Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Blaðsíða 3
Jlctgur-SmTOm Miðvikudagur 17. september 1997 - 15 LIFIÐ I LANDINU HELGARPÓSTURINN Kemur ekkí oftar út s g mun ekki fara af stað með Helgarpóstinn aftur. Ef maður reynir útgáfu á nýju blaði þarf að safna til þess peningum. Pað tekur lika tíma að kynna hugmyndina og sannfæra menn um að það sé skyn- samlegt að fara út í þetta,“ sagði Páll Vilhjálsson, fyrrverandi ritstjóri Helg- arpóstsins, í samtali við Dag-Tímann Ifann sagðist sannfærður um að þótt Helgarpósturinn hætti að koma út muni einhverjir koma með nýtt flmmtudagsblað. „Ég hef raunar fyrir því heimildir að menn sem áður hafa staðið að slíkri útgáfu séu að skoða málið,“ sagði Páll. Hann var spurður hvort Helgar- pósturinn væri í raun gjaldþrota. Ilann segir svo ekki vera, lítgáfufyrir- tækið Lesmál eigi fyrir skuldum. Pá bendir hann á að enginn af lána- drottnum fyrirtækisins hafi farið fram á gjaldþrot. „Tilsjá, eignarhaldsfélag Alþýðu- bandalagsins í Lesmáli, krafðist gjaldþrots. Þá lagði Jón Magnússon, lögmaður og stjórnarmaður í Les- máli, það til á stjórnarrfundi Lesmáls að kanna hvort rétt sé að krefjast gjaldþrots. Ég hef fyrir því heimildir að hann sé að vinna að því að kaupa fyrirtækið ásamt Ámunda Ámunda- syni, fyrir 3,5 milljónir króna. Manni þykir það skrýtið að byrja þá á því að fara með fyrirtækið í gjaldþrot. Ég held að Jón Magnússon hafi ekki kynnt sér stöðu félagsins og ég tel ekki ástæðu til að fara með það í gjaldþrot. Ég tel það eiga fyrir skuld- um. Ég held að þeir séu með þessu að þrýsta á okkur að gera eitthvað sem við höfum ekki fallist á,“ sagði Páll. Hann er í persónulegri ábyrgð fyr- ir miklum fjármunum hjá Lesmáli sem hann verður að standa skil á. Sömuleiðis sé Árni Björn, fyrrum framkvæmdastjóri Helgarpóstsins, í miklum persónulegum ábyrgðum. Páll var spurður hvort það væri rétt að skuldir hans vegna þessara ábyrgða næmu 4 til 5 milljónum króna? „Þú ert heitur við hærri töluna," sagði Páll Vilhjálmsson. -S.dór Er Ámundi ennþá að? Páll var spurður hvort það væri rétt að skuldir hans vegna þessara ábyrgða næmu 4 til 5 milljónum króna? „Pú ert heitur við hærri töluna,“ sagði Páll Vilhjálmsson. Örbylgjuþurrkari, lás á vídeóspólur, tjakkur, rifjilkíkir, hringlaga púströr og áhald til að losa alla bolta með einu handtaki þegar skipta á um dekk. Jónas Gunnarsson er alltaf að finna eitthvað upp. Að- allega tengist hugvitið bíl- um og nú er hann búinn að út- færa hugmynd að þægilegri tjakki og áhaldi sem losar allar rær samtímis þegar skipt er um dekk. Ekki lítill tímasparnaður. „Tjakkurinn er með tveimur fölsum með skrúfugöngum og síðan er dregið í línu til að setja hann upp eða niður. Ég er líka búinn að hanna púströr sem liggur í hringi og þannig mynd- ast botnfall í hverjum hring og einhvers konar hreinsun á sér stað. Eordverksmiðjurnar hafa sýnt þessu áhuga og ég er kom- inn með stimpil frá þeim.“ Stela hugmyndum Jónas var kosinn maður ársins í fyrra hjá Landssambandi hug- vitsmanna en sagði sig úr þeim félagsskap þar sem honum finnst menn ekki vera þar af heilum hug. „Ég hef verið að hanna ýmsa hluti síðan ég lenti í slysi, en er núna að jafna mig á því og á leið aftur til vinnu. Ég dunda við teikningar og sendi síðan flestar hugmyndirnar út til bíla- verksmiðjanna. Sérstaklega hef ég fengið góðar undirtektir frá Þýskalandi, frá Benzumboðinu. - En á annars mikið safn bréfa með áhugayfirlýsingum og hyggst kannski halda sýningu á þeim.“ Hefurðu grœtt eitthvað á þessu? „Nei, rúðuþurrkan sem ég hannaði og tengdi við sígarettu- kveikjarann er t.d. komin í framleiðslu í Kanada en ég var ekki með einkaieyfi. Kerfið hér er seinvirkt og frekar úrelt. Ég sendi líka hugmynd til Frakk- lands á sínum tíma og stóð í bréfaskriftum við Renault verk- smiðjurnar og get ekki betur séð en sú hugmynd sem var líka rúðuþurrka sé komin á Renault Twingo. Þeir hafa greinilega hagnýtt sér hug- myndina eða m.ö.o. stolið henni.“ Lás á vídeóspólur Stundum fer hugvit Jónasar í eitthvað annað en bfla. Nú er „Þetta áhald er sett upp á felguna og síðan er boltunum snúið öllum í einu. Tækið er að sögn Jónasar hentugt á dekkjaverkstæðum og þá rafdrifið. hann búinn að hanna lás á vídeóspólur þannig að fjölföld- un er ótæk. Þessi hugmynd er langt á veg komin og að sögn er stutt þangað til slíkur lás verð- ur á öllum spólum. „Þá hef ég verið að hugsa um að teikna upp örbylgjuþurrkara fyrir fatnað. í venjulegum þurrkur- um fer mikið efni úr fatnaðin- um en það mun ekki gerast við örbylgjurnar og síðan verður þetta fljótvirkara. Síðan hef ég hannað riffilkíki með gler- hringjum í kross og það er alkahól inni í kíkinum þannig að það frýs ekki og loftbóla er skotmark. Þetta gæti verið ágætis æfingakíkir." -mar Jónas Gunnarsson á orðið safn bréfa og samninga frá bílaverksmiðjum Banda- ríkjanna, Frakklands og Þýskalands. Akkilesar- hællinn er hins vegar einkaleyfi á hugvitinu. Mynd: ÞÖK Allar rærnar í einu

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.