Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Page 6
VI - Laugardagur 12. apríl 1997
MINNINGARGREINAR
Jkgur-®TOmm
Jón Geir Lúthersson
bóndi Sólvangi
Jón Geir Lúthersson fæddist
að Vatnsleysu í Fnjóskadal
8. júlí 1914. Hann lést á
heimili sínu 7. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Lúther 01-
geirsson, f. 17. ág. 1889, d. 14.
maí 1922, og Þórunn Páisdóttir,
f. 24. apr. 1892, d. 6. jan. 1978.
Jón Geir var elstur barna Lúth-
ers og Þórunnar en næstur hon-
um kom Olgeir, Vatnsleysu, f.
26. okt. 1915, d. 22. jún. 1996;
þá Margrét, Akureyri, f. 3. des.
1917 og Lúlley Esther, Akureyri,
f. 24. feb. 1922. Hálfbróðir Jóns,
sonur Þórunnar og seinni
manns hennar Ingimars Krist-
jánssonar, er Ingi Þór Ingimars-
son á Neðri-Dálksstöðum, f. 23.
des. 1925.
Fyrri kona Jóns var Bergljót
Indriðadóttir frá Skógum, f. 9.
feb. 1920, d. 9. júh' 1943. Þeim
varð ekki barna auðið.
17. júní 1945 kvæntist Jón
Ásdísi Stefánsdóttur frá Hall-
gilsstöðum, f. 28. ág. 1923). Þau
stofnuðu nýbýlið Sólvang úr
landi Hallgilsstaða árið 1946.
Börn Jóns og Ásdísar eru: 1)
Bergsveinn, Sólvangi, f. 7. okt.
1945,. 2) Ingvar, Sólvangi, f. 3.
nóv. 1946. 3) Þórdís Hólmfríður,
Akureyri, f. 9. maí 1949, maður
hennar Birgir Jónasson, dætur
þeirra Ásdís og Björg, barn Ás-
dísar Arna Baldvinsdóttir. 4)
Ingunn, Kópavogi, f. 30. des.
1950, maður hennar Magnús
Skúlason, synir þeirra Hlynur
og Skúli. 5) Sigrún, Akureyri, f.
27. okt. 1953, maður hennar
Ólafur Haukur Baldvinsson,
dætur þeirra Sólrún María, Haf-
dís og Dagný. 6) Aðalheiður
Erla, Akureyri, f. 17. maí 1957,
maður hennar Óskar Helgi Al-
bertsson, börn þeirra Kári Páll,
Björk og Ásdís Helga. 7) Þór-
unn, Sólvangi, f. 1. nóv. 1961,
maður hennar Rúnar Jóakims-
son, börn þeirra Arnar Geir,
Hrönn, Silja og Líney. 8) Sólveig,
Grenivík, f. 25. mars 1964, mað-
ur hennar Friðbjörn Axel Pét-
ursson, börn þeirra Erla, Jón
Geir og Bergsveinn Ingvar. 9)
Steinunn Harpa, Akureyri, f. 24.
apr. 1969.
Það er svo margt. Heilt mynda-
albúm í huganum. Situr við end-
ann á eldhúsborðinu með píp-
una. Ilmur af Half and Half.
Hann kallar á okkur og við fáum
að blása á eldspýtuna. Bíltúr á
Volgunni með rauða flauelsá-
klæðinu á heitum sumardegi.
Með nikkuna inni í Okkar her-
bergi. Við stóra þunga skrifborð-
ið að færa inn í ærbókina. Segir
okkur fréttir af kindunum okkar.
Að segja sögur. Hlæjandi. Hrein-
skilinn og á stundum óvæginn í
orðum. Iljartahlýr.
Afi er stór maður í minning-
unni, þótt ekki hafi hann verið
hár í loftinu, og við dáðum hann.
Einhvern pata höfðum við af því
að hann hefði eitthvað unnið við
vegagerð á yngri. árum og þar
með þótti okkur það ljóst að
hann hlyti að hafa gert veginn
yfir Vaðlaheiði, svo til einn og
óstuddur, en það var leiðin sem
við þurftum að aka til að komast
í sveitina í þá tíð. Ekki nóg með
það, heldur var tilfinningin líka
sú að hann hlyti að hafa smíðað
bogabrúna við Vaglaskóg (þar
sem myndin framan á einni af
hljómplötu Karlakórsins Goða er
tekin, afi er fyrir miðju í ljós-
brúnum fötum). Það hefði hins
vegar orðið að teljast hið merki-
legasta afrek, þar sem brúin er
smíðuð árið 1907, sjö árum áður
en hann fæddist. En sú vitneskja
barst okkur til eyrna í seinni
tíma og er í rauninni algjört
aukaatriði.
Afi var skemmtilegur sögu-
maður. Við sáum hann til að
mynda ljóslifandi fyrir okkur þar
sem hann ungur að árum gerði
sér ferð út á frosinn bæjarhólinn
til að æfa heljarstökk aftur fyrir
sig. Sú ferð endaði á öfugum
enda. í annan tíma kenndi hann
sjálfum sér að synda í ísköldum
polli við bæinn og lýsti hann því
jafnframt á mjög myndrænan
hátt.
Ef við lokum augunum finnum
við þétt faðmlag og hlýjar hendur
sem taka um okkar. Heyrum vin-
gjarnlegu orðin sem alltaf fylgdu
okkur úr hlaði. í þetta sinn fylgj-
um við þér. Elsku afi, þú ert
ávallt með okkur.
Þínar Ásdís og Björg.
Jón Geir Lúthersson, bóndi á Sól-
vangi í Fnjóskadal, sem lést hinn
7. maí sl., verður til moldar bor-
inn í dag frá Hálskirkju í
Fnjóskadal. Honum og konu
hans, Ásdísi Stefánsdóttur,
tengdaforeldrum mínum, á ég
sem slíkum mikla skuld að gjalda
og því langar mig til að reisa
honum svolítinn bautastein, þó
ekki væri nema örlitla þústu, úr
máli og letri.
Sumarið kalda 1979 kom ég í
fyrsta sinni á Sólvang þar sem
Jón Geir og Ásdís bjuggu þá fé-
lagsbúi með sonum sínum, þeim
Bergsveini og Ingvari. f Fnjóska-
daiinn hafði ég aldrei komið fyrr
og því voru viðbrigðin mikil,
einkum vegna þess að mér
fannst skrítið að hafa ekki sjóinn
daglega fyrir augum eins og ég
var vanur og svo óx stærðin á
búinu mér verulega í augum.
Sem strákur var ég nokkur sum-
ur í sveit hjá góðu fólki á litlum
bæ, í lítilli sveit vestur á Strönd-
um en aldrei áður hafði ég haft
kynni stórbúskap líkum þeim
sem rekinn var á Sólvangi, og er
enn. Þarna var, í mínum augum,
auðvitað, sem ekki er Þingeying-
ur, allt stórt í sniðum enda um að
ræða bú sem komst iðulega í tölu
tíu afurðamestu búa landsins;
stór túnflæmi, mikill vélakostur,
stór áhöfn og ekki síst stór og
samhent fjölskylda. Var engu lík-
ara en maður væri staddur á
stóru samyrkjubúi þar austur frá
þegar allir voru að verki við hey-
skapinn, unnu af kappi og gengu
bræður og systur í öll útiverkin.
Ætla mætti að svo stórt bú
væri verk nokkurra kynslóða en
svo var nú aldeilis ekki. Þegar
mig bar að garði voru rétt um
þrjátíu og fimm ár liðin frá því
Jón Geir og Ásdís reistu nýbýlið
Sólvang úr landi Hallgilsstaða og
má því ljóst vera að þvf fólki er
ekki fisjað saman sem á tiltölu-
lega fáum árum breytir beitar-
móum í eina af afurðamestu bú-
jörðum landsins. Til þess þarf
marga kosti umfram dugnað og
áræði; það þarf líka mikinn vilja-
styrk, útsjónarsemi og sátt á milli
móður náttúru og þeirra sem
eiga sitt undir duttlungum henn-
ar. Þetta var líka á þeim árum
þegar bændur voru hvattir til
þess að framleiða sem mest og
best. Þeim Sólvangsbændum
búnaðist líka vel og átti Jón Geir
í fórum sínum nokkur viðurkenn-
ingarskjöl sem honum hlotnuðust
fyrir góðan árangur í sauðljár-
rækt. Hann var líka orðlagður
fyrir það hversu laginn hann var
við dýr og var oft til hans leitað
um aðstoð, t.a.m. þegar kýr eða
kindur áttu í erfiðleikum við
burð.
Strax við fyrstu kynni okkar
afsannaði Jón Geir það orðspor
sem af Þingeyingum fer þegar
hann hálft í hvoru afsakaði bú-
skaparlagið, ekki af neinu upp-
gerðar lítillæti, heldur vegna
þess honum fannst að það mætti
alltaf gera meira og betur til þess
að renna styrkari stoðum undir
búreksturinn og kröfurnar sem
hann gerði til sjálfs sín og til
sinna voru eftir því. Þetta viðhorf
finnst mér öðru fremur vera til
marks um jákvæðan metnað en
einnig rika ábyrgðartilfinningu,
sem Jón Geir varð kornungur að
tileinka sér eftir sviplegt fráfall
föður síns. Mér fannst alltaf eins
og Jón Geir væri ávallt reiðubú-
inn að bregðast við stóru og
smáu sem kynni að fara úrskeið-
is í rekstrinum og að í rúnum
ristu andliti hans væru stöðugir
áhyggjudrættir, nema þegar
hann hampaði litlu afabarni en
þá var eins og allar áhyggjur
hyrfu á braut.
Það fór enda ekki hjá því að
honum væri falin enn meiri
ábyrgð því árum saman sat hann
í hreppsnefnd Hálshrepps. Tví-
vegis var hann í framboði til al-
þingis; af fullri einurð í fyrra
sinnið en í hið síðara var honum
boðið sæti í virðingarskyni sökum
aldurs og sem fulltrúa stéttar
sinnar. Hann varð sannur her-
stöðvaandstæðingur og snemma
róttækur og varð að eigin sögn
þeim mun róttækari eftir því sem
árunum Ijölgaði og hefði þess
vegna getað setið ofar á fram-
boðslista.
Þótt búið væri stórt var íbúð-
arhúsið lágreist og lítið að sjá
utan frá en þó rúmar það á góð-
um stundum fjölskylduna alla;
börnin níu, sístækkandi hóp
barnabarna, barnabarnabarn -
og svo tengdasynina sem stund-
um láta lítið fyrir sér fara í (]öl-
menninu - en við áttum alltaf vís-
an skilning hjá tengdaföðurnum!
Jón Geir var ekki með há-
vaxnari mönnum en þó var öllum
ljóst að þar fór enginn meðal-
maður. Slíkur var styrkur hans,
svo sterk var skaphöfnin að sjálf-
ur taldi hann ástæðu til þess
vekja annað slagið athygli á því
að hann væri nú ekki mjög hár í
loftinu! Á sínum yngri árum þótti
hann einnig knár og eitt sinn
stóð honum til boða að stunda
fimleikanám í Skandinavíu en því
varð hann að hafna þar sem
hann þurfti að sjá fyrir búi með
móður sinni og yngri systkinum.
Þegar ég kynntist Jóni Geir
hafði hann dregið mikið úr lík-
amlegri vinnu, einkum vegna
brjóskeyðingar í hnjám sem háði
honum lengi. Líkaminn var far-
inn að gefa sig eftir áratuga strit
en til andans var engan bilbug á
honum að finna. Vandfundinn
finnst mér sá maður sem verið
gæti viðræðubetri en Jón Geir;
hann sagði frábærlega vel og
skemmtilega frá, tungutakið gott
og hressilegt og því var hann
verðugur fulltrúi þeirrar aka-
demíu almennings í landinu sem
Laxness sagði að gerði formlega
akademíu, skreytta titlum og
gráðum, með öllu óþarfa og ef
ekki beinlínis hjákátlega. Hann
var gæddur ágætri skynsemi, til-
svör hans voru meitluð, bein-
skeytt og hvöss en stundum mátti
kenna vissrar kaldhæðni í orðum
hans og dómhörku en aldrei ill-
kvittni.
Jón Geir var mjög músíkalsk-
ur og hafði alla tíð yndi af söng
og hljófæraleik. Hann var virkur í
kórastarfi; söng í kirkjukór,
karlakór og nú síðast rúmlega
áttræður í blandaða sönghópnum
Sálubót, sem honum fannst bera
nafn með rentu. Hann var sjálf-
menntaður harmonikkuleikari og
skemmti samferðamönnum sín-
um við ýmis tækifæri í meira en
hálfa öld, spilaði oft fyrir dansi
og gekk þá stundum á milli
sveita með hljóðfæri sitt á bak-
inu.
Veiðiferðir með Jóni Geir út á
Flateyjardal og Flateyjardals-
heiði eru mér minnisstæðar fyrir
margt. í þessum ferðum, sem því
miður urðu alltof fáar, naut hann
sín vel enda þekkti hann hvar-
vetna til á þessum slóðum og
með einstakri frásagnargáfu
sinni gæddi hann landslagið mun
meira lífi og lit en ella. Mér stóð
nákvæmlega á sama um hvort ég
veiddi einum fiskinum fleiri eða
færri því þessar ferðir voru svo
skemmtilegar, umhverfið fallegt
og loftið heilnæmt og nærandi.
Þessara ferða kem ég til með að
sakna, sem og mannsins vita-
skuld og nærveru hans, hollra
ráða og þess jákvæða og góða
viðmóts sem hann sýndi mér alla
tíð.
Jón Geir vissi snemma í vetur
að hverju dró og mætti þeim tíð-
indum með stakri karlmennsku
og æðruleysi sem hann sýndi til
sinnar síðustu stundar. Kirkju-
staðurinn Háls er fyrir miðjum
dal; útsýni þaðan er mikið og
fagurt út Fnjóskadal, til vesturs
heim að Vatnsleysu, þar sem Jón
Geir fæddist, og til austurs sér
heim að Sólvangi, þar sem hann
lést. f upphafi þessa skrifs kvaðst
ég ætla að reisa honum lítinn
bautastein í orðum en ég hef þó
ekki gert annað en að benda á
þann minnisvarða sem hann
reisti sjálfum sér, það er arfleifð
hans sem er stórt bú og stór hóp-
ur afkomenda þar sem sérhver
getur staðið fyrir sínu, svo notuð
séu hans eigin orð. Ekki síst hef-
ur hann gefið okkur dýrmæta
minningu um góðan mann.
Jón Geir taldi sig vera gæfu-
mann en þó vil ég halda því fram
að enginn geti orðið slíkur gæfu-
maður sem hann var nema
leggja sitt af mörkum til þess að
svo geti orðið. Framlag Jóns
Geirs er með þeim hætti að á
þessu kalda vori megi tileinka
honum sömu eftirmæli og annar
maður hlaut, sem ekki var síður
þarfur sinni þjóð, það er að ...þó
að hríði í heila öld, / harðspor-
arnir sjást í snjónum.
Óskar H. Albertsson.
Eitt líf kviknar þá annað deyr.
Enn einn veturinn er liðinn í ald-
anna skaut. Með vorkomunni
lifnar gróður jarðar, söngur fugl-
anna verður fegurri með hverj-
um degi sem líður, börnin una
sér við útileiki og framtíðin virð-
ist öll bjartari.
Það á þó ekki við um alla.
Liðinn vetur var þungbær fyrir
Jón Geir Lúthersson, bónda í Sól-
vangi í Fnjóskadal. Þó árferði
hafi ekki verið til að hafa áhyggj-
ur af, þá var heilsufari þessa
aldraða höfðingja þannig komið,
að eftir því sem á veturinn leið,
þá þvarr heilsan. Aðeins náði
hann þó að finna angan vorsins.
Örfáum dögum áður en hann
lést, sást til hans akandi um
sveitina, eins og hann gerði svo
oft seinni árin, til að fylgjast með
snjóalögum eða gróðurfari,
fuglasöng og búfénaði og heilsa
upp á sveitungana.
Jón Geir var tæplega 83 ára er
hann lést. Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Vatnsleysu í
Fnjóskadal, ásamt íjórum systk-
inum. Eins og á svo mörgum
sveitaheimilum í þá tíð sóttu
menn til sjávar til búdrýginda.
Sjö ára gamall missti Jón föður
sinn, er bátur, sem hann var á,
fórst. Fjölskyldunni var þó haldið
saman og búskapi haldið áfram í
Vatnsleysu. Tápmikil og mynd-
arleg systkini uxu úr grasi og
hjálpuðu til við búskapinn.
fþróttir voru Jóni í blóð born-
ar. Fremur lágvaxinn, grannur
og kvikur í hreyfingum, þá var
honum ýmislegt til lista lagt á því
sviði, og ekki allt til eftirbreytni.
Ilann var ungmennafélagsmaður
og sótti flest landsmót ung-
mennafélaganna í um 30 ár. Allt
til æviloka voru íþróttir eitt
helsta áhugamál hans.
Jón kvæntist Ásdísi Stefáns-
dóttur frá Hallgilsstöðum, hand-
an Fnjóskár, hinn 17. júní 1945. í
landi Hallgilsstaða reistu Jón og
Ásdís bú sitt á fimmta áratugn-
um og nefndu Sólvang. Land var
brotið til ræktunar. Bústofninn óx
jafnt og þétt. Börnin urðu alls
níu, fyrst tveir synir, síðan sjö
dætur. Þótt oft hafi eflaust verið
þröngt í búi, þá hafa börnin
einnig gagnast vel við bústörfin,
þegar þau höfðu aldur og þroska
til. Synir Jóns og Ásdísar, Berg-
sveinn og Ingvar, stofnuðu félags-
bú í Sólvangi með foreldrum sín-
um er þeir urðu fulltíða. Atorku-
mönnum dugði ekki partur úr
Hallgilsstaðalandi. Keypt var
eyðijörðin Garður fyrir mynni
Flateyjardalsheiðar. Garður ligg-
ur að afrétti Hálshreppinga, Flat-
eyjardalsheiði. Hefur það verið
til mikilla þæginda fyrir Sól-
vangsmenn að geta sleppt fé í
Garði á vorin og leyfa því renna
út á heiði eftir því sem aðstæður
leyfðu. Jón og Ásdís drógu sig út
úr félagsbúinu fyrir nokkrum
árum. Dóttir þeirra, Þórunn, og
Rúnar Jóakimsson, eiginmaður
hennar, gerðust þá aðilar að fé-
lagsbúinu og reistu sér íbúðar-