Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. júlí 1997 -11
Landsmót
Opin mót
Keppendurá
milli tvö og
þrjú hundruð
Mér sýnist fjöldi kepp-
enda verða á milli tvö
til þrjú hundruð talsins.
Nokkuð var um að það færist
fyrir að þátttökutilkynningar
væru hengdar upp í golfskálum
og því fórum við þá Ieið að leyfa
skráningu til morguns," sagði
Sigurjón Arnarsson, mótsstjóri
Landsmótsins sem sett verður
að Korpúlfsstöðum á þriðjudag-
inn.
Um 270 kylfingar tóku þátt í
Landsmótinu í fyrra í Vest-
mannaeyjum og líklega verður
ijöldi keppenda svipaður í ár.
Fyrirfram var vonast eftir meiri
fjölda, en fjölmennasta lands-
mótið var haldið á Hellu fyrir
tveimur árum, þegar 350 kylf-
ingar mættu til leiks.
Pátttökutilkynningar frá
nokkrum af smærri klúbbunum
á landsbyggðinni hafa borist og
með þeim rúmlega hundrað
kylfingum sem skráðir eru til
leiks úr Golfklúbbi Reykjavík er
tala keppenda um 170 talsins,
þá eiga enn eftir að berast til-
kynningar úr mörgum klúbb-
um. Kylfingar hafa frest til að
skila inn þátttökutilkynningum
til klukkan 19 í kvöld. Um há-
degisbilið í gær voru þrjátíu
kylfingar skráðir til leiks hjá
Keili og eitthvað færri hjá Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæj-
ar, öðrum og þriðja stærstu
klúbbum Iandsins.
Landsmótið hefst á þriðju-
daginn, þar sem keppt er í 2. og
3. flokki karla, en degi síðar
heija aðrir flokkar leik í Grafar-
holtinu.
Glæsileg verðlaun í Garðabænum
Opna Aiwa-mótið var haldið á Vífilsstaðavellinum í Garðabæ á laugardaginn. Um 120 keppendur tóku þátt í mót-
inu og nærri lætur að þátttakendur hafi fengið mótsgjaldið ríflega borgað til baka, því veitt voru verðlaun sem
metin voru á rúmlega 600 þúsund krónur, aðallega hljómflutningstæki. Myndin er tekin eftir verðlaunaafhending-
una. Aftari röð frá vinstri: Hans Kragh Júlíusson framkvæmdastjóri Radíóbæjar sem gaf verðlaun til mótsins,
Böðvar Hermannsson (GSE), Kristján Kristjánsson (GSE), Jón Ágúst Ólafsson sem sigraði með forgjöf (GR), Ólaf-
ur Már Sigurðsson (GK), Guðmundur Hjörleifsson (GK), Tryggvi Pétursson (GR), Helga Rut Svanbergsdóttir (GKJ),
Inga Magnúsdóttir (GK), Unnur Sæmundsdóttir (GKG) og Einar Hafsteinsson (GKG). Fremri röð frá vinstri: Jón
Hafsteinn Guðmundsson (GR), Svanþór Laxdal (GKG), Friðbjörn Oddsson (GK), Kjartan Kristjánsson (GKG), Júlí-
us Júlíusson (GR) - ásamt syni og Birna Hannesdóttir (GKG). Á myndina vantar sigurvegarnn án forgjafar. Krist-
inn G. Bjarnason úr GR lék völlinn á 70 höggum og bætti vallarmetið um eitt högg.
Opna breska meistaramótiö
TekstTigerað
temja Troon?
Þriðja stórmót ársins, Opna
breska meistaramótið hófst
í gær á Royal Troon vellin-
um í Skotlandi í gær og því lýkur
á sunnudaginn. Bandaríkjamað-
urinn Tiger Woods er sem fyrr á
toppnum hjá veðbönkum, þegar
kemur að hugsanlegum sigur-
vegurum. Galdurinn við að ná
lágu skori á vellinum felst í því
að ná „fuglum" á fyrri helmingi
vallarins, sem talinn er mun lótt-
ari og reyna síðan að halda
fengnum hlut á síðari níu holun-
um, sem margar hverjar spilast í
mótvindi. Mikið hefur verið
fjallað um möguleika einstakra
kylfinga í fjölmiðlum og hér er
neðan má sjá líkurnar sem
breskur veðbanki gefur upp og
fyrir neðan eru möguleikar kylf-
inganna tíundaðir.
5-1 Tiger Woods, Bandar.
Ef upphafshöggin verða eins og
þau voru í Masters-keppninni,
er Tiger til alls líklegur. Hann
gæti hæglega farið inn á flatirn-
ar á nokkrum par-4 holum á
fyrri helmingi vallarins. Ilann
slær boltann að öllu jöfnu nokk-
uð hátt og hann gæti þurft að
breyta leikstíl sínum til muna,
ef það fer að hvessa.
7-1 Greg Norman, Ástralíu
„Hákarlinn hefur ekki verið
mikið í fréttum, ef undanskilinn
eru kaup hans á Boeing 737
þotu. Hann tapaði í bráðabana
á Troon fyrir átta árum. Hann
lenti í niðurskurðinum bæði á
Masters og Opna bandaríska,
en hefur átt lag til að spila vel á
Opna breska.
10-1 Nick Faldo, Englandi
Hann hefur komist í gegn um
niðurskurðinn á „Opna breska“,
nítján ár í röð, þar af hefur hann
í 17 skipti verið á meðal 20
efstu. Hefur ekki spilað vel síðan
á „Masters" í apríl, en með sigri
kemst hann í flokk með Bobby
Jones, Harry Vardon, Gene
Sarazen og fleirum sem unnið
hafa sjö sinnum á stórmótum.
12-1 Ernie Els, S-Afríku
Hefur verið að spila mjög vel,
frá því hann sigraði á Opna
bandaríska mótinu í síðasta
mánuði. Hefur yfirleitt átt góðu
gengi að fagna á Opna breska.
12-1 Nick Price, Zimbabwe
Fyrsta stórmót hans eftir lát
kylfusveinsins, Jelf „Squceky"
Medlem. Hann hefur sagst vilja
heiðra minningu hans með sigri.
Hann sigraði á Opna breska fyrir
þremur árum og er þekktur fyrir
að láta ekki slæmt veður hafa
áhrif á sig. Hefur átt við meiðsl
að stríða í öxl og það gæti dregið
úr möguleikjum hans.
15-1 Tom Lehman, Bandar.
Lehman hefur titil að verja og
hann sýndi það á Loch Lomond
vellinum um síðustu helgi að
hann er í hörkuformi. Líklegur
Tiger Woods.
til að blanda sér í toppbarátt-
una, eins og hann gerði á Opna
bandaríska mótinu í síðasta
mánuði.
15-1 Colin Montgomerie, Skotl.
Enginn keppanda þekkir „Tro-
on-völlinn“ betur enn Montg-
omerie, en faðir hans hefur
starfað hjá klúbbnum í mörg ár.
Montgomerie hefur verið þekkt-
ur fyrir að slá boltann frá
vinstri til hægri, en óvíst er hve
vel það hentar honum þar sem
búast má við vindasömu móti.
18-1 Fred Couples, Bandar.
18-1 Steve Elkington, Ástralíu
20-1 Jose-Marie Olazabal,
Spáni.
Vægi & vallarmet
Nýtt mat á Grafarhottinu
Miklar breytingar hafa
verið gerðar á Grafar-
holtsvellinum að und-
anförnu. Helsta breytingin er sú
að vallarstarfsmenn hafa verið
sparari á ljáinn heldur en áður,
allar brautir eru mun þrengri
og röffið utan brauta er hærra.
Þá hefur klúbbteigurinn á 8.
holu verið færður aftur, - inn í
Djúpadal, og holan verður því
mun erfiðari fyrir 1. flokk karla
á Landsmótinu.
Breytingarnar á umhirðu
vallarins, kalla á nýtt vallar-
mat, líklega mun vallarmatið í
Grafarholtinu sem nú er um
124, hækka til muna og vægið
um 1-2 högg, en það ætti að
liggja fyrir nú um helgina, - fyr-
ir æfingadagana fyrir Lands-
mótið. Ákveðið hefur verið að
völlurinn verði hirtur á svipað-
an hátt eftir Landsmót og hinn
„nýi“ Grafarholtsvöllur er því
kominn til að vera.
Hitt & þetta
Golfveisla á sjónvarpsskjánum
íslenskir kylfingar hafa oft kvartað yfir því hve lítið er sýnt af golfi hjá
Ríkissjónvarpinu og Stöð 2, en þeir geta ekki kvartað mikið þessa dag-
ana þar sem Ríkissjónvarpið býður upp á 24 klukkustunda golfveislu
þar sem golfþættir verða á skjánum, tólf daga í röð. Ilátíðin hófst í
fyrrakvöld með þætti um Opna breska meistaramótið, en umfjöllunin
um mótið spannar nítján klukkustundir, þar af verður sýnt í mótinu í
sex tíma á morgun og sunnudag. Á mánudaginn verður sýnt frá ein-
vígi, margra af bestu kylfingum landsins á Nesvellinum, sem fram fer
fyrr um daginn. Á þriðjudaginn hefst síðan umfjöllun frá Landsmótinu
í golfi í Grafarholtinu og á Korpúlfsstöðum. Sýnt verður að jafnaði frá
mótinu í 40 mínútur frá þriðjudegi til sunnudags.
Fækkun í opnum mótum
Forráðamenn stærri golíklúbba hafa orðið varir við nokkra fækkun
keppenda á opnum mótum í sumar. Talið er að fækkunin nemi að
minnsta kosti 20 prósentum á milli ára. Erfitt er að gera sér grein fyrir
því af hverju fækkunin stafar, sérstaklega þar sem kylfingum sem hafa
forgjöf til að leika í opnum mótum fjölgar með ári hverju. Veðrátta,
ástand valla og aukið framboð á ýmis konar fyrirtækjamótum kann að
vera hluti 'af skýringunni. Mörg vegleg opin mót voru haldin um síð-
ustu helgi og þátttakan í þeim var nokkuð misjöfn. Keppendur voru
um 120 talsins á Opna Aiwa mótinu í Garðabæ og á Póst og Símamót-
inu í Grafarholti voru keppendur 95 talsins. Um 90 keppendur tóku
þátt í Volcano open, alþjóðlegu móti í Vestmannaeyjum og sögðust
mótshaldarar þar, vera ánægðir með þá þátttöku. Þá var metþátttaka
á Fyrirtækjamóti GSÍ á Hellu, sl. föstudag þar sem 77 sveitir mættu til
leiks.
Samviuiiiiíerúir
laaúaja
■nM II • t IM1111 • Mf tu Tmn Ul IM hki mi • ÉÉÉM t M1171
ipMlMn*t. Ut 077« tMÍUJÍ4UMMMr»*rMM14.t.íK1IB.&MlKUH
Vnk Mná # • t «1 *4U • láM 471MU Urwc Mni 1 • t. 431UU • Ml01IIK
nn 1 • 14P 77U • tMM411 Ita UiUiBiiHir 'Uttmtn IU • l U1 »71 • t»MOl m
luKfUr:MrUUI7«t.4UUU»tiM4UUP»tUMMUi—■MUI
Samvinnuþerðir - Landóýn
hetur um langt drabil boðið
glœiilegar golMerðir um heim
allan. Við ikipuleggjum
golhberðir til Spánar og
Mallorca og iameinum jahnvel
golt og iiglingu! Allir tarþegar
okkar i goltterðum geta gengið
í goltterðaklúbbinn iem veitir
þátttökurétt á hið uinóœía
Sprengjumót á Hellu iem
haldið verður 4. ágúit.