Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Qupperneq 8
20 - Föstudagur 20. júní 1997
jEbtgur-'QRmtrm
LÍFIÐ í LANDINU
Ka.na.mir vilja
norðurskautsveður
Á nyrsta 18 holu
golfvelli hnattarins
koma tugirferða-
manna til að spila
golf í miðnœtursól-
inni...
au þurfa ekki að trekkja
til sín fólkið í Golfklúbbi
Akureyrar. I’angað mætir
fólk eftir vinnu með golfglýjuna
í augunum og þegar Lífið í
landinu skrapp uppeftir
skömmu fyrir kvöldmat í vik-
unni var þar fjöldi manna að
reyna sig við hvítu kúlurnar.
Tekið var slembiúrtak úr þess-
um ijölda og tókst að klófesta
tvo menn, þá Birgi Haraldsson,
19 ára, og Davíð Barnwell.
Hola í höggi í mið-
nætursól
Tíðindamenn blaðsins máttu
sælir með feng sinn því þarna
voru engir aukvisar í íþróttinni
á ferð. Birgir var í 3. sæti á
Arctic Open í fyrra, íslands-
meistari unglinga árið 1996 og
Davíð er golfkennari. Að öllum
líkindum taka þeir báðir þátt í
hinni árlegu miðnæturgolf-
keppni Arctic Open sem hefst í
næstu viku. Davíð ætlar þó að
sjá tU, „ég er aðeins að drepast
í bakinu“.
Erlendum þátttakendum í
Arctic Open hefur fjölgað síð-
ustu árin og nú hafa 70 útlend-
ingar tilkynnt þátttöku en Golf-
klúbburinn stefnir á að fá
minnst 100 útlendinga á mótið
árið 2000. Líklegt er að það
takist því að sögn Davíðs kemur
fulit af ferðamönnum til Akur-
eyrar, sérstaklega til að spila
golf.
Mótið í.ár verður sett næst-
komandi miðvikudag með kokt-
eilboði en keppnin sjálf hefst
um kl. 20 á fimmtudagskvöldið
og verður svo spilað nóttina á
enda (eða allt að því). Einnig
verður spilað á föstudagsnótt-
ina. Pegar menn eru síðan bún-
ir að sofa úr sér keppnisþreyt-
una á laugardag geta þeir farið
í sitt fínasta púss og mætt til
gala-kvöldverðar upp í Golf-
skála og, hafi þeim gengið vel,
tekið við verðlaunum.
En hvað er það við Arctic
Open sem þykir svo heillandi?
„Útlendingunum íinnst merki-
legt að geta spilað golf á nótt-
unni. í Englandi t.d. er orðið
mjög dimmt um 9 eða 10 á
kvöldin," segir Birgir. „Það er
svolítið skrýtið að slá kúlu beint
ofan í holu á 160 metra færi um
hálftvö að nóttu undir miðnæt-
ursólinni," segir Davíð „- og
vinna bfl fyrir það!“
Uggvekjandi skuggar
Sólarupprásin sést mjög vel frá
golfvellinum og segir Davíð að
erlendu þátttakendunum þyki
skuggarnir sem standa langt
aftur af kylfingunum um hánótt
í meira lagi skrýtnir, nánast
uggvekjandi. Miðnætursólin er
ótvíræður kostur og geta ís-
lenskir golfarar tekið undir það
en Island er að öðru leyti ekk-
ert kostaland fyrir golfíþróttina
því vellirnir verða sjaldan nógu
góðir, segir Birgir. Þeir ná ein-
faldlega ekki að gróa eftir vet-
urinn enda hefur grasið bara
um 4 mánuði til að vaxa. En út-
lendingarnir setja rokið og
kuldann lítið fyrir sig segir Dav-
íð. „Útlendingar, og sérstaklega
ameríkanar, vilja fá norður-
skautsveður. Þeir reikna með
ÍS-landi og kulda.“ lóa
Davíð og Birgir ætla líklega báðir að taka þátt í Arctic Open ásamt um 140 keppendum, íslenskum sem erlend
Um. Mynd.
250 gr-
■3 1/2 klst. .fWfeJVn
klst: iStaRSÍ
biötím*
mar iá ótrúlegu verdi
Bjóðum nú GSM síma á veröi sem ekki hefur þekkst
hingaö tilí... 1
pyoG0* 1
250 gr |
2 K'st: 1
66 k'st:
biðtírn‘
pyngd
170 gr-
2 k'st:
taltím>
33 kist.
biötím*
2 k'st:
taitím1
40 kist;
b-,ðtím»
Einng úrval fylgihluta fyrir GSM síma
RfllIffKMWR/IIIN ISLflNDS If
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776