sé betur tryggt
gegn hópuppsögnum en áður
eftir að þeir fengu fram bókun
þess efnis með nýgerðum kjara-
samningi sínum. Sem dæmi er
samningurinn uppsegjanlegur
með tveggja mánaða fyrirvara
ef t.d. 30 manns fengju reisu-
passann á einu bretti í Lands-
bankanum.
Friðbert Traustason, formað-
ur Sambands íslenskra banka-
manna, segir að þessi bókun sé
nýmæli og ein af forsendum
kjarasamningsins. Þar kemur
fram að á samningstímanum
munu bankarnir leitast við að
tryggja starfsöryggi banka-
manna. Ef til hópuppsagna
kemur getur hvor aðili fyrir sig
sagt upp samningnum með áð-
urnefndum fyrirvara. -grh
Reykjavík
Áfram R-listi
Flokkarnir íjórir sem standa
að Reykjavíkurlistanum
hafa allir samþykkt formlega að
bjóða fram saman í næstu
kosningum. Jafnframt skora
þeir á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur að taka 8. sæti listans
sem borgarstjóraefni.
Samhljóða tillaga um þetta
hefur verið borin upp og sam-
þykkt í flokkunum 4, nú síðast í
fulltrúaráði Alþýðuflokksins í
fyrrakvöld. Flokkarnir hafa
einnig tilnefnt 5 fulltrúa, hvern
í sérstakt trúnaðarráð R-list-
ans. Því er ætlað að móta tillög-
ur um hvernig standa eigi að
vali fólks á lista, en um það eru
nokkuð skiptar skoðanir. Full-
trúaráð Alþýðuflokksins sam-
þykkti í fyrrakvöld tillögu, þar
sem því er beint til fulltrúa
flokksins í trúnaðarráðinu að
þeir beiti sér fyrir því að viðhaft
verði opið prófkjör. -vj
VEÐUR O G FÆRÐ
Reykjavík
°5 Sun Mán Þri Miö mm_
o - —
/~s
u
SV3 A5 SSA5 SSV4 SV7
A4 ANA3 SSV4 SV5
Bolungarvík
°c Sun Mán Þrí Mið mnl
o-i----------- ----------- ----------- -----------f-15
-5-
-10
-15
N2 ANA4 NA4 SSV2 SV5
ANA4 NA5 SSA4 VSV5
Blönduós
Akureyri
1-15
°c Sun Mán Þrí Mið mm
-10
5
0
S2 AS5 ASA3 SSV SV6
A4 ANA3 SSA SV5
Stykkishólmur
'c Sun Mán Þri Mið mm
5_j ----------- --~—1-15
-10
- 5
5-
0
-5
15
-10
- 5
0
V 4 VSV3 VNV4 NNA 3 SSA3
VSV5 N5 NV3 ASA 2
Egilsstaðir
9 Sun Mán Þrí Mið
\ ¥Æ vhxsxí
15
-10
- 5
0
V4 VSV3 VNV 4 NNA3 SSA3
VSV5 N5 NV3 ASA 2
Kirkjubæjarklaustur
°c Sun Mán Þrí Mið mm_
0-
-5-
-10
•10
VNV3 S2 VNV2 A2 SA 2
V3 V3 A2 SV3
Stórhöfði
sun n Man pq pn Mlö ' -15 10- Sun Mán rn Þri |—I Míð m' i—r
jj LJ - 5 0- - 0 -5- y ■LJ KJ m
V3 NA2 NNV3 A2 S
VSV4 NNA4 NA2 A2
-15
Mo
5
0
VNV7 SA5 NNV3 VNV4 A3
ve VNV4 ASA2 SVS
Austlæg átt, kaldi um
morguninn en hæg síðdegis.
Við suðurströndina verður
dálítil slydda eða snjókoma
en annars bjartviðri. Hiti
verður nálægt frostmarki
allra syðst yfir daginn en
annars má búast við eins til
6 stiga frosti.
Línuritin sýna
Qögurra daga
veðurhorfur á
hverjum stað.
Línan sýnir
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig eru
tilgreind fyrir
neðan.
Skafrenningur var á nær öllum vegum í Árnessýslum og á Vest-
urlandi í gærkvöld. Búast mátti við að heiðar á Snæfellsnesi,
Fróðárheiði og Kerlingarskarð lokuðust í gærkvöld. Holta-
vörðuheiði var fær en búist við að færð gæti spillst með kvöldinu.
Steingrímsíjarðarheiði var ófær vegna veðurhæðar og snjókomu. Á
Norðurlandi og Suðurlandi var þokkaleg færð en skafrenningur.
Einnig var allgóð færð á Héraði og á Austfjörðum. Búast mátti við
að færð þyngdist verulega á Möðrudalsöræfum og á heiðum með
gærkvöldinu.