Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Blaðsíða 7
Jlagur-'ðJfarámT Föstudagur 20. júní 1997 -19 UTIVIST Fjölskylduhelgi Ferðafélagsins í Þórsmórk 27.-29. júní Þórsmörkin dregur árlega til sín ijölda ferðafólks og margir kjósa að taka þátt í skipulögðum ferðum Ferðafé- lagsins, en þær eru um hverja helgi frá maí og fram í október- byrjun. í júlí og ágúst er einnig boðið upp á ferðir á miðviku- dögum og ennfremur eru dags- ferðir flesta sunnudaga og mið- vikudaga í sumar. Gistiaðstaða í Þórsmörkinni er mjög góð með sæluhúsinu Skagíjörðsskála og tjaldstæðum í Langadal, en þar eru salerni, útigrill, borð og bekk og stórt viðdvalarhús sér- staklega ætlað daggestum og tjaldbúum. Innar í Þórsmörkinni hafa í vinalegum dalverpum sem margir hafa enn ekki uppgötv- að og nefnast Stóri- og Litliendi er einnig komin góð aðstaða fyrir tjaldgesti með salernum og vöskum. Ein af nýjungum Ferðafé- lagsins er svonefnd fjölskyldu- helgi sem farin hefur verið sl. 3 ár. Þar gefst ijöskyldum færi á að fara í létta og skemmtilega ferð og kynnast Þórsmörk í leiðinni. Boðið er upp á léttar gönguferðir, leiki fyrir börn og fullorðna og kvöldvöku með skemmtiatriðum á laugardegin- um. Farið er á föstudagskvöldi Skagfjörðsskáii er skáli Ferðafélags íslands í Laugadal. Á göngu í Laugadal í fallegu veðri. Snorraríki er hellir við Húsadal, kenndur við Snorra einhvern, sem flýði þangað undan óvinum sínum. Ityðafélag Islands kl. 20 og komið heim um kl. 18.30 á sunnudegi. Á laugar- deginum er boðið upp á grill fyrir alla fyrir kvöldvökuna. A sunnudagsmorgninum er geflnn kostur á léttri gönguferð áður en lagt er af stað síðdegis. Vegna 70 ára afmælis félags- ins, verður þessi ferð boðin á mjög góðu verði og fá t.d. börn 10 ára og yngri frítt, en hálft gjald greiðist fyrir 11-15 ára. Ferðin verður farin helgina 27.-29. júni, sem er mjög góður tími í Þórsmörk. Meðfylgjandi eru myndir úr slíkri ijölskyldu- ferð í fyrra, en það tóku mjög margir þátt í henni og skemmtu sér hið besta í góðu veðri og fallegu umhverfl. í fjölskylduferð í Þórsmörk, veðrið leikur við þátttakendur.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.