Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Qupperneq 4
16 - Föstudagur 20. júní 1997 ®íigur-®mmm Umbiíðalaust Friðarnótt í miðbænum lllugi Jökulsson skrifar Þjóðhátíðardagurinn er nú liðinn og fór hvarvetna vel fram, segir í blöðum og fjölmiölum: „Friðarnótt“ var fyrirsögnin í Dévaffinu um sautjánda júní og má heita djarflega að orði komist. Taldist það þá til slíkra tíðinda að ekki skyldi koma til meiriháttar ófriðar, eða er mannsöfnuður- inn niðri í miðbæ Reykjavíkur til merkis um frið og spekt í sjálfu sér? svona eins og á jólunum. Þessu svarar blaðið með hinni mik- ilfenglegu fyrir- sögn, en berg- mál af sömu hugsun hefur heyrst í flestum öðrum fjölmiðl- um. Allir eru hæstánægðir og stoltir, bæði yfir góðri skipu- lagningu og frammistöðu unga fólksins sem mun ekki hafa verið eins drukkið og venjulega. Því er allt í lukkunnar vel- standi, skyldi maður ætla. En þegar maður býr niðri í miðbæ Reykjavíkur, eins og ég geri, og er umlukinn því mannhafi sem þangað safn- ast allan sautjánda júní, þá horfir málið nokkuð öðruvísi við. Og við þá litlu götu sem ég bý við lá reyndar við að hin mikla friðarnótt færi veg allrar veraldar og yrði heldur ófrið- legri en raun varð þegar upp var staðið. íbúar í miðbæ Reykjavíkur þurfa ýmislegt að þola aðfaranótt átjánda júní; Við íbúarnir ígöt- unni þurftum að standa úti í klukkustund eða meira og reyna að bœgja frá nýjum og nýjum hópum unglinga sem komu til að hefna hinna miklu mis- gjórða sem stúlkan taldi sig hafa orðið fyrir. það er stöðugur straumur fólks inní garða og bak við hús að míga svo að morgni líta garð- arnir og veggir húsanna út eins og allsherjar pisserí - en það virðist vera óhjákvæmilegur fylgifiskur skemmtanahalds á íslandi að útvega ekki nógu mörg klósett. Klósettferðir unga fólksins inní garðana okkar í miðbænum eru heldur óskemmtilegar og valda stund- um orðasennum, enda verður að virða fólki það til vorkunnar þó það taki því miðlungi vel þegar að því er komið með bux- urnar á hælunum og því bent á að hypja sig eitthvað annað að gera sínar þarfir. Verra er vita- skuld þegar fólk er farið að æla mikið inni í görðum en sandkassi sem er í næsta ná- grenni við hús- ið mitt er nú ekki beinlínis geðslegur leik- vangur fyrir smábörn af því búið er að gubba svo mik- ið í hann. Vildi brjóta rúður En allt er þetta smávægilegt og bara eðlilegur fylgifiskur þess að búa á því svæði sem mörg þúsund manns er stefnt á að kvöldi sautjánda júní. Og svo sem ekki orðum að eyðandi. Annað gerðist hins vegar líka, öllu alvarlegra, eða hefði rétt- ara sagt getað orðið býsna al- varlegt, og mér þykir það dæmi um hve brothættur er sá alls- herjar friður sem Qölmiðlarnir hafa fagnað að skyldi hafa ríkt í þetta sinn. í götunni minni gerðist það að unglingsstúlka ein ranglaði inn í garð með vinkonum sínum og ákvað að taka þar trausta- taki garðstól en íbúi í einu hús- anna stöðvaði hana. Hún tók því ekki vel, eitthvað smávegis var tuskast um stólinn og stúlk- an taldi sig hafa verið miklum órétti beitt. Hún ákvað því að hefna sín með því að brjóta rúður hjá manninum í staðinn en var víst ekki alveg viss um í hvaða húsi hann átti nákvæm- lega heima og braut því rúður í nokkrum öðrum húsum til ör- yggis. Henni var að lokum lempað burt en taldi sig enn hafa harma að hefna og kom hvað eftir annað aftur næstu klukkustundina eða svo og vildi brjóta fleiri rúður. Reynt var með öllum ráðum að fá stúlk- una ofan af rúðubrotunum með góðu en það tókst ekki, og á endanum þurfti lögreglan að koma og taka hana úr umferð. Múgurinn til í tuskið Þrátt fyrir rúðubrot, læti og djöfulgang sem hræddu börnin í húsunum í götunni svo að þau gátu sum vart á heilum sér tek- ið, þá er þetta heldur varla í frásögur færandi. Það er heldur ekki ætlun mín eða löngun að fordæma eða niðurlægja ein- staklinga, eins og umrædda stúlku; ég veit fullvel að slys geta hent hvurn sem er þegar maður er fullur. Það sem mér þótti hins vegar merkilegast og í rauninni uggvænlegast var það að í hvert einasta skipti sem úlfúðin óx í stúlkunni og hún ákvað að koma í götuna til að brjóta rúður, þá virtist hún fyrirhafnarlaust geta sópað með sér heilum hópum ung- linga sem komu svo eins og argandi ljón með henni og heimtuðu að fá að hefna þess að hún hefði verið barin og hár- toguð af einhverjum vondum kalli þarna í götunni. Við íbú- arnir í götunni þurftum að standa úti í klukkustund eða meira og reyna að bægja frá nýjum og nýjum hópum ung- linga sem komu til að hefna hinna miklu misgjörða sem stúlkan taldi sig hafa orðið fyr- ir, og alltaf voru unglingarnir heldur betur til í tuskið. Þarna horfði maður upp á kornunga krakka, sem ella eru áreiðan- BOGGlm PSSS/* /fTVMNUl£ySWGJ/}R GSrPBAXfi &9*K> ér#A9A/P. SJhÐUBA*/9 PSTSXSSA/. ////M* A/PA/At V/£> /9Ð S/FÁOP V/A/A/O / P////PA/ PJÖPÐOA/6 / lllugi ætlar að bíða með að dásama hina miklu friðarnótt, aðfararnótt 18. júní eins og fjölmiðlar gerðu og fengu væntanlega sínar upplýsingar frá lögreglunni. Hann stóð í því að verja rúður fyrir brotóðum unglingum alla nóttina. lega aldrei til nokkurra minnstu vandræða, koma æðandi með eld í augum og hrópin kváðu við: „Við erum komin í slaginn! Hvar er slagurinn!“ Sem betur fór varð aldrei neinn slagur, en það var ekki þessum unglingum að þakka, þar sem þeir voru óðir og upp- vægir að komast í ærleg slags- mál - og voru þá ílestir sótraft- ar á sjó dregnir. Það sem bjarg- aði því sem bjargað varð og leiddi til þess að afleiðingar þessa æsings urðu þrátt fyrir allt ekki alvarlegri en nokkur rúðubrot var að íbúarnir í hús- unum lögðu sig fram um að leysa málið með því að tala krakkana til, og fór þar fremst- ur í ílokki óðalsherrann okkar í götunni sem reyndist afar flink- ur í að lempa börnin til og sýna þeim fram á að þau vissu ekk- ert hvað hefði gerst, hvort eitt- hvað hefði yfirleitt gerst og alla vega kæmi þeim það ekkert við. Einn sem róaði liðið Svo fór sem sagt um síðir að upphlaup þetta dó út án þess að upp úr syði fyrir alvöru, en ekki mátti miklu muna og ef þarna hefði ekki verið réttur maður á réttum stað hefði vel getað farið svo að allar rúður í öllum húsunum hefðu verið brotnar og einhver þaðan af verri spellvirki unnin, í fánýtum og innihaldslausum hefndar- þorsta unglinganna, sem var þó auðvitað ekki annað en löngun í slagsmál og fætíng - og svo drög að múgæsingu sem var satt að segja lítið gaman að verða vitni að hjá íslands æsku- lýð á sautjánda júní. Því það var satt að segja ákaflega óskemmtilegt að sjá hverja bylgjuna af annarri koma neðan úr bæ, tilbúna í hasar, og það má spyrja sem svo: Hvað veldur því að þrettán fjórtán fimmtán ára krakkar á opinberu fylleríi niðrí bæ æða strax af stað þegar þau fá veður af því að einhvers staðar sé kannski slagur sem þau geta komist í, og rjúka hingað og þangað án þess að vita neitt í hausinn á sér um það hvað á seyði er, tilbúin að berja og vera barin? Var svona hræði- lega leiðinlegt á ballinu í bæn- um að það var miklu skemmti- legra að þjóta af stað þegar óljósar ílugufregnir bárust um að einhvers staðar væri slagur og jafnvel hinir kurteisustu krakkar ætluðu heldur betur að taka til hendinni? Er þetta eðli- legur mórall, að æða af stað með hnefa á lofti og grjót í hendi - þrátt fyrir allar tilraunir til þess að sporna við þeim hugsunarhætti að ofbeldi sé auðveldasta og sjálfsagðasta leiðin í hverju máli? Eftir að hafa horft upp á hlandtaumana hér upp um alla veggi í miðbænum og æluna bak við tré og í sandkössum, þá ætla ég ekki að fara fögrum orðum um litla ölvun og prúð- mannlega framkomu sam- komugesta í miðbænum. Og eft- ir að hafa séð hversu litlu mátti muna að ekki færi allt úr bönd- unum og endaði með verstu ósköpum, þá ætla ég að bíða með að dásama hina miklu frið- arnótt. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gær.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.