Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Síða 4
16- Miðvikudagur 17. september 1997
^tgur-Βmtrm
UMBÚÐALAUST
„Þeir físka sem róa“
Sverrir
Leósson
skrifar
.............""
tgerðarfélag Akureyringa
er gamalgróið félag sem
Akureyringar bera sterk-
ar taugar til. Bæjarbúum er
hreint ekki sama hvernig því er
stýrt eða hvernig að því er búið.
í uppvextinum fór félagið um
ólgusjó, þannig að brotin gengu
yfir það hvert af öðru. En þá
voru hyggnir menn og útsjónar-
samir í brúnni, sem stýrðu fé-
laginu heilu í
höfn úr hverri
raun, þannig að
það var sterk-
ara á eftir. Fyrir
vikið ávann fé-
lagið sér virð-
ingu, þannig að
litið var til þess
sem fyrirmynd-
ar í íslenskum
sjávarútvegi,
hvort heldur
sem var í útgerð
eða vinnslu. En
nú er öldin önn-
ur. Það heyrist
ekki minnst á
Útgeðrarfélag
Akureyringa til
góðra verka,
það er helst að
þess sé getið
þegar rætt er
hvernig ekki á
að bera sig að
við rekstur um-
fangsmikillar útgerðar.
Rangt áralag
Á síðasta ári var tap á rekstri
félagsins og nýlega var upplýst,
að enn er taprekstur. ÚA er
ekki Iengur til fyrirmyndar í ís-
lenskum sjávarútvegi. Það er
staðreynd. Stjórnendur félags-
ins hafa ekki notað rétt áralag
á undanförnum árum, það hef-
ur jafnvel gengið svo langt, að
þeir hafi ekki náð að róa í takt.
Slíkt kann ekki góðri lukku að
stýra.
En á sama tíma og Útgerðar-
félagi Akureyringa hefur verið
róið út og suður sigla aðrir
beitivind með staðfasta stefnu.
Og þeirra fyrirtæki græða. Þar
sannast enn, að „þeir fiska sem
róa“ - með réttu áralagi og í
takt. Þá kemur sér einnig vel,
að hafa undir árum menn, sem
geta tekið fastar á um stund á
meðan samræðarar koma ár
sinni betur fyrir borð og safna
kröftum. Líkt er því varið í út-
gerðinni; þar er nauðsynlegt
fyrir stór og mannmörg fyrir-
tæki að hafa ítök á sem flestum
sviðum. Þannig geta verið tíma-
bundnir erfið-
leikar í einni
grein, t.d. í
veiðum á okkar
hefðbundnu
fisktegundum
og vinnslu
þeirra. En það
þarf ekki að
koma að sök ef
viðkomandi út-
gerð hefur
skapað sér
svigrúm á öðr-
um arðbærari
sviðum, t.d. í
rækju og veið-
um og vinnslu
uppsjávarfiska.
Reynslan sýnir,
að það verða
sveiflur í veið-
um og aflaverð-
mæti, en aldrei
samtímis í öll-
um tegundum.
ÚA og rangar
ákvarðanir
Þetta eru staðreyndir, sem
stjórnendur flestra útgerðarfyr-
irtækja hafa áttað sig á. Þess
vegna hafa þeir keppst um að
efna til samvinnu eða samein-
ingar til að auka breiddina. En
ekki ÚA. Þvert á móti hefur
burðarstoðum í starfseminni
þar á bæ fækkað. Þess í stað er
lögð áhersla á að styrkja tvær
þeirra, veiðar og frystingu hefð-
ekki þurft að tapa ef rétt hefði
verið haldið á spöðunum.
bundinna tegunda. Það hryktir
því í þegar á bjátar í þessum
greinum, eins og verið hefur nú
um skeið. Vinnslu á skreið og
saltfiski var kastað fyrir róða.
Og ekki vildu stjórnendur ÚA
kaupa Krossanesverksmiðjuna
á sínum tíma, þegar Akureyrar-
bær seldi. En hvað gerðist?
Aðrir keyptu og verksmiðjan
malaði upp í kaupverðið fyrir
nýja eigendur á tveimur árum.
Á sama tíma fór orka ÚA-
manna í að koma lífi í andvana
útgerðarrisa sem keyptur var í
Þýskalandi.
Fjaðrafokið út af sölumálum
útgerðarfélagsins ætti að vera
mönnum í fersku minni. Þá var
rifist um hvor væri betri, brúnn
eða rauður, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna eða íslenskar
sjávarafurðir. Þá gleymdist
þriðji kosturinn. Hann var sá að
Útgerðarfélag Akureyringa
seldi sína framleiðslu sjálft. Eg
vildi fara þessa leið þegar ég
sat í stjórn ÚA á sínum tíma, en
talaði þar fyrir daufum eyrum.
Að mínu mati er það mun
minna mál en margir vilja vera
láta, enda hafa sambærileg fyr-
irtæki eins og Samherji farið
þessa leið með góðum árangri.
Vissulega er félagið stórt á ís-
lenskan mælikvarða, en það er
ekki stórt fyrir markaði millj-
ónaþjóða. Þar að auki eru allar
boðleiðir orðnar svo stuttar
með nútíma samskiptatækni, að
Sú var tíðin að
rekstur Utgerðarfé-
lags Akureyringa
þótti til fyrir-
myndar, en nú er
öldin önnur. Ekki
er minnst á félagið
til góðra verka, það
er helst aðþess sé
getið til dcemis um
hvernig ekki á að
hera sig að við út-
gerð á Islandi.
það er alger óþarfi að vera með
milliliði í Reykjavík við að selja
fisk. Með því að sleppa þessum
milliliðum kemst á skilvirkara
samband milli vinnslustöðv-
anna og kaupanda, báðum aðil-
um til hagsbóta.
Af hverju tap?
Vissulega kostar söludeild inn-
an ÚA sitt, en hún má líka gera
það miðað við núverandi kerfi.
Mér reiknast til að Útgerðarfé-
lag Akureyringa greiði um tvö-
hundruð og áttatíu milljónir í
sölu- og umboðslaun á ári. Það
má gera ýmislegt fyrir þessa
peninga innan fyrirtækisins.
Það yrði Útgerðarfélaginu og
Akureyrarbæ til hagsbóta ef
það yrði gert.
Eins og menn muna var nið-
urstaða bardagans milli SH og
ÍS manna óbreytt ástand. SH
hélt sínu, en til þess þurfti
mikla þeninga við atvinnusköp-
un á Ákureyri og kaup á hluta-
bréfum í ÚA á uppsprengdu
verði. Miðað við verðfallið á
bréfunum undanfarið voru
stjórnendur Akureyrarbæjar,
Verkalýðsfélagsins Einingar og
KEA klókir að selja. En á móti
kemur að Akureyrarbær hefur
ekki lengur meirihlutavald í fé-
laginu, það eru ekki Akureyr-
ingar sem ráða ferðinni í ÚA.
Þar eru íjárfestar sestir við
katlana, sem vilja ávaxta sitt
pund. Og ef það verður raunin,
að ávöxtunin verði meiri með
því að róa frá Reykjavík, þá
verður það gert.
Ég hef hér bent á nokkur
veigamikil atriði, sem ég tel að
eigi þátt í taprekstri Útgerðarfé-
lags Akureyringa, atriði sem
stjórnendur þar á bæ mættu
hugleiða. Þar hefur verið gripið
til þess ráðs að endur-
skipuleggja vinnsluna með það
markmið að auka framleiðsluna
með sjálfvirkni og vaktavinnu.
Þetta kallar fyrst og fremst á
aukið hráefni, en einnig á auk-
inn mannskap. Hvoru tveggja
hefur verið vandfundið að und-
anförnu. Þess vegna óttast ég að
þessi Qárfesting skili ekki því
sem til var ætlast.
f[/\ fj \)
Jarðganga-Árni
rni Johnsen, alþingis-
maður úr Vest-
mannaeyjum lýsti því
yfir hér í blaðinu um daginn
að fráleitt væri að birta op-
inberlega viðvistarskrá
þingmanna á Alþingi, vegna
þess að starf þingmannsins
krefðist þess að menn væru
víðar en í þingsal. Garra
skilst að Árni sé
einmitt einn
þeirra
manna sem
stunda þing-
mennskuna mik-
ið utan veggja
þingsins og hafi
því ekki tækifæri
til að stimpla sig
inn með sama
hætti og ein-
hverjar inni-
hlúkur sem allt-
af eru í þingsölum eða á
nefndarfundum. Nú hefur
Árni hins vegar boðað komu
sína í þinghúsið í haust og
tilkynnt í blaðinu Fréttum í
Vestmannaeyjum að hann
ætli að leggja fram þings-
ályktunartillögu. Tillagan
eru um gerð jarðganga milli
lands og Eyja, en eins og
allir vita eru slík jarðgöng
einmitt það sem sárast hef-
ur vantað á íslandi. Þrátt
fyrir hina augljósu neyð
sem skortur á svona
jarðgöngum veldur hefur þó
enginn þingmaður annar en
Árni Johnsen haft rænu á
að leggja til að úr þessu
verði bætt.
Vegaáætlun
Garri getur ekki annað en
dáðst að stórhug Árna og
auðvitað er íjármögnun á
slíkum göngum ekki slíkt
stórmál að ekki megi leysa.
Á vegaáætlun eru ýmsar
framkvæmdir sem í raun
eru ekki nema miðlungi
nauðsynlegar eins og Árni
veit manna best, enda er
Árni ekki skertur af því að
hafa hlustað á nöldur og
röfl annarra þingmanna í
þingsölum um krónur og
aura til vegagerðar í sinni
heimabyggð. Hann hefur
einfaldlega verið að sinna
sínum þingstörfum
í Vestmannaeyjum,
þar sem kjósend-
urnir hans og
bjálkahúsið eru.
Hann er ekki í
vinnu hjá þingfor-
setanum heldur
kjósendum - þess
vegna stimplar
hann sig inn í Eyj-
um en ekki á Ál-
þingi. Ef hugsan-
legt er að gleðja
kjósendur með jarðgöngum
þá er líka sjálfsagt að gera
það.
Fleiri Árna!
Garri veltir því líka fyrir sér
hvílíkt draumaland ísland
yrði ef allir þingmenn væru
jafn frjóir og sniðugir og
hann Árni Johnsen. Þá
snerust stjórnmálin um
jarðgöng milli húsa, milli
Qarða, og milli bæja. Þá
væri ekki þetta endalausa
karp í þingsölum því stjórn-
málamennirnir væru að tala
við íólkið en ekki hverja
aðra. Þá væru ekki þessar
endalausu áhyggjur af því
hvað hlutirnir kostuðu og
enginn væri að væla yfir
skuldasöfnun þjóðarbúsins
eða öðrum slíkum leiðind-
um. Þá myndu menn bara
kýla á það og gera hlutina
með stæl. Bara ef fleiri
væru eins og Árni Johnsen.
Garri.