Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 11
íDctgur-XCtmimt
Laugardagur 28. júní 1997 -11
PJÓÐMÁL
Það er refsivert að valda
dauða 600.000 bama
Elías Davíðsson
tónskáld skrifar
Eftir bestu vitund og á
grundvelli ákvæða al-
mennra hegningarlaga og
þjóðréttarlaga skuldbindinga
íslands, tel ég að Jón Baldvin
Hannibalsson og Halldór Ás-
grímsson hafl með embættis-
verkum sínum stuðlað - ásamt
stjórnmálamönnum í öðrum
löndum - að dauða 600.000
íraskra barna á tímabilinu
ágúst 1990 til dagsins í dag.
Þeir hafa unnið þessi verk ótil-
neyddir, alls gáðir og aðvitandi
um eðli verksins. Verk þeirra
voru ekki unnin að skipun ríkis-
stjórnarinnar heldur á eigin
ábyrgð. Þeir bera persónulega
refsiábyrgð á verkum sínum í
samræmi við 85. og 86. gr.
fyrsta viðaukans við Genfarsátt-
málanna frá 12. ágúst 1949,
sem íslensk stjórnvöld hafa
heitið að virða.
Embættisverk þeirra sýnast í
fljótu bragði sakleysisleg: Ann-
ar þeirra skrifaði undir auglýs-
ingu sem birtist í Stjórnartíð-
indum 28. apríl 1992, þar sem
tilkynnt var að hvers kyns við-
skipti íslendinga við aðila í írak
væru bönnuð. Ilinn gerði ekkert
annað en að tryggja með ásettu
ráði áframhaldandi gildi við-
skiptabannsins hér á landi. Til
þess þurfti hann ekki einu sinni
að undirrita nafn sitt. Sam-
kvæmt alþjóðastofnununum
UNICEF, FAO og WII0 hafa þeg-
ar um 600.000 börn látið lífið
af völdum þessa viðskipta-
banns. Þeir sem framkölluðu
dauðann með Qarstýrðum emb-
ættisverkum sínum þurftu ekki
að horfa á börnin kveljast til
dauða. Rétt er að minna á, að
leiðtogar nasista, sem voru
dæmdir til dauða við réttar-
höldin í Núrnberg árið 1945,
höfðu ekki heldur unnið annað
til saka en að undirrita skjöl
sem aðrir en þeir framkvæmdu.
Samkvæmt íslenskum lögum
er hvers kyns aðvitandi þátt-
taka í manndrápum refsiverð,
þótt svo þátttakan sé óbein eða
fleiri aðilar skipti með sér verk-
um um að fremja verknaðinn.
Vitneskja um hinar skelfilegu
afleiðingar viðskiptabannsins
gegn íröksku þjóðinni lágu fyrir
í opinberum skýrslum frá UN-
ICEF, FAO og WHO. Þessi vitn-
eskja birtist einnig í íslenskum
dagblöðum og var því ekkert
leyndarmál. Þessar hrikalegu
afleiðingar viðskiptabannsins
voru því ekki ófyrirsjáanleg slys
heldur meðvituð „aukaverkun"
viðskiptabannsins.
Hvort sem mönnum líkar
það betur eða verr, flokkast að-
gerðir af þessu tagi samkvæmt
ákvæðum fyrsta viðaukans við
Genfarsáttmálans frá 12. ágúst
1949 til stríðsglæpa. Það er
lagaleg skylda framkvæmda-
valdsins í hverju ríki að lög-
sækja einstaklinga, án tillits til
stöðu þeirra og þjóðernis, sem
hafa verið sakaðir um þátttöku
í slíkum glæpum eða hafa fyrir-
skipað slíka glæpi.
Samkvæmt alþjóðasam-
þykktum, sem ísland hefur
stutt, ber ríkjum einnig að refsa
fyrir þátttöku í hryðjuverkum.
Þótt þessar samþykktir hafi
ekki enn verið lögfestar hér, er
ólíklegt að íslenskir dómstólar
túlki þessa vöntun sem heimild
til hryðjuverka. Og þótt engin
einhlít skilgreining fyrirflnnist í
þjóðarétti um hvað séu „alþjóð-
leg hryðjuverk“, er ekki úr vegi
að styðjast við þá skilgreiningu
sem hefur verið lögleidd í
bandarískri löggjör, enda hafa
Bandaríkin lagt áherslu á bar-
áttu gegn hryðjuverkum. Sé sú
skilgreining höfð til viðmiðunar,
hlýtur við-
skiptabannið
gegn írönsku
þjóðinni einnig
að flokkast til
alþjóðlegra
hryðjuverka.
Ásamt mörg-
um mætum ein-
staklingum hef
ég reynt að
höfða til sam-
visku áður-
greindra stjórn-
málamanna
með bréfum,
áskorunum og
með öðrum
friðsamlegum
hætti. Ég hef
einnig átt tvö
hreinskilnings-
leg en árang-
urslaus samtöl
við Halldór Ás-
grímsson, utan-
ríkisráðherra, með það fyrir
augum að gefa honum ráðrúm
til að skoða málið gaumgæfi-
lega og binda endi á þátttöku
íslands í þessum glæpum. Ég
gaf honum þannig heiðarlegt
tækifæri til að komast hjá rétt-
araðgerðum. Því miður reynd-
ust allar þessar tilraunir unnar
fyrir gýg.
Þar sem hór er meira í húfi
en orðstír tveggja stjórnmála-
manna varð óhjákvæmilegt að
grípa til þeirra réttarúrræða
sem óbreyttum borgurum hér á
landi eru tiltæk ef þeir telja op-
inbera aðila fremja refsiverðan
verknað er varðar almanna-
heill. Því fór ég þess á leit við
embætti ríkissaksóknara að það
lögsæki Jón Baldvin Hannibals-
son fyrir þátttöku í stríðsglæp-
um og alþjóðlegum hryðjuverk-
um og við Alþingi að það kalli
saman Landsdóm til að rétta í
máli núverandi utanríkisráð-
herra, Halldórs Ásgrímssonar
vegna sömu brota.
Með erindi mínu til ofan-
greindra embætta fylgdu mörg
skjöl, þar á meðal ítarleg
skýrsla um afleiðingar og laga-
legt eðli viðskiptabannsins gegn
íröksku þjóðinni. Þessa skýrslu
geta þeir sem aðgang hafa að
veraldarvefnum kynnt sér
(http:/Avww. nyherji.is/~edavidi.
Þess ber að geta að einstakling-
ar og hópar í öðrum löndum
haf^ einnig krafist lögsóknar
gegn éigin stjórnvöldum vegna
þátttöku hihna síðari í þessu
villimannslega athæfi.
Ríkissaksóknari og forsóti Al-
þingis vísuðu málaleitan minni
frá og neituðu að rökstyðja
frávxsun sína með efnislegum
rökum. Umboðsmaður Alþingis
reyndist einnig óviljugur til að
tryggja rétt minn til efnislegs
svars. Þessi afgreiðsla vekur
ýmsar áleitnar spurningar, ekki
aðeins um vinnubrögð stjórn-
sýslunnar heldur um almenna
siðferðisvitund íslenskra ráða-
manna: Til dæmis hvort ríkis-
saksóknari og alþingismenn
telji stuðning íslenskra ráð-
herra við stríðsglæpi og alþjóð-
leg hryðjuverk ekki ástæðu til
opinberrar rannsóknar? Eða
hvort borgarar þessa lands geti
átölulaust og með ítrekuðum
hætti sakað starfandi ráðherra
og alþingismenn opinberlega
um þátttöku í stríðsglæpum og
barnamorðum? Eða hvort það
sé álit lögfræðinga ríkisins að
útrýming 600.000 barna sé ef
til vill ekki refsiverð? Eða hvort
glæpsamlegar aðgerðir verði
réttmætar ef þær hljóta blessun
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna? Og ef frávísun á erindi
mínu byggist á þeirri kenningu
að Saddam Hussein beri laga-
lega ábyrgð á afleiðingum við-
skiptabannsins, hvers vegna
segja íslensk stjórnvöld það
ekki og beita sér í samræmi við
það fyrir markvissum aðgerð-
um gegn þessum manni á
grundvelli tfltækra og bindandi
alþjóðasamninga?
Þeim íjölgar sem skilja hvað
er í húfi og styðja kröfurnar um
réttaraðgerðir gegn Jóni Bald-
vini Hannibalssyni og Halldóri
Ásgrímssyni. Yfir fimmtíu
manns hafa þegar undirritað
þessar kröfur. Telji Jón Baldvin
Hannibalsson og Halldór Ás-
Tilboð
á sérblandaðri
innimálningu
gljástig 10
Verð:
1 lítri 499
4 lítrar 1996
10 lítrar 4990
Þúsundir lita í boði
KAUPLAND
KAUPANGI
Slrni 462 3665 • Fax 4611829
grímsson að sér ómaklega vegið
með tilhæfulausum og grófum
ásökunum, er þeim vitaskuld
velkomið að stefna okkur fyrir
rétt. Það er ekki markmið okk-
ar sem krefjast réttarhalds yfir
þessum mönnum að sjá þá fara
í fangelsi, heldur tryggja að
grundvallarreglur réttarríkis og
siðferðis verði virtar í okkar
samfélagi.
Skólaþjónusta Eyþings
augiýsir eftir starfsmönn-
um til eftirtaldra starfa:
Sálfræðingi til starfa við greiningar- og ráðgjafarstörf
fyrir grunnskóla og leikskóla. Kjör eru samningsatriði.
Leikskólakennara með framhaldsmenntun til ráðgjaf-
arstarfa fyrir leikskóla á svæðinu. Um er að ræða
greiningar- og ráðgjafarþjónustu vegna barna með fé-
lagslega og/eða tilfinningalega erfiðleika, ofvirkra
barna og barna með atferlistruflun.
Rekstrarfulltrúa til að sjá um skjalavörslu, áætlana-
gerð, kerfisbundnar athuganir, úrvinnslu á vinnuskýrsl-
um kennara, skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla,
sveitarstjórna og annarra opinberra aðila. Rekstrarfull-
trúi þarf ennfremur að veita kennsluráðgjöf til skóla á
einhverjum sviðum, gjarnan í tölvumálum og stærð-
fræði.
Grunnskólakennara með framhaldsmenntun til að
veita almenna kennsluráðgjöf og greinabundna ráðgjöf
auk ráðgjafar vegna félagslegra og/eða tilfinningalegra
erfiðleika.
Þjónustusvæði Skólaþjónustunnar er allt Norðurland eystra.
Búseta og vinnuaðstaða getur verið ýmist á Akureyri eða
Húsavík. Kröfur eru gerðar til starfsmanna um góða færni í
mannlegum samskiptum enda er stílað á samstarf sérfræð-
inga skrifstofunnar við úrlausn fjölmargra mála.
Umsóknarfrestur er til 21. júlí nk. Umsóknir sendist til
Skólaþjónustu Eyþings, Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður, Jón Baldvin
Hannesson (eftir 9. júlí), í síma 460 1480/461 1699 og
Hjalti Jóhannesson, framkvæmdastjóri Eyþings, í síma
461 2733.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616
Netfang: isr@rvk.is
UTBOÐ
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum
í eftirfarandi verk: „Staðahverfi, reið- og göngustígar, jarð-
vinna og yfirborð".
Helstu magntölur eru:
Reiðstígar 2.590 m
Göngustígar jarðvegsskipti 550 m
Göngustígar malbikun 5.970 m2
Verkinu skal lokið fyrir 15. nóvember 1997.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudegin-
um 1. júlí 1997 gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboða: miðvikudaginn 9. júlí 1997 kl. 14:00 á sama
stað.
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum
í stíga- og gatnagerð á ýmsum svæðum vestan Reykjanes-
brautar. Verkið nefnist: „Ýmis smáverk 1997“.
Helstu magntölur eru:
3.200 m3
3.000 m3
4.400 m2
1.300 m2
650 m2
5.000 m2
Skiladagur síðasta verkhluta er 1. nóvember 1997.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudegin-
um 1. júlf 1997 gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboða: fimmtudaginn 10. júlí 1997 kl. 11:00 á
sama stað.
- Uppúrtekt:
- Fyllingar:
- Maibik:
- Hellu-& steinlagnir:
- Steypa:
- Ræktun:
Elías Davíðsson við upplýsingaborð sitt á Austurvelli.