Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Blaðsíða 3
^DagurÁÍRmmrt
SOGUR 0 G SAGNIR
i
Laugardagur 17. maí 1997 - III
ráðherra.
Allt bendir til þess að ekkert
meira haíi verið aðhafst varðandi
byggingu íbúðar- og hesthússins
á Höfða, því að í brunamati frá
1919 er getið um hesthús á lóð-
inni auk hlöðu. Árið 1941 er
hesthúsið enn við lýði og þá er
einnig getið um bifreiðageymslu
á lóðinni.
Brillouin flutti úr húsinu 1913
og af landi brott í þann mund er
fyrri heimstyrjöldinn byrjaði.
Árið 1910 eru taldir til húsa á
Höfða: Jana Paul Brillouin,
franskur konsúll, fæddur 1. ágúst
1875 í Rochefot Frakklandi,
Martha Gudrun Brillouin húsfrú,
fædd 16. september 1885 í Lille
Hammer Noregi, Ragna Alice
Elodin Brillouin, fædd 20. febrúar
1907 í Rochefort, Ragna Emilie
Grönstad ekkjufrú, fædd 25. sept-
ember 1853 í Kristiania Noregi,
Signe Sundby ráðskona, fædd 20.
september 1885 Stege, Mön,
Danmark, Sigríður Magnúsdóttir
vinnukona, fædd 20. júlí 1889 í
Reykjavík, Sigurður Guðmunds-
son, vinnumaður, fæddur 12. júlí
1883 í Merkinesi Hafnarfirði og
Gaston Claus bjargráðamaður,
fæddur 30. apríl 1880 í París
Frakklandi.
Árið 1913 eru aðeins taldir
tveir íbúar í Höfða: Sigen Sund-
bye ráðskona og Sigurpáll Ólafs-
son vinnumaður, fæddur 25. jan-
úar 1893 að Sogni í Ölfusi.
í janúar 1914 kaupir Lands-
bankinn Konsúlshúsið eins og
það var nefnt á meðan konsúllinn
franski bjó þar. Þá var farið að
dragast saman hjá Franska Spít-
alafélaginu og húsið selt á upp-
boði en lóðin var enn í eigu Spít-
alafélagsins.
Einar Benediktsson skáld og
sýslumaður sem fæddur var 21.
október 1864 að Elliðavatni, flyt-
ur í húsið 1914. Samkvæmt
manntali frá því ári búa þar auk
hans, Valgerður Benediktsdóttir,
kona hans, fædd 15. júní 1881 í
Reykjavík. Börn þeirra; Einar
Valur, Margét Svala, Benedikt
Örn, Ragnheiður Erla, Stefán Már
og Katrín Hrefna. Ennfremur eru
á heimilinu: Ingunn Magnúsdóttir
kennslukona, fædd 4. ágúst 1889
á ísafirði, Valgerður Guðmunds-
dóttir, námsmey, fædd 2. janúar
1889 að Báruhaug Bessastaða-
hreppi, Friðrika Einarsdóttir
vinnukona, fædd 4. ágúst að
Oddakoti Garðahreppi og Val-
gerður Magnúsdóttir vikatelpa,
fædd 16. janúar að Hraðastöðum
Mosfellssveit.
Einar Benediktsson nefndi
húsið Héðinshöfða eftir æsku-
heimili sínu í Suður-Þingeyjar-
sýslu. En Einar og Qölskylda
bjuggu ekki í húsinu nema til
1917. Næstu íbúar voru Ingólfur
Jónsson verslunarmaður, fæddur
13. september 1874 í Reykjavík
og kona hans Kristín Richter
Jónsson, fædd 22. apríl 1877 í
Stykkishólmi en samkvæmt
manntali eiga þau heima á Hóð-
inshöfða I tvö ár, ásamt börnum
sínum þremur og fleira fólki.
Næst á eftir þeim koma hjónin
Jón Bjarnason og Steinunn Bald-
vinsdóttir auk Ijögurra annara
heimilismanna. Þau voru í húsinu
í tæpt ár.
Samkvæmt manntali 1920 eru
engir íbúar á Héðinshöfða.
Árið 1921 flyst fyrsti borgar-
stjóri Reykjavíkur í húsið, Páll
Einarsson dómari ásamt Ijöl-
skyldu sinni.IHann var borgar-
stjóri á árunum 1908 til 1914).
Páll hafði verið bæjarfógeti á Ak-
ureyri en var að taka við störfum
sem dómari í hæstarétti sem þá
var nýstofnaður. Páll og kona
hans Sigríður Einarsdóttir bjuggu
í húsinu til 1924 en þá kaupir
það Matthías Einarsson læknir og
kona hans Ellen L. Einarsson.
Þau eiga heima í húsinu ásamt
börnum sínum og vinnufólki til
ársins 1938. Matthías var yfir-
læknir á Landakotsspítala. Það
mun hafa verið í tíð Matthíasar
Einarssonar sem nafnið á húsinu
var stytt úr Héðinshöfða í Höfða.
Eftir að Matthías og fjölskylda
fluttu frá Höfða leigði hann
breska ríkinu eignina og en það
keypti síðan bæði lóðina og húsið
1942. Fram til ársins 1951 var
það bústaður aðalræðismanns en
síðan sendiherra Breta. Winston
Churchell forsætisráðherra Breta
kom til íslands sumarið 1941 og
kom þá að Höfða.
Ingólfur Espólín kaupir Höfða
af breska ríkinu árið 1952 og býr
þar til 1962 en borgarsjóður
kaupir húsið 1958 til niðurrifs.
En Höfði var ekki rifinn og átti
Gústaf E. Pálsson borgarverk-
fræðingur hugmyndina að því að
gera húsið upp og koma í upp-
runalegt horf og hafa þar mót-
tökustað fyrir borgina. Teiknistof-
an Höfði var þar til húsa fyrstu
árin eftir að borgin eignaðist hús-
ið en þar var unnið að skipulagi
Reykjavíkur.
Árið 1967 var byrjað á við-
gerðum á húsinu. Húsið hafði
verið klætt með bárujárni en þeg-
ar járnið var tekið af kom í ljós
að gamla vatnsklæðningin var
mun heillegri en búist var við.
Klæðningin var þá látin halda sér
en ysta holrúm einangrað með
polyurethan froðu með því að
boruð voru göt á klæðninguna og
froðunni dælt inn. Loft íbúðarher-
bergja voru klædd með striga og
pappa og máluð með eldvarnar-
málningu. Einnig voru settar
rósettur í loftin og skrautlistar. Á
hæðinni hafa þrjú herbergi í vest-
urhlið hússins verið sameinuð í
eitt, þar er nú borðsalur. f tíð Ing-
ólfs Espólíns höfðu innveggir og
innrihlið útveggja verið klæddir
með asbestplötum (sem þótti fínt
á þessum tíma). Við endurbætur
á húsinu voru plöturnar látnar
halda sér en strigi límdur á þær.
Síðan var neðri hæðin máluð en
sú efri veggfóðruð. Stigahúsið
hafði verið málað bleikt og varð
að sandblása viðinn til þess að ná
málningunni af. Yfir dyrum húss-
ins eru skreytingar og nafn Brill-
ouin konsúls er yfir dyrum inn í
viðhafnarstofuna.
Sögusagnir um reimleika á
Ilöfða hafa lifað með þjóðinni í
nokkra áratugi. Ekki ber mönn-
um saman um hvaða íbúum
hússins þær tengjast en sagt er
að breski sendiherrann hafi
kvartað yfir því að hvítklædd
kona væri á ferli í húsinu. Stúlku-
klettur er örnefni sem merkt er
inn á sjókort frá 1788 og er húsið
Höfði á þeim slóðum. Ekki er vit-
að af hverju kletturinn fékk þetta
heiti.
í kringum Höfða var hlaðinn
grjótgarður úr grásteini og stend-
ur hann enn að mestu leyti uppi.
Öndvegissúlur, listaverk eftir Sig-
urjón Ólafsson, standa í túnfætin-
um.
í stofunni til hægri við viðhafn-
arstofuna sátu þeir Ronald Reag-
an og Mikhael Gorbatsjof á
haustdögum 1986 og bundu enda
á kalda stríðið. Þá komst Höfði og
ísland allt í heimspressuna svo
um munaði.
Núna hefur sú ánægjulega
ákvörðun verið tekin hjá borgar-
yfirvöldum að efna til skoðunar-
ferða að Höfða fyrsta sunnudag
hvers mánaðar. Panta þarf þát-
töku í Ráðhúsi Reykjavíkur eða í
síma 563 2005. Ekki verður farið
með fleiri en fimmtfu manns í
hverja skoðunarferð.
Hluti af upprunarlegu innréttingunni kom í Ijós þegar húsið var endurbyggt.
HAGYRÐINGAR
Sfldveiðikapphlaup
Þó að veiðin virðist drœm,
og valdi mörgum baga
og söluvonin sýnist slœm
sem og þessa daga,
ösla skipin œgisslóð
eins og naut í mýri
ef aldan syngur samin Ijóð
um síldarævintýri.
Nýir samningar
Samningsramminn sýnist mér
sem og fleirum, glataður.
- Verkalýður alltaf er
upp úr skónum plataður
Drifskaftið vantar í Dagsbrúnarmenn,
dugurinn horfinn og þorið.
Skröpum við dauðann úr skelinni enn
með skelfingarsvip út í vorið.
Pétur Stefánsson
Efnahagsmál:
Erlendir íjárfestar
Það er sorg og meinið mesta
í margra huga, því er ver,
ef útlendingar ekki festa
allt sitt fé á landi hér.
Horfur
Sínum huga hafa lyft í
hœðir margir bísnessmenn.
Horfur eru fifftífifftí
að fjármagnstekjur vaxi enn.
Afkoma
Ekki mun ég aumur deyja
eða líða fœðuskort,
því að ég á - þér að segja -
þrettán fögur greiðslukort.
Búi
Þingmenn gleymast fljótt
Er það svona, eins og gengur
enn um þingmannsleið:
Engir tala um þá lengur,
eftir gengið skeið.
Reykingar
Að kreista reyk úr hvítum hólki
er kjánalegur vani,
sem veldur heilsuveilu ífólki
og verður margra bani.
„Greiðum skuldir - eyðum ei“
Þéttum okkar þjóðarfley;
þá mun reisn á knerri.
„Greiðum skuldir, eyðum ei
- ágœtt ráð hjá Sverri.
Auðunn Bragi
Sigurður Geirdal - um Auðun Braga:
Ýmsum fremri, að ég tel:
orðhagur og laginn.
Auðunn Bragi yrkir vel,
eins og fyrri daginn.