Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Side 6
6 - Laugardagur 19. júlí 1997 jDagur-ÍEtmnm FRÉTTASKÝRIN G Framtíðarnefndin kynnir framtíð- ina. Fremstur á myndinni er for- maður nefndarinnar, Guðmundur Örn Ingólfsson. MyndinjHF Fj ölskylduvæn fr amtíð Auður Ingólfsdóttir skrifar Hve oft heyrum við ekki um nefndir sem vinna að stefnumótun. Stefnumótun í skólamálum, menningarmálum, atvinnu- málum, heilbrigðismálum og framvegis. Á Sauðárkróki var ákveðið að slá þessu öllu saman og skipa framtfðar- nefnd. Tillögurnar voru kynntar á borgarafundi á fímmtudagskvöld. Tilraunin er eftirtektar- verð, ekki aðeins fyrir þær sakir að þarna er unnið með framtíðarsýn heils byggðarlags, heldur einnig vegna þess að í nefndinni sitja ópólitískir fulltrúar. Annað sem vekur athygli er að þó nefndin sé skipuð af bæjarstjórn fengu bæjarfulltrúar enga skýrslu að sjá fyrr en á borgarafundinum, á sama tíma og aðrir bæjarbú- ar. En hvernig sjá Sauðkræking- ar fyrir sér sína framtíð? Jú, auðvitað vilja þeir blómlegan bæ þar sem íbúunum líður vel. Eins og við ÖU. „Þetta er falleg- ur óskaUsti þar sem bent er á vonir og drauma," sagði HUmir Jóhannesson, varaforseti bæj- arstjórnar í gær, þegar hann hafði sofið á tiUögunum eina nótt. Framtíðarsýnin er ijöl- skylduvænn bær þar sem áhersla er lögð á þekkingu og umhverfið. „Okkur fannst ekki pláss fyrir einn heUsubæinn enn,“ sagði einn nefndar- manna. Því var hugmyndin um íjölskylduvæna bæinn valin. Hlutverk nefndarinnar var að búa til framtíðarsýn, ekki fram- kvæma, og við það er staðið. „Hér er kominn hugmynda- banki og umræðuefni fyrir bæj- arstjórn Sauðárkróks," segir Guðmundur Örn Ingólfssson, formaður nefndarinnar. En skýrslan er samt ekki eintómur óskalisti. í umíjöllun um ein- staka málaflokka er verkefnum forgangsraðað að einhverju leyti og ákveðnum hugmyndum er varpað fram. Þeirra á meðal er hugmyndin um „Ráðherrana Qóra“. Pólitískir fram- kvæmdarstjórar „Endurskipuleggja þarf allt stjórnkerfi Sauðárkróksbæjar til einföldunar og sparnaðar,“ segir í skýrslu framtíðarnefnd- arinnar. Bent er á að líklegt sé að sveitarfélög í Skagafirði munu sameinast í náinni fram- tíð, jafnvel á næsta ári, og við mótun framtíðarstefnu beri að taka mið að því. Nefndin telur mikilvægt að dagleg fram- kvæmdastjórn sé höndum kjör- inna starfsmanna, ekki ráð- inna, og leggur til að stjórn- málafiokkar taki mið að því við val efstu manna á listum sínum að þeir séu tilbúnir til að helga sig sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu sem launaðir starfsmenn. Daglegur rekstur verði síðan í höndum íjögurra manna framkvæmdastjórnar sem verði valin úr hópi sveitar- stjórnarfulltrúa. Þetta skipulag minnir óneitanlega á lands- málapólitíkina þar sem alþing- ismenn eru skipaðir ráðherrar. Óvenjulegt er hinsvegar að þetta fyrirkomulag sé í sveitar- félögum. Bæjarstjóri er víða pólitískur en framkvæmdastjór- ar ákveðinna málaflokka emb- ættismenn. Því vaknar upp spurningin: Hvað liggur að baki? „Brennt barn forðast eld- inn,“ er svar Maríu Bjarkar Ingvadóttur, sem er ein þeirra sem sat í nefndinni. Þar er Mar- ía að vísa í þá stöðu sem komið hefur upp í bæjarstjórn Sauðár- króks- að bæjarfulltrúar þurfa að taka afstöðu í málum sem varða starf þeirra á öðrum vett- vangi. Nægir að líta til síðasta bæjarstjórnarfunds þegar tekin var l'yrir tillaga um að sameina barnaskólann og gagnfræða- skólann. Skólastjórar beggja skólanna sitja í meirihluta bæj- arstjórnar og þetta flækti óneit- anlega afgreiðslu málsins. Nýjar leiðir nauðsynlegar Af öðrum einstökum málaflokk- um má nefna atvinnumálin. Þar leggur nefndin til að atvinnulíf- ið verði sveigt inn á braut há- tækni, t.d. líftækni og rafeinda- tækni. „Fullur möguleiki er á að landvinnsla í því formi, sem við höfum þekkt, eigi ekki framtíð fyrir sér og því þuríi eindregið að leita annarra leiða til at- vinnuaukningar," segir m.a. í skýrslunni. Bent er á að jarð- varmi og nýting hans til hvers- konar iðnaðarframleiðslu gefi héraðinu ákveðið samkeppnis- forskot og sóknarfæri en jafn- framt er lögð áhersla á að ekki eigi að stefna að efnaiðnaði eða annarri mengandi stóriðju í Skagafirði. Ákjósanlegri leið sé „hrein“ atvinnustafsemi og að nota umhverfið sem aðdráttar- afl á fólk til búsetu. Niðurskurður á sjúkrahúsum á Iandsbyggðinni er skýrsluhöf- undum áhyggjuefni og í kaflan- um um heilbrigðis- og félags- mál er lögð áhersla á að haldið verði úti svipaðri starfsemi á Sjúkrahúsi Skagfirðinga og ver- ið hefur með bráðaþjónustuu, skurðstofu og fæðingahjálp. Einnig þurfi að auka áherslur á forvarnarstarf í heilbrigðis- og félagsmálum sem sé í samræmi við áherslur á íjölskylduvænan bæ. Aðrir málaflokkar sem teknir eru fyrir í skýrslu framtíðar- nefndar eru umhverfis- og ferðamál, náttúruauðlindir og orkumál, samgöngumál (þar sem heilsársvegur yfir Þverár- íjall er settur á oddinn) og íþróttamál. Þá eru ótalin mennta- og menningarmál sem er ástæða til að íjalla sérstak- lega um í ljósi þeirrar ólgu sem virðist gæta í bæjarfélaginu um þessar mundir vegna skóla- mála. Skólamálin hitamál „Þetta er áfellisdómur yfir Sauðárkróksbæ að bæjarstjórn skuli hafa fellt tillögu um sam- einingu skólanna,“sagði Svan- fríður Ingvadóttir, einn borgar- anna sem sóttu fundinn á „...dagleg fram- kvæmdastjórn í hönd- um kjörinna starfs- manna, ekki ráðinna“ fimmtudaginn. Umræðurnar fram að þessu höfðu verið fremur penar. Flestir byrjuðu orð sín á því að þakka nefnd- inni vel unnin störf og létu eina og eina sakleysislega spurningu fylgja í kjölfar þakkanna. Spurningin: „Hvað nú?“ var þó greinilega mörgum ofarlega í huga. En það var ekki fyrr en bæjarfulltrúar þurftu að hverfa af fundi sem umræður um skólamálin byrjuðu. Sem sýnir kannski best hve málið er við- kvæmt. í tillögum framtíðarnefndar um menntamál er bent á nauð- syn þess að grunnskólinn á Sauðárkróki sé undir einni stjórn. Þó tillögurnar hafi fyrst verið kynntar á þessum fundi er sameiningarhugmyndin langt frá því að vera ný af nál- inni. Kvöldið áður hafði bæjar- stjórn Sauðárkróks fellt tillögu minnihlutans um að sameina barnaskólann og gagnfræða- skólann og greinilegt var að þetta hafði hleypt illu blóði í einhverja. Eins og fram hefur komið sitja skólastjórar beggja skólanna í meirihluta, þó þeir hafi reyndar sent varafulltrúa á umræddan fund, og kom fram sú skoðun að þessi afgreiðsla bæjarstjórnar sýndi best hve hagsmunapot sé áberandi í bænum. „Ég vil ekki leggja mat á það,“ sagði Hilmir Jóhannes- son, varaforseti bæjarstjórnar, þegar þetta viðhorf var borið imdir hann. Um skólamálið seg- ir hann hinsvegar að hann sé sannfærður um að tillagan um sameiningu hafi verið sett fram til að skapa vandræði í bæjar- stjórn. „Svona eru leikreglurnar og ég kann svo sem ekki illa við þær. Hitt er ljóst að þessi bæjar- stjórn hefur ekki ráðið þessum málum nema tæpt ár því við tókum við formlegum rekstri grunnskólans 1. ágúst í fyrra. Einnig gleymist í þessari um- ræðu að í nóvember á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í Skagafriði. Ef af sameiningu verður þarf að gjörbylta öllum skólamálum. Og jafnvel þó svo fari að við sameinust ekki þá er aðeins eitt ár þar til ný bæjar- stjórn tekur við á Sauðárkróki. Þegar þessir þættir eru hafðir í huga finnst mér ekki að liggi svo á að taka þessa ákvörðun um sameiningu skólanna," seg- ir Hilmir. „Þetta mál er svolítið blásið upp. Er að mínu mati að- eins stormur í vatnsglasi," bæt- ir hann við. Guðmundur Örn Ingólfsson, formaður framtíðarnefndar, afhendir Hilmi Jóhannessyni, varaforseta bæjarstjórnar, skýrslu nefndarinnar. Hilmir þakkaði fyrir sig með eftirfarandi vísu: Fólkið myndi fagna því/þó flest komst í vana/ef einhver bætti blöðum í/bæjarfulltrúana.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.