Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 5. apríl 1997 iil F R É T T Jbtgtnr-®Qimm Almannavarnaæfing Alþjóðalið mun kljást við „stórslys“ á SV-homiiiu Hundruðum milljóna varið til almannavarna- æfingar á íslandi á veg- um PfP, friðarferlis NATO og fyrrum komm- únistaríkja - Ævintýra- legur tækja- og mann- aflaflutningur til landsins í júlí. Auðvitað vonum við að aldrei komi til atburða sem þessara, en við vilj- um vera viðbúnir og vita hvern- ig best má bregðast við,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra í gær, þegar hann og sérfræðingar hans í ráðuneyt- inu kynntu stærstu almanna- varnaæfingu sem fram hefur farið í landinu, Samvörð ’97, sem mun verða mjög áberandi helgina fyrir næstu verslunar- mannahelgi, dagana 25.-27. júlí. Hér er um að ræða alþjóð- lega almannavarnaæfingu sem mun án efa kosta hundruð milljóna króna fyrir þátttöku- löndin, sem eru um 20 talsins, vestanhafs og austan. Al- mannavarnaæfingin fer fram undir merkjum Partnership for Peace, PfP, en sú áætlun varð til innan NATO og gerir ráð fyrir samstarfi þjóða við björgunar- aðgerðir og neyðarhjálp. „Vonum að aldrei komi til atburða sem þessarra," segir utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Mynd. E.ÓI Inntak æfingarinnar, sem um 1.100 manns taka þátt í, þar af 600 útlendingar, eru náttúru- hamfarir á SV-horni íslands, jarðskjálfti austan Reykjavikur. íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir hjálparliði erlendis frá, enda hefur orðið mikið mann- fall, fjöldi manns innikróaður í húsarústum, eyðilegging gífur- leg, rof samgangna og Qar- skipta hefrn orðið. Æfingin er tilkomin vegna óska utanríkisráðherra við NATO fyrir tveim árum og er hún liður í friðarsamstarfi Atl- antshafsbandalagsins, fyrruin lýðvelda Sovétríkjanna, fyrrum kommúnistaríkja A-Evrópu og annarra Evrópuþjóða, eins og Sviss og Svíþjóðar, sem ekki hafa verið aðilar að NATO. Tækjabúnaður sem þjóðir í PfP flytja með sér til íslands í júlí næstkomandi er nánast æv- intýralegur: Hér má nefna flytjanlegt rússneskt sjúkrahús sem verður búið skurðar- og röntgentækjum. Ellefu þyrlur koma frá íjóruin löndum, flug- tími hverrar þyrlu fyrir sig skiptir hundruðum þúsunda króna. Varðskip kemur frá Nor- egi, auk sjúkrabíla og slökkvi- bíla og flytjanlegs neyðarskýlis. Pátttakendur eru um 500 frá Evrópulöndum en 100 frá Am- eríku. Mikið hvílir á íslenskum þátttakendum. Yfirstjórnin verður hjá Almannavörnum við Seljaveg. Þrettán almanna- varnanefndir verða með í að- gerðum og björgunarsveitir af öllu landinu. Lögregla, slökkvi- Iið og sjúkrahús koma að sjálf- sögðu mikið við sögu, að ekki sé talað um Landhelgisgæslu og Flugmálastjórn. Pá munu Veð- urstofan, veitustofnanir, Rauði krossinn, Vegagerðin og emb- ætti yfirdýralæknis taka þátt í æfingunni svo einhverjir séu nefndir. Um 400 erlendir þátttakend- ur munu dveljast í í Keflavík, í íþróttahúsi þar, Fjölbrautaskól- anum og í Holtaskóla. Neyðar- eldhús verður þar sett upp af íslensku veitingafyrirtæki og af- greiðir 1.500 máltíðir á dag, væntanlega við afar bágbornar aðstæður. Opnunar- og lokaat- höfn Samvarðar ’97 verður á íþróttavellinum í Keflavík. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði í gær að án efa mundi almannavarnaæfingin í sumar verða mjög áberandi í mesta þéttbýli landsins. Hann kvaðst þó ekki eiga von á að æf- ingin trufli neina starfsemi hér á landi. Svo virðist sem erlendir fjöl- miðar hafi mikinn áhuga á þessu samstarfi þjóðanna og æfingunni sem nú er nánast skipulögð í þaula. Fyrirspurnir hafa meðal annars borist til sjónvarpsins um möguleika á fréttasendingum. -JBP Sjávarútvegur Metloðnuvertíð er senn lokið Loðnuvertíðinni er að mestu lokið og veidd- ust tæplega 1,2 millj- ónir tonna en heildarkvótinn var 1.273 þúsund tonn. Þetta er mesti afli sem komið hefur að landi á einni vertíð og einnig er aflaverð- mæti það mesta. Talið er að útflutningsverðmæti loðnuaf- urðanna séu liðlega 18 millj- arðar króna, þar af verðmæti mjöl og lýsis um 84% og frystrar loðnu um 15% og er þetta um 55% meiri verðmæti en á þeirri vertíð sem best gaf af sér áður. Aflahæsti bátur- inn er Beitir NK frá Neskaup- stað með tæp 48 þúsund tonn og skammt þar á eftir koma Jón Kjartansson SU, Víkingur AK, Hólmaborg SU og Júpíter PH. Mestum afla, eða liðlega 102 þúsund tonnum, var land- að í Vestmannaeyjum, en síð- an koma Eskiljörður og Neskupstaður með um 75 þúsund tonn hver höfn. Þórð- ur Jónsson, rekstrarstjóri SR- mjöls hf., segir að nokkrir bátar frá Akranesi séu enn að veiðum, en veiðarnar séu að Qara út enda loðnan orðin lít- ils virði sem hráefni, hrygnd loðna og karlsíli sem er lítið annað en roð og bein. Af heildaraflanum á vetrarvertíð, alls um 720 þúsund tonn, hafa Mestu landað í Vest- mannaeyjum, eða 102 þúsund tonnum, en síðan koma Eski- fjörður og Neskaup- staður með um 75 þúsund tonn hver höfn. verksmiðjur SR-mjöls hf. tekið á móti liðlega 180 þúsund tonnum sem er svipað magn og var á vetrarvertíð árið áð- ur og er bræðslu að mestu lokið. Allt það mjöl sem fram- leitt hefur verið er selt, og fer það til ýmissa landa í Evrópu, t.d. Bretlands, Noregs, Frakkalands og Danmerkur auk Bandaríkjanna. Næsta verkefni verksmiðjanna er sildarvertíðin sem hefst 3. maí nk. GG Námsmenn Atvinnuástandið með betra móti Mér sýnist atvinnuástand meðal námsmanna vera mun betra nú en var til að mynda í fyrra og hitt- eðfyrra. En engu að síður en þörfin fyrir atvinnumiðlun af þessu tagi mjög mikil, segir Erla Hlín Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, í samtali við Dag- Tímann. Atvinnumiðlun námsmanna er nú að heija sitt 20. starfsár, en um 1.500 námsmenn leita að jafnaði til miðlunarinnar á ári hverju. 250 námsmenn hafa skráð sig nú þegar. Fimm sam- tök námsmanna standa að baki þessari atvinnumiðlun, en eðli og umfang starfsemi þessarar hefur aukist ár frá ári að und- anförnu. Það hafa allmargir atvinnu- rekendur haft samband við okkur og leitað að starfskröft- um fyrir sumarið. Þeir eru jafnvel fyrr á ferðinni en verið hefur síðustu ár. Síðan eru menn ekki endilega að leita að sumarstarfsmönnum, nokkrir eru til að mynda að leita að af- leysingafólki til starfa í þessum mánuði. Þau störf sem bjóðast svo í gegnum Atvinnumiðlun námsmanna eru afar íjölbreytt. Þar getum við jafnt verið að tala um fiskvinnslustörf og vegavinnu og eins sérhæfða vinnu við rannsóknir og fræði- störf, segir Erla Hhn. -sbs. Akureyri Tjonaökumenn á námskeið Tryggingarfélagið Sjóvá/AI- mennar stendur fyrir námskeiði á Akureyri í dag fyrir unga ökumenn á aldr- inum 17 til 20 ára sem lent hafa í tjóni, en öðrum öku- mönnum er einnig frjálst að sækja námskeiðið. Það fer fram í húsakynnum Ökuskólans í verslunarmiðstöðinni í Sunnu- hlíð. Meðal fyrirlesara er Sig- urður Helgason, starfsmaður Umferðarráðs. GG

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.