Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Side 6
6 - Föstudagur 18. júlí 1997
^Dagur-$ftmírat
FRETTASKYRING
s
Islendingar eru bjartsýnir og
tækjaóðir, taka öruggt starf
fram yfir góð laun, hafa
dregið úr fituneyslu og vilja
stórherða refsingar við skatta-
lagabrotum. Þetta er meðal
þess sem lesa má úr nýjustu
neyslu- og lífsstflskönnun Gall-
ups.
Þetta er í fimmta sinn sem
Gallup gerir svona könnun, en
sambærilegar kannanir eru
gerðar víðast í nágrannalönd-
unum. Könnunin er mjög viða-
mikil, úrtakið um 2000 manns
á aldrinum 12 til 75 ára og
spurt um allt milli himins og
jarðar. Það er spurt um hvað
fólk lesi í blöðum, hlusti á í út-
varpi og horfi á í sjónvarpinu.
Það er spurt um áhugamál og
tómstundir og hvort fólk drekki
mjólk eða appelsínusafa, kaffi
eða te. Einnig er forvitnast um
hvaða vörumerki fólk noti,
hvort heldur í mat, eða drykk,
heimilstækjum eða bflum.
Valgerður
Jóhannsdóttir
skrifar
bjartsýnismenn
Spurst er fyrir um aðstæður
fólks, hvort það búi í einbýlis-
húsi eða blokk, raðhúsi, eigi 1
eða fleiri bfla, og spurt um
menntun þess, aldur, starf og
tekjur. Ekki síst er spurt um
viðhorf fólks til ýmissa mála.
Það er spurt um skattamál,
auglýsingar, umhverfisvernd,
matar- og neysluvenjur og
svona mætti lengi telja.
Nýtist fyrirtækjum
Könnun af þessu tagi er til
margra hluta nytsamleg fyrir
fyrirtæki sem eru að selja vörur
eða þjónustu, eða aðra þá sem
þurfa að koma skilaboðum og
áróðri á framfæri. Það er eink-
r-----------------'i
Notaðar
tötvur
386, 486 og
Pentium.
Verd frá kr. 18.000.
T#LVUTÆKI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 461 5000
um fyrirtæki sem kaupa upplýs-
ingar úr neyslukönnuninni, en
það er Gallup sem á frumkvæði
að henni og starfsmenn þess
semja spurningarnar. Fyrirtæki
eða stofnanir hafa engin áhrif
þar á og geta ekki keypt sér
sérspurningar í neyslu- og lífs-
háttakönnuninni, eins og í sum-
um öðrum könnunum.
Kristinn Ólafsson, viðskipta-
fræðingur segir neyslukönnun-
ina hafsjó af upplýsingum og
með könnun af þesu tagi sé
hægt að fylgjast með því hvern-
ig neysla og
viðhorf íslend-
inga þróist.
„Með þessari
könnun geta
menn skoðað
og áttað sig á
hvaða hópar
það eru sem
vara þeirra eða
þjónusta höfðar
til og til hverra
þeir ná ekki.
„Fyrirtæki vita
vel hvað þau
selja mikið af
sinni vöru en
mörg þeirra
hafa ekki hug-
mynd um hverjir eru að kaupa
hana. Með neyslukönnuninni
getum við greint manngerðirn-
ar, sem fyrirtækin eru að ná til
eða þurfa að ná til,“ segir Krist-
inn. Hann nefnir pasta sem
dæmi. „Könnunin sýnir að 12 til
40 ára eru stórneytendur pasta,
en eldra fólk notar mun minna
af þessari vöru. Það eru ólík
skilaboðin sem þarf að senda,
eftir því hvort menn vilja
viðhalda neyslu yngra fólksins
eða koma þeim eldri á bragð-
ið.“
Fróðleiksbrunnur
um þjóðina
En þótt hugmyndin á bak við
könnunina sé einkum að afla
upplýsinga fyr-
ir markaðinn,
er hún einnig
fróðleiks-
brunnur um
land og þjóð.
Þar má til
dæmis sjá að
það eru engar
ýkjusögur að
íslendingar
séu tækjaglað-
ir. Á 70% ís-
lenskra heim-
ila er til ör-
bylgjuofn og er
þetta hlutfall
óvíða í heimin-
um hærra.
Fleiri heimili eiga myndbands-
tæki eða nærri 83% og um það
bil fjórðungur landsmanna á
myndbandsupptökuvél. Þetta
ræðst að sjálfsögðu mikið af
tekjum manna. Þannig segjast
36% þeirra sem eru með yfir
400 þúsund krónur í heimilis-
tekjur eiga myndbandsupptöku-
vél en 17% þeirra sem eru með
tekjur undir 100 þúsundum.
Áthygli vekur einnig að á ríf-
lega þriðjungi íslenskra heim-
ila, eða 35,6%, eru 2 bflar. Um
helmingur á einn bfl, en aðeins
7,4% aðspurðra segja engan bfl
á heimilinu. Það er kannski
engin furða þótt treglega hafi
gengið að ijölga strætissvagna-
farþegum.
Á þremur af hverjum ijórum
heimilum er til reiðhjól, en
væntanlega er þar í flestum til-
fellum um að ræða krakkahjól.
Þá kemur fram í könnuninni að
44,4 % ijölskyldna búa í einbýl-
ishúsi, tæp 19% í raðhúsi og
tæp 37% í fjölbýlishúsi. Hlut-
fallslega flestir búa í einbýlis-
húsi á Austurlandi, eða nærri
85%, og fæstir í Reykjavík eða
45%. Tæp 14% íslenskra ijöl-
skyldna eiga sumarbústað.
Bjartsýnismenn
Það hefur margsinnis komið
fram í könnunum að íslending-
ar eru óskaplegir bjartsýnis-
menn og nýja neyslukönnunin
er engin undantekning þar á.
Um 90% segjast frekar, eða
mjög bjartsýnir. Því er löngum
haldið fram að peningar geri
menn ekki
hamingjusama,
en samkvæmt
Gallup könnun-
inni virðast
þeir með hærri
tekjurnar ívið
bjartsýnni, en
þeir tekjulægri.
Þannig segjast
82% þeirra sem
eru með minna
en 100 þúsund
krónur á mánuði, vera frekar
eða mjög bjartsýnir, á móti
rúmlega 91%þeirra sem eru
með 300- 350 þúsund á mán-
uði.
Athygli vekur einnig að það
eru ekki þeir yngstu sem eru
bjartsýnastir heldur þeir sem
eru á miðjum aldri. Um það bil
91-92% fólks á aldrinum 32.
ára til rúmlega sextugs segist
vera frekar eða mjög bjartsýnn.
Bjartsýnin virðist nokkuð dvína
eftir sextugt, því 88% fólks á
aldrinum 62. -71. árs segist
mjög eða frekar bjartsýnt, en
þetta hlutfall er enn lægra þeg-
ar kemur að yngsta aldurs-
hópnum. Aðeins um 84% ung-
menna á aldrinum 12 til 21. árs
eru mjög eða frekar bjartsýn.
Öryggið á oddinn
Nærri þrír af hverjum íjórum
eða 72,4% aðspurðra í könnun
Gallups segja að starfsöryggi sé
þeim meira virði en góð laun.
Ekki virðist mikil munur á við-
horfum manna í þessum efnum
eftir því hvaða tekjur þeir hafa,
fyrr en þær eru komnar yfir
Qögur hundruð þúsund á mán-
uði. Þeir sem hafa 400 þúsund
eða meira í tekjur skiptast
nokkurn vegin í tvö horn, helm-
ingurinn metur starfsöryggið
meira en góðu launin sem þeir
hafa og helmingur leggur meira
upp úr feitu launaumslagi sínu
en örygginu.
Þeir sem hafa
lægri tekjur
eru lfldegri til
að setja örygg-
ið á oddinn í
atvinnumálum.
Mikil meiri-
hluti íslend-
inga er á því
að rétt sé að
einkavæða op-
inber fyrirtæki
í meira mæli en gert hefur verið
eða 70%. Mikill meirihluti er
einnig á því að refsingar fyrir
auðgunarbrot, svo sem stórfellt
skattamisferli, ættu að vera
harðari. Rúm 88% aðspurðra
lýsa sig mjög eða frekar sam-
mála því, en aðeins 3,5% eru
því algerlega ósammála og rúm
8% frekar ósammála.
Hér hefur aðeins verið stikl-
að á stóru í þeim fróðleiks-
brunni um landann, sem lífs-
háttakönnun Gallups er, en á
næstu vikum mun Dagur Tím-
inn birta frekari upplýsingar úr
henni.
Skrifstofa i'slandsflugs á Akureyrarflugvelli:
461 4050
Simbréf 461 4051
ISLANDSFLUG
-gerir fleirum fœrt ad fijúga
Það eru ekki þeir
yngstu sem eru bjart-
sýnastir heldur þeir
sem eru á miðjum
aldri. Um það bil 91-
92% fólks á aldrinum
32. ára til rúmlega
sextugs segistvera
frekar eða mjög
bjartsýnt
Mikill meirihluti er á
því að refsingar fyrir
auðgunarbrot, svo
sem stórfellt skatta-
misferli, ættu að
vera harðari.