Dagur - Tíminn Akureyri - 15.04.1997, Qupperneq 1
Akureyri
í sól og sumaryl
i
Það voru 25 stig á mælinum
móti sól,“ sagði bensínaf-
greiðslumaður á Akureyri
meðan heimamenn tóku sig til
og þvoðu bílana. Snjór bráðnar
hratt úr ÍJöllum þegar þíð
sunnanátt kemur með „18 stig í
forsælu" að sögn sama heimild-
armanns á bensínstöð. „Nú er
þetta búið,“ bætti hann við og
reynist vonandi veðurglöggur,
átti við veturinn, en sagði samt
áhugasömum bíleigendum sem
spurðu hvort óhætt væri að fara
af snjódekkjum að athuga fyrst
trygginguna. Leit svo þýðingar-
miklu augnaráði á viðstadda og
sagði þetta eiga sórstaklega við
fólksbfla. Svo töluðu menn meira
um blíðuna og umbrotsmaður á
Degi-Tímanum leit ánægður á
veðurkort dagsins í dag: 12 stig!
Grunnskólar
Kærir til RLR
Einar Magnússon, skóla-
stjóri Hagaskóla, hefur
skrifað skólastjórum
grunnskólanna í Kópavogi bréf
í framhaldi af átökum milli
nemenda úr Þinghólsskóla og
Hagaskóla í síðustu viku. Hann
mun ræða við Guðmund Odds-
son, skólastjóra Þinghólsskóla,
og vonast til að takist að leysa
málið með því að sýna ungling-
unum fram á hversu alvarlegt
einelti er.
Átök brutust út milli nem-
enda úr Þinghólsskóla og Haga-
skóla í síðustu viku og endaði
með því að kalla varð til lög-
reglu. Nemendur úr Kópavogi
áttu að sækja tónleika í Há-
skólabíói en nemendur úr
Hagaskóla töldu þá komna til
að hefna ófara fyrr í vikunni og
Ijölmenntu að bíóinu.
Nemandi, sem varð fyrir ein-
elti í Þinghólsskóla í fyrra, hef-
ur gengið í Hagaskóla í vetur.
Búist er við að hún kæri at-
burðina til RLR. -GHS
Þormóður Einarsson veðjaði við félaga sína að ef KA yrði íslandsmeistari í handbolta, myndi hann stökkva út í
sundlaug Akureyrar i KA-búningnum. Hann efndi heit sitt í hádeginu í gær en eflaust hafa starfsmenn laugarinnar
verið með í ráðum. Ekki er annað að sjá en Þormóði líki vel í vatninu og má geta þess að þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Þormóður veðjar djarft til vinnings. Bp/Mynd gs
Aðaifundur ÚA
ÚA stefnir upp
„Kolkrabbinn kemur í bæinn," sögðu menn á Akureyri í gær: Friðrik Jó-
hannsson, Hörður Sigurgestsson, Indriði Pálsson, Hjalti Geir Kristjánsson
og Benedikt Sveinsson. Mynd: GS
Jón Þórðarson endur-
kjörinn formaður en
Benedikt Jóhannes-
son og Friðrik
Jóhannsson kjörnir í
stjórn sem fulltrúar
aukins hlutafjár
stærstu hluthafa.
✓
aðalfundi Útgerðarfé-
lags Akureyringa í gær
kom fram að gert er ráð
fyrir hallalausum rekstri á
þessu ári. „Áætlanir þessa árs
gera ráð fyrir verulega bættri
rekstrarafkomu en þó er gert
ráð fyrir að reksturinn verði í
járnum. Við bindum vonir við
að þær aðgerðir sem þegar hef-
ur verið gripið til og breytingar
sem gerðar verða á næstu mán-
uðum skili sér í því að félagið
verði gert upp með viðunandi
hagnaði árið 1998,“ sagði Guð-
brandur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri. ÚA var rekið
með 123 milljóna króna tapi á
sl. ári. Jón Þórðarson, stjórnar-
formaður, sagði helstu ástæður
vera erfið ytri skilyrði hefð-
bundinnar landvinnslu og þá
sérstaklega í frystingu sem er
einn af hornsteinunum í rekstri
fyrirtækisins og óviðunandi af-
komu af rekstri frystitogara fyr-
irtækisins í Smugunni og á
Flæmingjagrunni. Litlar sem
engar umræður urðu á fundin-
um þrátt fyrir slæma útkomu.
Ný andlit í stjórn
Jón Þórðarson, forstöðumaður
sjávarútvegssviðs Háskólans á
Akureyri, var endurkjörinn
stjórnarformaður, en aðrir
stjórnarmenn eru Halldór Jóns-
son, Kristján Aðalsteinsson,
Benedikt Jóhannesson og Frið-
rik Jóhannsson. Jón, Halldór og
Kristján voru í fyrri stjórn,
Benedikt kemur inn fyrir SH og
Friðrik fyrir Burðarás. Breytt
stórnarskipan endurspeglar
miklar breytingar á eignarhlut í
fyrra:
Akureyrarbær sem átti
meirihluta í fyrirtækinu seldi
hluta bréfanna og á nú 20%.
Aðrir stærstu eigendur eru
eignarhaldsfélag Eimskips,
Burðarás hf., með 19,55%,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hf. með 10,48%, ÚA með
9,85%, Hampiðjan hf. með
6,29% og Illutabréfasjóðurinn
hf. með 3,2%.
Bæta á rekstur
í sumar verður landvinnsla ÚA
endurskipulögð og er markmið-
ið að auka framleiðnina um-
talsvert með sjálfvirkni og
bættu vöruflæði í vinnslu-
rásinni.
Heildarafli togara félagsins
nam 19.472 tonnum á móti
22.783 tonnum á árinu 1995,
minnkaði um 3.311 tonn og er
skýringanna fyrst og fremst að
leita í verulegum niðurskurði á
karfakvóta, minni ýsuveiði og
hruni á grálúðu. GG