Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Blaðsíða 15
JDagur-'QIœtmn Föstudagur 20. júní 1997 - 27 LÍF FJÖR HVAÐ ER í BOÐI? Fjölbreytt dagskrá á Nelly’s café Fjölbreytt dagskrá er nú í gangi á Nelly’s Café í Reykjavík. Þar stendur yfir myndlistarsýsning þar sem Vapen sýnir verk sín. Á sunnudag er á dagskránni liðurinn Dansleiðs Nonna, þar sem gestir verða leiddir inn í dansveröld og frábæra stemmningu. Fyrirlestur og friðarljóð Sunnudaginn 22. júní verður dagskrá í Norræna húsinu sem hefst kl. 16 á því að sálfræðingurinn Russell Bradshaw, prófessor við City University of New York, heldur fyrirlestur sem hann nefnir Intuition - intellect. Þar fjallar hann m.a. um rannsóknir sem gerðar hafa verið á vitundinni, æðri vitund og sambandi hugar og hjarta. Eftir stutt hlé verður Ijóða- og tónlistardagskrá í umsjá Guniliu An- gerud Bradshaw, þar sem flutt verða Ijóð eftir indverska höfundinn Sri Chinmoy. Ljóðin fjalla um leitina að friði. Aðgangur er ókeypis og frjálst að sækja annan eða báða dagskrárliðina. LANDIÐ_________________________________ Hjálpræöisherinn Flóamarkaður Hjálpræðishersins er opinn i dag kl. 10-17. í boði er fatnaður á smáa sem stóra á mjög vægu verði. Markaðurinn er til húsa að Hvannavöllum 10 og þar er einnig tekið á móti fatnaði alla daga vikunnar. Söngur og sólstöðukaffi Kvennakórinn Lissý heldur söngskemmtun á sunnudaginn kl. 15 að Breiðumýri í Reykjadal. Stjórnandi kórsins er Hólmfríður Benediktsdóttir og undirleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir. Einsöngvari er Hildur Tryggvadóttir en auk hennar syngja þær Þóra Ólafsdóttir, Kristín María Hreinsdóttir og Hólmfríður Benedikts- dóttir. Alþýöubandalagið Á laugardaginn ætla félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra ásamt fjölskyldum sínum að eyða saman degi í Hrísey við leik og störf. Fólk er hvatt til að vera á staðnum fyrir eða um hádegi. Kl. 13 hefst fundur sem sérstaklega verður helgaður sveitastjórnarmálum og undirbúningi undir sveitarstjórnarkosingar að ári. Nánari upplýsingar gefur Gunnlaugur Júliusson í síma 465-1251. Ferðaþjónustan Öngulsstöðum Sunnudaginn 22. júní kl. 14 verður opnuð list- munaverlsun í tenglsum við Ferðaþjónustuna á Öngulsstöðum III. Þar verða m.a. á boðstólum vörur frá völdu íslensku handverksfólki. Á sama tíma sýnir Sveina Björk Jóhannesdóttir textíl- hönnuður lokaverkefni sitt frá Myndlista og handíðaskólanum. Þá verður opnaður fyrsti vísir að búvélasafni en þar er um að ræða dráttarvél- ar í eigu Baldurs Steingrímssonar og Kristins Ásgeirssonar. Við opnunina syngur Jóna Fann- ey Svavarsdóttir nokkur lög við undirleik Guð- jóns Pálssonar. Sólstöðuhópurinn Þriðja sumarhátíð Sólstöðuhópsins „( hjartans einlægni" verður haldin helgina 20.- 22. júní næstkomandi, að Laugalandi í Holtum. Mark- mið Sólstöðuhópsins er að vekja fólk til um- hugsunar um lífsgildi eins og ást, vináttu, frið, sameiningu, fjöiskyldutengsl, börnin okkar, tengsl manna í millum, virðingu, trú o.s.frv. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 553 3001. Sólstöðuganga Sólstöðuganga verður á Staðarhnjúk í Möðru- vallafjalli á laugardaginn. Lagt af stað frá Möðruvöllum 3, kl. 19.00. Jónsmessuvaka Jónsmessuvaka verður í Baugaseli í Barkárdal mánudaginn 23. júní. Upp i Baugasel fara menn annaðhvort gangandi, ríðandi eða á jeppum. Hittast menn við Bug í Hörgárdal kl. 21 og þar verður sameinast í jeppa. ( Baugaseli verður svo dvalið fram yfir miðnætti við leik og spjall. Takið með ykkur nesti og verið vel klædd. Allir velkomnir. Loks er rétt að minna á Þorvaldsskokkið sem verður á laugardaginn 5. júlí. Það er ætlað göngumönnum, skokkurum og hlaupurum og er þá Þorvaldsdalurinn farinn enda á milli, frá Fornhaga í Hörgárdal að Stærra-Árskógi á Ár- skógsströnd. Fiðla og gítar Næstkomandi laugardag munu Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika í Miðdalskirkju í Laugardal og hefjast þeir kl. 15. Á efnisskrá þeirra eru m.a. verk eftir Corello, Paganini, Ibert og fl. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. Sama kvöld munu þau leika fyrir matargesti á Hótel Eddu Menntaskólanum Laugarvatni. Söngsveitin Drangey heldur tónleika ásamt einsöngvurum í félags- heimilinu Bifröst á laugardaginn kl. 20.30. Stjórnandi er Snæbjörg Snæbjarnardóttir, und- irleikari Árni Elvar og einsöngvarar Friðbjörn G. Jónsson og Árni Gunnarsson. Söngsveitin býð- ur bæjarbúum og gestum til þessarar skemmt- unar svo lengi sem húsrúm leyfir og vonumst við eftir að sem flestir sjái sér fært að vera með okkur þessa kvöldstund. Sólstöðugangan 1997 í kvöld á miðnætti hefst hin árlega Sól- stöðuganga. Að þessu sinni verður farið frá tveim stöðum samtímis, Kjalarnestöngum og Hrakhólmum á Álftanesi og gengið með strönd Kollafjarðar og Skerjafjarðar í áföngum allan sólarhringinn. Hóparnir sameinast á Valhúsa- hæð á Seltjarnarnesi um miðnætti annað kvöld. Þeir sem koma í göngurnar verða á eigin veg- um og geta því farið í þær og úrþegar þeim hentar. Gengið frá Messing á Kjalarnestöngum og Hrakhólmum á Álftanesi kl. 12 á miðnætti. Héraðsmót UMSB Héraðsmót UMSB 1997 verður haldið á Skalla- grímsvelli í Borgarnesi laugardaginn 21. júní og sunnudaginn 22. júní. Keppni hefst kl. 14 á laugardeginum og kl. 12 á sunnudeginum. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum. Þetta er fyrsta Héraðsmótið í frjálsum íþróttum á nýjum og glæsilegum Skallagrímsvelli og í raun æfing fyrir Landsmótið, bæði fyrir kepp- endur og áhorfendur heima í héraði. HÖFUÐBORGARSVÆDIÐ Ragna sýnir hjá Sævari Karli Ragna St. Ingadóttir opnnaði sýningu í Galleri Sævars Karls í Bankastræti 9 í Reykjavík fimmtudaginn 19. júní. Sýning stendur saman af innsetningum og er opin alla daga frá kl. 10 til 18. Tóif listakonur Tólf listakonur í Gallerí Listakoti að Laugavegi 70 í Reykjavík hafa unnið að þróun og vinnslu listrænna minjagripa síðastliðið ár. Þær hafa unnið í hina ýmsu miðla og útkoman er fjöldi verka sem hentar bæði innlendum sem erlend- um til gleði og gjafa. í dag, laugardaginn 21. júní kl. 14:00, verður sýning opnuð á verkum listkvennanna tólf í Gallerí Listakoti. Hún stend- ur fram til laugardagsins 5. júlí og er þar opið frá kl. 10 til 18 á virkum dögum og laugardaga frá 10 til 16. Ný spor hjá Tolla Á laugardaginn kl. 15 opnar Tolli málverkasýn- ingu í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15. Sýningin þer yfirskriftina Ný spor og þar fetar Tolli að nokkru aðrar slóðir en á undanförnum sýning- um. Tolli hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar innan lands sem utan. Vorhefti Skírnis Vorhefti Skírnis 1997 er komið út. Þar má meðal annars finna greinar um forngríska spekinginn Díógenes, mörk skynsemi og brjálsemi, goða- veldið og geislakoisgreiningar á íslenskum forn- leifum. Þá eru í heftinu fjögur áður óbirt Ijóð eftir Sigfús Daðason. Áskrifendur Skírnis eru þessa dagana að fá ein- tak sitt sent í pósti, aðrir geta nálgast heftið hjá útgefanda, Síðumúla 21, eða í helstu bókaversl- unum. Sýning Gjörningaklúbbsins ( Gerðubergi stendur nú yfir sýning Gjörninga- klúbbsins, en hann skipa þær Jóní Jónsdóttir, Dóra ísleifsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Eyrún Sigurðardóttir. Þær útskrifuðust allar frá Myndlista- og handíðaskóla íslands á síðast- liðnu ári. Gjörningaklúbburinn hefur verið starf- ræktur síðan í febrúar 1996 og hefur framið marga gjörninga og sýnt víða. Aðal markmið klúbbsins er að dreifa ást, hjartahlýju og góðum straumum og fer hann bæði troðnar og ótroðn- ar slóðir til að ná settu marki. Bítlaárin Á morgun, laugardag, verður sérstök aukasýn- ing á stórsýningunni „Bítlaárin 1960- 1970“ sem sýnd var sl. vetur á Hótel Islandi við frá- bærar undirtektir. Stórsöngvararnir Björgvin Halldórsson, Bjarni Arason, Ari Jónsson og Pálmi Gunnarsson flytja lög frá árum ’68 kyn- slóðarinnar ásamt Söngsystrum. Hljómsveitar- stjórn er í höndum Gunnars Þórðasonar. Sherlock Holmes á hijóðbók Hljóðbókaklúbburinn hefur gefið út hljóðbókina Ævintýri Sherlock Holmes eftir sir Arthur Conan Doyle í flutningi Rúriks Haraldssonar leikara. ( hljóðbókinni birtast þrjár sögur úr safni ævintýra Sherlock Holmes, en þær heita: Blái gimsteinninn, Þumalfingur vélfræðingsins og Betlarinn með varaskarðið. Rúrik Haraldsson fer á kostum í túlkun sinni á þessum sígildu sakamálasögum og má segja að þær öðlist nýtt líf í meðförum hans. Loftur Guðmundsson íslenskaði sögurnar sem komu út í prentaðri útgáfu fyrir hartnær hálfri öld og nutu þá mikilla vinsælda. Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Mjólk er góð Næstkomandi sunnudag verður glatt á hjalla á Árbæjarsafni. Þá munum við rifja upp gamla verkkunnáttu með aðstoð eldri borgara og ann- arra góðra gesta. Dregnir verða fram gömlu strokkarnir okkar, skilvinda og fleiri gömul áhöld og gestum sýnt hvernig vinnsla mjólkur fór fram á árum áður. Þessi mjólkurvinnsla með gamla laginu fer fram í Árbæ og þar verður gestum boðið að bragða á ylvolgu flatbrauði með ný- strokkuðu smjöri. Kl. 17 verður hægt að fylgjast með mjöltum, en þá verður kýrin okkar, hún Bú- kolla, handmjólkuð. Jónsmessuhátíð í Viðey Á laugardagsmorgun kl. 10 verður hefðbundin gönguferð. Nú verður farin falleg leið um norð- urströnd Heimaeyjarinnar austur á Sundbakka. Rústirnar af þorpinu sem þar var fyrr á öldinni verða skoðaðar. Eftir hádegi verður svo Jóns- messuhátíð Viðeyingafélagsins. Staðarskoðun verður bæði á laugardag og sunnudag. Hestaleigan verður að starfi báða dagana og veitingar til sölu í Viðeyjarstofu. Bátsferðir verða á klukkustundarfresti frá kl. 13. TÓNLEIKAR • LEIKLIST • KVIKMYNDIR • MESSUR • 33DE G S LÍF • FUNDIR

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.