Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Síða 14
26 - Föstudagur 20. júní 1997
Jlíigur-^Imrátn
1 .. i
LIF FJOR
Haldiö til fjalla
Á miðnætti í annað kvöld ætla skátar á Akureyri og aðrir þátttakendur að vera á sem
flestum fjallstoppum er sjást frá Akureyri. Það munu þeir setja niður tresúlu í tilefni 80
ára skátastarfs á Akureyri og kveikja á reykblysum. Allar frekari upplýsingar um Jóns-
messumót Klakks er hægt að fá á skrifstofu skátafélagsins sem er opin á virkum dög-
um frá klukkan 13:00-16:00, sími: 461 2266.
Gróandi Sigurjóns
Opnuð hefur verið sumarsýning á 27 völdum verkum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Verkin eru öll úr fórum safnsins og tengjast minni eða stef úr náttúrunni. Heiti sýningar-
innar er Gróandi og spanna verkin rúmlega 40 ára tímabil. Sum verkanna hafa ekki
komið fyrir almennings sjónir í langan tíma.
Á sýningunni eru einnig þrjár þekktar portrettmyndir í brons. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga milli 14 og 17.
ít""r«*,l!'orðaow«
stundví,
Stórtónleikar á Selfossi
Stórtónleikar með hljómsveitunum Sóldögg, Á móti sól, Sálin
hans Jóns míns, Skítamóral, Landi og sonum, og Sanasól
verða í miðbæ Selfoss í kvöld, laugardagskvöld, og hefjast kl.
19:00. Verð aðgöngumiða eru 1.900 kr. og aldurstakmark er
16 ár. Sætaferðir á tónleikana verða frá Selfossi frá BS( kl. 17 í
dag og til baka kl. 03:30. Það eru Ferðaskrifstofan Grænn ís
og frjálsíþróttadeild UMF. Selfoss sem standa að þessum tón-
leikum í tilefni af 50 ára afmæli Selfossbæjar.
Mannakorn á Ráðhúskaffi
í kvöld verður hin fæga sveit Mannakorn á Ráðhúskaffinu, loksins á Akureyri. Eins og allir vita eru það þeir
Pálmi Gunnarsson, Magnús Briksson, Sigfús Óttarsson og Þórir Úlfarsson sem eru Mannakorn. Mætum öll og
syngjum með.
^Dagm-Ctnmm
mælir með...
...iðrum Sjallans annað
kvöld þar sem opnar nýr
staður með því dúndurnafn-
inu Disko Dátinn og reynd-
ar verður ein samfelld
skemmtan á Sjallanum því
þar ætlar gleðigrúppan
Greifarnir að syngja inní
tjaldi, útí skógi, vonandi
skemmtið þið ykkur vel...
o.s.frv. á kommbakkinu
sínu stanslausa sem hefur
staðið yfir í rösklega ár.
...miðnæturmóti ífi sem
verður á LaugardalsveJli í
kvöid klukkan 22:30. Keppt
verður í 100 m, 400 m,
1500 m, 4x10 m boðhlaupi,
langstökki, hástökki, stang-
arstökki, spjótkasti og
kringlukasti. Þeir sem geta
lítið í þessu geta þá bara
tekið þátt í grillveislunni...
..að menn njóti sumars,
séu úti á kvöldin til að
lengja tilfinninguna fyrir
þessari dásemd.
...að menn krókni úr
kulda, í kofa við... Þið miklu
eilífu andar.. ókei. Hljóm-
sveitinni Mannakorni á
Ráðhúskaffi á Akureyri í
kvöld.
...að menn sjái hið
heimsfræga lið Hamburger
SV (Sportveræn) leika á
móti Leiftri sem keppir á
heimavelli í Ólafsfirði. Vá
maður!
HELGIN FRAMUNDAN HVAÐERÍBOÐI?