Dagur - Tíminn Akureyri - 15.04.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.04.1997, Side 4
4 - Þriðjudagur 15. apríl 1997 JDagur-'ffiímmn r Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Auglýsing um framboðsfrest Hér með er auglýstur frestur til að skila tillögum um stjórn, varastjórn, trúnaðarmannaráð, varatrúnaðar- mannaráð, endurskoðendur og varaendurskoðend- ur í Verkakvennafélaginu Framtíðin í Hafnarfirði fyr- ir næsta starfsár. Fullskipuðum framboðslista ásamt meðmælendalista, skal skila á skrifstofu félagsins, Strandgötu 11, ekki síðar en kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 23. apríi 1997. AKUREYRARBÆR Slökkvistöð Akureyrar Starfsmenn óskast til sumarafleysinga í slökkvilið Akureyrar, starfið felst m.a. í brunavörslu og sjúkra- flutningum. Umsækjendur þurfa að hafa meirapróf og uppfylla ákveðin skilyrði sbr. m.a. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og samþykkt fyrir slökkvilið Akureyrar. Laun samkvæmt kjarasamningi Landssambands slökkviliðsmanna eða STAK og Launanefndar sveit- arfélaga. Upplýsingar um starfið gefa slökkviliðsstjórar á Slökkvistöð Akureyrar, Árstíg 2, í síma 462 3200 og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 1997. Starfsmannastjóri. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 Netfang: isr@rvk.is ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í aflspenna fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Gögn- in Power Transformers 40/40/20 MVA, 132/11/11 kV eru á ensku. Verkið felst í hönnun, framleiðslu og af- hendingu á tveimur þrívefju aflspennum. Spennana skal afhenda fob 1.5.1998. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, frá þri. 15. apríl n.k. Opnun tilboða: fimmtudaginn 29. maí 1997, kl. 14:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í húsgögn í fjóra leikskóla Reykjavík- urborgar. Um er að ræða húsgögn í tvo nýja fjögra- deilda leikskóla og tvær viðbyggingar við eldri leik- skóla. Útboðsgögn fást á skrifst. vorri frá þriðjud. 15. apríl n.k. gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjudaginn 6. maí 1997 kl. 15:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðgerðir og endursteypu á stéttum við Vesturbæjarlaug. Um er að ræða brot og endur- steypu á stéttum með hitalögn. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: þriðjudaginn 29. apríl 1997, kl. 15:00 á sama stað. Margar brýr eru á óskalistanuin Margar brýr á óskalista Sunnlendinga, tvær Þjórsárbrýr og Hvítárbrú. Miklu af vegafé kjjördæmisins ráðstafað fyrirfram. Mismunandi sjónarmið eru meðal sunn- lenskra sveitarstjórnarmanna um hvar byggja skuli nýjar brýr á Þjórsá. Fyrir ligg- ur að byggja þurfi nýja brú við Þjótanda í stað 50 ára gamallar brúar sem þar er. Meðal annars vegna jarðskjálftahættu telja menn einnig að sé nauðsyn að kanna möguleika á byggingu annarrar brúar yfir ána á móts við Þjórsárholt í Gnúpverja- hreppi. „Núverandi brú við Þjótanda er einbreiður vandræðagripur og þjónar alls ekki umferðar- þunga dagsins í dag,“ sagði Steingrímur Ingvarsson, um- dæmisstjóri Vegagerðar ríkisins á Suðurlandi. Ný brú við Þjót- anda yrði staðsett sunnar en núverandi brú er. Á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga í síðustu viku var svo nefnt að nauðsyn væri að fá nýja brú til viðbótar yfir Þjórsá. „Ein brú á Þjórsá í byggð getur torveldað samgöngur á hættutímum og tafið fyrir nauðsynlegu hjálpar- starfi. Einnig mun ný brú renna styrkari stoðum undir aukið samstarf í félags- og atvinnu- málum,“ segir í ályktun. Fyrirhugað er á næstu árum að byggja nýja brú á Hvítá, sem tengja myndi saman Biskups- tungur og Hrunamannahrepp. Þessi brú er enn ekki komin inn á vegaáætlun. Þrýst er á að far- ið verði í smíði hennar innan fárra ára, ekki síst með tilliti til sameiningar sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Kostn- aður við Hvítárbrú er áætlaður um 350 millj. kr. og svipað myndi Þjótandabrú kosta. Kostnaður við stórfram- kvæmdir í vegamálum, s.s. brú- argerð, er Ijármagnaður að 2/3 hlutum úr stórverkefnasjóði. Þriðjungur greiðist af úthlutuðu vegafé hvers kjördæmis, en í ár eru um 200 millj. kr. í þeim potti Sunnlendinga. Talsverðu hefur verið ráðstafað fyrirfram, því sveitarfélög hafa lánað rík- issjóði til brýnna framkvæmda heima í héraði og nú þarf að standa skil á þeim lánum. Helstu vegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Suður- landi í sumar eru uppbygging Hlíðavegar í Biskupstungum. Einnig stendur til að ljúka upp- byggingu Þjórsárdals- og Land- vega, en umferð þar er mikil og þung m.a. vegna vikurflutninga. -sbs. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ. Opinn fundur með landbúnaðar- og umhverfisráðherra Guð- mundi Bjarnasyni verður haldinn f féiagsheim- ilinu Ýdölum, Aðaldal, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30. Á fundinn mæta einnig starfsmenn ráðuneytisins og gera grein fyrir einstaka verkefnum sem unnið er eð. Allir velkomnir. Landbúnaðarráðuneytið. Aðalfundur Skagstrendings hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl 1997 í Fells- borg, Skagaströnd, og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 11. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um 10% hækkun hlutafjár með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Skagstrendings hf.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.