Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Qupperneq 5
Pigur-mímtrat
Miðvikudagur 17. september 1997 -17
MENNING OG LISTIR
María er hætt í
Borgarleikhúsinu
María Ellingsen
leikkona hefur sagt
upp störfum í Borg-
arleikhúsinu. Upp-
sögnin hefur þegar
tekið gildi. Ástœð-
an? María vill hafa
frið til að vinna að
list sinni.
Aýmsu hefur gengið í mál-
efnum Borgarleikhússins
undanfarin misseri,
stjórnendur komið og farið og
leikarar jafnvel líka. Nú er svo
komið að María Ellingsen, ein
þekktasta og vinsælasta leik-
kona landsins, er hætt í Borgar-
leikhúsinu og hlýtur það að
vera mikill missir að fá ekki
notið hennar þar, sérstaklega
fyrir þá sem hafa fylgst með
Maríu slá í gegn undanfarin ár.
En auðvitað verður hægt að
fylgjast með henni á öðrum
vettvangi.
Nýtist betur á
frjálsum markaði
María vill ekki gefa viðtal um
uppsögnina en segir að það
liggi í augum uppi að ástæður
uppsagnar sinnar hafi meðal
annars verið ástandið innan-
húss hjá Borgarleikhúsinu og
Leikfélagi Reykjavíkur undan-
farin misseri. Ekki þurfi að
velta mikið vöngum yfir því.
Petta hafi verið erfitt umhverfi
að vinna í og því hafi hún tekið
þá ákvörðun að yfirgefa leik-
húsið. Hún vilji fá að starfa að
list sinni í friði án þess að
blandast í önnur mál.
„Mér fannst mínir kraftar
nýtast betur á frjálsum mark-
aði,“ segir María en í Borgar-
leikhúsinu var það í fyrsta
skipti sem hún var á föstum
samningi.
Nóg að gera
María hefur haft nóg að gera í
sumar og svo verður áfram
næstu mánuðina. Frumsýning
var nýlega í Loftkastalanum á
stykkinu Bein útsending eftir
Þorvald Þorsteinsson þar sem
María leikur eiginkonuna. Hún
mun einnig leika í myndinni
Blóðskömm eftir Egil Eðvarðs-
son sem tekin verður upp í lok
september og svo verður hún
með í uppfærslu Hafnarijarðar-
leikhússins „Síðasti bærinn í
dalnum“ síðar í haust. Það
stykki verður frumsýnt í janúar.
-GHS
i i®
María Ellingsen leikkona sagði upp störfum í Borgarleikhúsinu síðasta vor
til að geta unnið að list sinni í friði. Uppsögnin hefur þegar tekið gildi og
mun María vinna að ýmsum verkefnum í haust.
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Klisjufólk
Eggert Þorleifsson, aðalleikari í „Beinni útsendingu". Mynd: Hilmar
orvaldur Þorsteinson
skrifar heilt leikrit um
klisjur og klisjufólk, og
velur því ramma við hæfi:
spjallþátt í sjónvarpi. „Bein út-
sending" var á dagskrá Loft-
kastalans á sunnudag (frum-
sýning) og það var með örlítið
efablandinni eftirvæntingu sem
gamall sjónvarpsþáttastjórn-
andi gekk til sýningar. Eftir-
væntingu, því Þorvaldur Þor-
steinsson hefur sýnt góð tilþrif
og var virkilega snjall höfundur
Vasaleikhússins (fyrir nokkrum
árum á Rás 2). Efablandin var
eftirvæntingin því það er vissu-
lega að ráðast á garðinn þar
sem hann er einna lægstur að
„taka fyrir“ spjallþátt í sjón-
varpi. Nánast bara Áramóta-
skaupsvert.
Ekki nóg
Smám saman færist ærslaleikur
sjónvarpsþáttarins (sem áhorf-
endur eru hluti af: „eru ekki
allir í stuði") yfir á „viðfangs-
efnin“ sem að þessu sinni eru
mikil listahjón með aðsetur í
Berlín, hún komin til að setja
upp meistarastykki hans, ásamt
ungri stúlku, skjólstæðingi. Lof-
ar svo sem góðu þegar manni
skilst að bak við þá framhlið
búi leyndarmál.
Það getur ekki klikkað að
láta Eggert Þorleifsson stjórna
spjallþættinum sem súper
Hemmi Gunn. Þorvaldur leggur
honum í munn hverja klisjuna á
fætur annarri, spurningarnar
og taktarnir eru samansafn af
nokkrum verstu augnablikum
íslenskrar dagskrárgerðar af
þessu tagi - fyrr og síðar. Maður
lendir auðvitað í því að bera
Eggert stöðugt saman við
Hemma vin vorn Gunn, og sem
betur fer er hann með takta úr
öðrum áttum til að dýpka sinn
grunna karakter. En grunnur er
hann. Þrátt fyrir fín tiþrif verð-
ur því ekki neitað að Eggert er
stöðugt að gera það sem allir
núlifandi íslendingar hafa
spreytt sig á: að gera grín að og
apa eftir frasa innantómu
spjallþáttanna. Og grín með
„styrktaraðilja" þáttarins er
bara barnaskólalegt.
Þess vegna þurfa hjónin sem
eru í „einlæga en umfram allt
mannlega" viðtalinu að gefa
dýptina í verkinu. Þau eru í
þessu venjulega vændishlut-
verki listamannanna sem þurfa
að koma sér á framfæri á óvið-
eigandi vettvangi - og það er í
raun efni „beinnar útsending-
ar“: hvernig allir verða að selja
sig, vera aðrir en þeir eru, en
þykjast „koma til dyranna eins
og þeir eru klæddir". Vanda-
málið er að þátttakendur eru
ekki aðrir en þeir þykjast. Þetta
gæti verið spennandi „stofu-
drama“ og sálfræðitryllir, ef
persónurnar væru ekki eintóm-
ar klisjur. Þess vegna skortir
mann raunverulegan áhuga á
þessu fólki. Framvinda sögunn-
ar kemur með óvæntar vend-
ingar í lokin, og snjallar fyrir
sinn hatt, rétt eins og öll fram-
vindan: með leikriti um sjón-
varpsþátt sem er með leikrit
inni í leikriti og sjálft leikrit. En.
Það vantar blóðið. Maður nenn-
ir engan veginn að æsa sig yfir
þessu klisjufólki, en langar til
að kynnast manneskjunni sem
grætur undir yfirborðinu. En
um það er bara ekki þetta leik-
rit.
Svo? Misheppnuð sýning?
Engan veginn. Alveg þess virði
að fara á hana og þegar búið
verður að stytta hana (Já Þor-
valdur, það getur þú lært af
spjallþáttum sjónvarpsins) þá
verður hún enn betri.