Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Page 5
^Dagur-'ðlTOróm
Laugardagur 17. maí 1997 - V
S Ö G U R 0 G S A G N I R
dimmur og lágur, huglítill og
nískur, aðgætinn og mikill ætt-
fræðingur, hægur í framgöngu
og smáskrítinn.
Benedikt Sveinsson, assess-
or, meðalmaður á hæð og
grannur, grannleitur, eins og
bólugraíinn, hrokkið svart hár,
snör augu og svört og eins og
eldur brenni úr augum hans,
illur í skapi og harður, hrein-
lyndur og ræðir eftir sannfær-
ingu, hraðmæltur og hvass.
Halldór Friðriksson, skóla-
kennari, lítill á vöxt, hvítleitur í
framan, langt nef, bogið, lengri
neðri vörinn, íljótur og snar,
nokkuð vindhanalegur, hroða-
legur og rustalegur í látbragði
og klæðnaði.
Arnljótur Ólafsson, stór
vexti, svart- og hrokkinhærður
með svart skegg mikið, herða-
breiður. Hann var smá- og hýr-
eygður, seinmæltur og ekki lið-
ugt um mál, hæðinn og klókur,
en góður í viðmóti og sést ekki
fyrir með skildinga.
Sveinn Skúlason, meðalhár
og grannur, hvítleitur og lang-
leitur, langt nef og að mestu
beint, jarpur á hár, óhrokkið,
móleit augu og lítil. Hann var
skarpur maður og góðmenni og
frómlundaður, en latur og
værugjarn og enginn fyrir-
hyggjumaður, slétt og hægt
málfæri, heldur við öl.
Jón á Gautlöndum, stór vexti
og vel limaður, fallegur á'fæti
og eins í andliti, svart- og
hrokkinhærður, en hærðist um
þrítugt, rómurinn hár og snjall.
Hann var gáfumaður og lesinn,
gestrisinn og höfðingi í lund og
vænn maður, hvatlegur,
hneigður til öls og nokkuð á
velli við það og sést ei fyrir um
peninga og veit þá af sjálfum
sér.
Magnús Andrésson, stór
vexti og lotinn, hvítur á hár,
óhrokkið, hvítleitur í andliti,
langt nef, ófríður um munn og
andlit, smá- og svarteygður,
hægur í framgöngu, sléttorður
og eins og smástami. Hann er
vel að sér, vænn maður og
frómlundaður, drykkjumaður.
Stefán Jónsson, meðalmaður
vexti og fallegur, lánlegur, með
slétt andlit og bogið nef. Hann
er vel að sér og hygginn, að-
gætinn og hægur í orði, en
meinyrtur, svarthærður, val-
menni, en þó að eðlisfari svinn-
ur.
Ólafur á Sveinsstöðum var
kominn af þingi þegar ég kom
þar. Hann var meðalmaður
vexti, rauð- og hrokkinhjærður,
rauðfreknóttur og eins á skegg,
frískur og snar, íjótmæltur og
vel að sér.
Ásgeir Einarsson er nokkuð
hár og þrekinn, svarthærður,
holdugur í andliti, togin- og
rauðleitur, með lítið æxli á enn-
inu fyrir ofan augabrúnina
hægri. Hann er vel hygginn og
meinyrtur, íljótlyndur, spaug-
samur og skemmtinn. Hann er
búmaður og umsvifamikill í bú-
sýslu. Hann er auðugur af fé.
Indriði Gíslason, bróðir Kon-
ráðs lektors, er lágur og gildur,
breiðvaxinn, dökkt hár og
skegg, lotinn í framgöngu,
skarpur maður og hagyrtur,
dimmur rómurinn, skapmikill
og kátur og hroðafenginn í orði
í sinn hóp.
Árni Einarsson, hár og
grannur, svartur á hár og brýr,
píreygður og liggja augun
djúpt, toginleitur, nefið beint og
þunnt. Hann er hægur í fram-
göngu og vel hygginn.
Guðmundur Brandsson, lág-
ur og gildur, kringlu- og rauð-
leitur, þykkt nef og hafið upp
að framan, augum smá og snör
og liggja djúpt, mjög undirleit-
ur, gáfaður vel og skáld og
einna minnugastur þingmanna,
málfæri dimmt, nokkuð liðugt
um mál, nískur og yfir höfuð
búralegur.
Jón Sigurðsson á Haugum,
lágur en flatvaxinn, svartur á
hár og skegg, skinndökkur,
glansandi augu, nef þunnt og
beint, skrafar mikið, meðallagi
vel að sér en skáldmæltur.
Björn Pétursson, stór vexti
og digur, jarpt hár, en rauðleitt
skegg og mikið, kringluleitur
og rauðleitur, ljós augu, róm-
mikill, lítill gáfumaður, en álít-
ur sig þó vera með heldri
mönnum, meinhægur, en
hneigður til drykkjuskapar og
þá ör á fé.
Páll Sigurðsson, lágur en
gildur, kringluleitur, með smá
og snör augu, dökkt hár, bárótt
enni, harðlegur og einarðlegur
í orði, rómurinn snarpur, harð-
mæltur, gáfaður og lesinn,
hreinlyndur og harðgeðja, en
þó vænn maður, drykkjumaður
og þá stífur á sinni skoðun.
Gísli Brynjólfsson, lítill og
pervisalegur, ljóshærður,
skegglaus, magur- og hvítleitur,
snör og skörp augu, líkaminn
æfinlega á iði, hátt og snjallt
málfæri og liðugt um það. Þeg-
ar hann heldur ræðu er eins og
hann lesi hana á bók, en ekki
eru ræður hans
eins grundaðar
eins og þær eru
áheyrilegar. Hann
er góður í viðmóti,
vindhanalegur, en
góður drengur.
Helgi Thorder-
sen biskup er hár
og gildur, hefur
ístru, fríður ásýnd-
um og snjallt mál-
færi. Hann var góð-
ur prédikari á fyrri
árum, lítill þing-
maður, drykkju-
garn og svinnur, en
þægilegur í við-
móti.
Jón Hjaltalín
landlæknir er hár
og gildur, höfðing-
legur ásýndum,
málsnjall og hefur
góðan og skáldleg-
an talanda, stífur á
meiningu sinni, en
frjálslyndur,
skemmtinn og kát-
ur, ör á fé.
Páll Sigurðsson.
Drykkjumaður og stíf-
ur á sinni skoðun.
Gísli Brynjólfsson.
Vindhanalegur en góð-
ur drengur.
Helgi Thordarsen. Lítill
þingmaður og drykkju-
gjarn.
Jón Hjaltalín. Stífur á
meiningu sinni.
GAMLA MYNDIN
Hver kannast
við fólkið?
Ef lesendur Dags-Tímans þekkja
einhverja á þeim myndum sem
hér birtast eru þeir vinsamlega
beðnir að snúa sér til
Minjasafnsins á Akureyri, annað
hvort með því að senda bréf í
pósthólf 341, 602 Akureyri aða
hringja í síma 462 4162 eða 461
2562 (símsvari).
5 kg
kr 319
Verð áður 455“