Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Síða 3
ÍDagur-ÍEmmm
Laugardagur 12. apríl 1997 - III
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
HAGYRÐINGAR
FÓLK í ÆTTUM
Spaugstofugrín
(eða galdrafár nútímans)
Spaugstofunnar sprellimál
spilla ró hjá þjóðum.
Af þeim logar eldabál
hjá öllum mönnum, góðum.
Biskupstetrið brá við skjótt,
- bœldar hvatir ólga.
Máttifara um miðja nótt
að magna seið á dólga.
Á því verður enginn stans,
ég œtla að segja bara.
Klónaði bréf til kristins manns,
sem kann með völd aðfara.
Undirheimar aldrei meir
eflaust ná að dáðum.
í heitum pottum hafa þeir
heilmikið af ráðum.
Séra Þórir, segja menn,
sœmdir hlyti af stefnum.
Sama ráð nú eygja enn
af illum sökum gefnum.
Þá mun fólkið ekki oft
iðka gláp á kvöldin.
Refsivöndinn reiða á loft
réttlát yfirvöldin.
Siða-Vörður
Dalafólkið III
Svo segir í fornri heimild að
Langanes er norðast í
Austfirðingafjórðungi - þar
gengur Helkundu heiði eftir
nesinu fram - var þar settur
upp hamar Þórs á heiðinni sem
fjórðunga skilur.
Ströndin sunnanvert frá
Langanesi fyrir botni Bakkaflóa
heitir Langanesströnd frá fornu
fari. Par úti fyrir mætast hlýir
og kaldir hafstraumar og verð-
ur þokusælt og úrkomur miklar
þegar vindur blæs af hafi en
undra hlýtt og þurrt í sunnan
og suðvestanátt.
Þarna hefur byggð verið
mest við sjóinn, hlunnindi af
reka og stutt til miða en heiðar-
býli að baki byggðinni.
Á eitt þeirra settist Árni
Gíslason frá Kolgrímastöðum
og bjó á Miðfjarðarnesseli og
Fossi, afbýli frá Skeggjastöðum.
Hann hafði áður búið í Saur-
bæjarhreppi en líklega þótt þar
þröngbýli. Hann þráði heiðar-
faðminn og fluttist norður 1846
með konu sinni, Sigríði Guð-
mundsdóttur frá Gullbrekku.
Árni var sagður hagleiksmaður
og vefari. Meðal barna hans var
Guðríður, átti Árna Þorkelsson
og var langamma systkinanna
Auðuns, Ingveldar og Þórarins
Haraldsbarna sem enn búa í
þessari sveit, á Þorvaldsstöðum,
næsta bæ við Skeggjastaði. Er
margt fólk komið af Guðríði.
Hún var ljósmóðir í sinni sveit.
Bróðir hennar var Gísli
bóndi í Kverkártungu, átti mörg
börn. Hann var afi Oddnýjar
Guðmundsdóttur kennara,
kannski síðasta farkennara á
íslandi og Gísla Guðmundsson-
ar, lengi þingmanns fyrir Fram-
sóknarflokkinn og hann var
langafi Odds Gunnarssonar
verslunarstjóra í Húsgagnahöll-
inni í Reykjavík.
í Kverkártungu er fæddur
þjóðskáldið Örn Arnar (Magnús
Stefánsson), móðir hans giftist
Þórarni, syni Guðríðar Árna-
dóttur. Við Kverkártungu er
kenndur nafnkunnur draugur,
Tungubrestur, og er talið að
hans hafi orðið vart fram á
þessa öld.
Ef einhver skyldi verða hans
var skal þess getið að hann gef-
ur sig til kynna með brestum
eins og þegar vel þurrum viði
er brennt. Frá honum segir í
Gráskinnu hinni meiri.
Kverkártunga fór í eyði 1937 og
var aldrei lagður akvegur þang-
að né heldur komu þangað vél-
knúin tæki.
Ingibjörg Gísladóttir barst
vestur í Húnavatnssýslu á svip-
aðar slóðir og Þorsteinn bróðir
hennar. Hún átti Ólaf Pálsson,
bjuggu í Eiríksstaðakoti 1845,
það er um miðjan dal í Svartár-
dal. Dóttir þeirra var María, átti
Svein Guðmundsson og var
þeirra son Níels bóndi, síðast í
Þingeyrarseli, afi Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgar-
stjóra, einnig Ólafur, átti Mál-
fríði Gilsdóttur frá Krossnesi.
Önnur dóttir Ingibjargar og
Ólafs var Guðrún, átti Jón
Ólafsson. Meðal þeirra barna
voru Ingibjörg Ósk, lengi fram-
kvæmdastjóri KFUK í Reykja-
vík, Halldór trésmiður í Reykja-
Guðríður Árnadóttir, Ijósmóðir.
vík, faðir Guðrúnar Jónínu,
skólastjóra og alþingismanns
Örn Arnar, skáld (Magnús Stef-
ánsson er kirkjubókarnafnið).
Kvennalistans, og Ólafur, bjó á
Kárastöðum í Hegranesi, átti
Sigurlaugu Jónasdóttur sem nú
hefur orðið þekkt að því að spá
í garnir.
Guðrún Jónína Halldórsdóttir,
skólastjóri og alþingiskona.
Guðmundur Gíslason var
vinnumaður á Grenjaðarstað og
víðar, átti Sigríði Jónsdóttur.
Hann íluttist á efri árum með
sonum sínum til Kanada. Þeir
kölluðu sig Goodman þegar
þangað kom og má finna þeirra
getið í Almanaki Ólafs Thor-
geirssonar.
Guðrún Gísladóttir yngri frá
Kolgrímastöðum fiuttist vestur í
Húnaþing, átti Jón Árnason frá
Skottastöðum, bjuggu í Kóngs-
garði og Höll í Svartárdal
(hverskonar nöfn voru þetta?)
Sigurgeir sonur þeirra var
bóndi í Akrahreppi en synir
hans voru Eiríkur bóndi í Akra-
hreppi en hans synir voru Ei-
ríkur bóndi á Varmalandi, Stað-
arhr. d. 1974, átti mörg börn,
og Valdimar Stefán bóndi á
Gunnfríðarstöðum, d. 1967.
Sigurgeir Jónsson átti barn með
Hannínu Hannesdóttur, systur
Elívoga-Sveins, það var Þóra
Sigurlaug, átti Flosa Sigurðsson
bónda á Hrappsstöðum í Ljósa-
vatnsshreppi.
Jóhannes Gíslason frá Kol-
grímastöðum bjó á Húsavík
Gísli Guðmundsson, alþingis-
maður.
1870. Kristjana dóttir hans
ílentist þar, var móðir Þorvalds
Pálssonar, bónda í Akurseli og
Hraunkoti, síðast á Þórshöfn.
Önnur börn Jóhannesar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri.
fluttust til Kanada. Vitað er að
afkomendur þeirra voru margir
en verða varla taldir héðan af.
Um fólkið sem hér hefur ver-
Oddný Guðmundsdóttir, kennari.
ið greint mætti sitthvað fleira
segja. En það bíður enn síns
tíma að rekja betur þennan
þátt í hinum Ijölskrúðuga vef
kynslóðanna og þá gæti þessi
umfjöllun orðið dáh'til uppi-
staða. Er þó hætt við að sums
staðar kunni að verða bláþræð-
ir í vefnum en hér verður stað-
ar numið að sinni.
ás.