Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Síða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Síða 6
18 - Miðvikudagur 17. september 1997 J[)agur-®mrám N ATTURU LIFIÐ I LANDINU Hverju á að sökkva? Virkjanaframkvæmdir á Austurlandi hafa verið mikið ræddar að undan- förnu vegna hugmynda um byggingu álvers við Reyðar- fjörð. Hugmyndir um virkjanir á hálendi Austurlands eru ekki nýjar af nálinni, þær hafa verið hitamál lengi og menn ýmist barist hatrammri baráttu fyrir því að þær verði að veruleika, eða fyrir verndun þess lands sem færi undir vatn. Sl. laugardag stóðu Áhuga- hópur um verndun hálendisins og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fyrir ferð á umræddar virkjana- slóðir og var Qölmiðlafólki boð- ið að slást í för. Leiðsögumaður var Skarphéðinn Þórisson, sem þekkir þetta svæði mjög vel, en hann hefur um árabil stundað rannsóknir á hreindýrastofnin- um á Austurlandi sem og heiða- gæsastofninum þar. í framkvæmd og leiði af sér mun hærra orkuverð. Einhvers- staðar verði að virkja og í hans huga er Eyjabakkasvæðið best til þess fallið. Virkjun Jökulsár á Brú er annar kostur sem hefur verið skoðaður. Þá yrði byggð stífla í ofanverðum Hafrahvamma- gljúfrum, við Fremri Kára- hnjúk, og yrði lónið sem þar myndaðist vatnsmest þeirra þriggja sem um ræðir. Skarp- héðinn segir hluta þess svæðis sem fer undir þetta lón, Háls- lón, vera burðar- og beitisvæði hreindýra, mikilvægt varpsvæði heiðagæsa og álfta. Auk þess só þetta svæði skjól hreindýra í nor ðanáhlaupum. Arnardalslón er þriðja hugs- anlega miðlunarlónið, miðað er við að veita Kreppu, Sauðá og Kringilsá í það. Með því þarf ekki að stífla Jökulsá á Fjöllum, enda er Dettifoss í henni og fæstir hlynntir því að minnka vatnsmagn í honum. Svæðið sem færi undir Arnardalslón er gróið að 1/3 hluta og varpsvæði fyrir heiðagæsir. Miðað er við að veita vatn- inu úr öllum þessum lónum Fyrirhuguð stífla á Eyjabökkum er rétt fyrir ofan fossinn, 24 m að hæð og 4,2 km að lengd. Vatnsmagn myndi minnka verulega í Hafrahvammagljúfrum, en í eina tíð voru uppi hugmyndir um að stífla mun utar og sökkva þ.m. gljúfrunum. Fyrir- hugað stíflustæði við Kárahnjúka er hins vegar nokkru innar. í Arnardal. Hér er staðið á 35 m dýpi ef af fyrirhugaðri stíflugerð verður. Myndir: sbb Vænlegt stíflustæði eða skemmdarverk? Barátta verndunarsinna hefur fyrst og fremst beinst gegn fyr- irhuguðum miðlunarlónum, á Eyjabökkum, Hálslóni fyrir ofan Hafrahvamma og í Arnardal. Mest hefur borið á baráttu gegn Eyjabakkalóni, en Eyja- bakkar eru austan Snæfells og þykja einstök náttúruperla. Þá er það griðasvæði stærsta geld- fuglahóps heiðagæsastofnsins í heimi; allt að 13.000 fuglar halda þar til á þeim tíma sem þeir eru í sárum. Árið 1991 var geflð út leyfi fyrir Fljótsdals- virkjun, en Náttúruverndarráð hafði samþykkt þá virkjun 1981, gegn því að Þjórsárverum yrði hlíft. Verndunarsinnar segja ýmislegt hafa breyst síðan þá og krefjast þess að umhverf- ismat sé látið fara fram svæð- inu. Þeir segja að ekkert standi í veginum fyrir því annað en samþykki Landsvirkjunar, sem vantar, og það só afskaplega undarlegt að samþykki þess fyrirtækis þurfi til að fram- kvæma þetta mat. Ágúst Guðmundsson, jarð- fræðingur, sem hefur unnið að rannsóknum á virkjanakostum svæðisins frá því fyrir 1980, fyrst fyrir Orkustofnun og síðan Landsvirkjun var með í för. Ágúst tók það fram að hann væri ekki þarna sem fulltrúi Landsvirkjunar, heldur af ein- skærum áhuga. Hann segir Eyjabakkasvæðið vera sérstak- lega vel lagað fyrir miðlunarlón og aðrar hugmyndir, sem byggj- ast á viðamiklu gangnakerfi um Fljótsdalsheiði, séu mun dýrari með jarðgöngum niður í Fljóts- dal, með mikil fallhæð á vatn- inu, sem er mjög eftirsóknar- vert. Skammsýni varðandi virkjanamál Það kom fram í máli manna í ferðinni að þeir telja skamm- sýni ríkja þegar virkjanamál á hálendi Austurlands eru rædd. Líftími virkjananna sé til þess að gera stuttur. Framburður jökulsánna sé gríðarlegur og miðlunarlónin fyllist á 100 ár- um, en Ágúst Guðmundsson segir reyndar að talið sé að t.d. Hálslón fyllist á 300 árum. Þeg- ar einu sinni sé búið að virkja verði það ekki aftur tekið, stífl- urnar og lónin standi. Tekjur af ferðamönnum hafa aukist veru- lega hin síðari ár og spurningin sé hvort hálendi íslands missi aðdráttarafl sitt ef þar eru komin mikil miðlunarlón. Þór- hallur Þorsteinsson, einn forsp- rakka Áhugahóps um verndun hálendisins, sagði t.d að útlend- ingar kæmu ekki hingað til að sjá manngerða náttúru, og hef- ur eflaust nokkuð til síns máls. Skarphéðinn sagði náttúru- verndarsinna telja skorta á að virkjunarmái séu sett í sam- hengi við hugsanleg áhrif á um- hverfið. T.a.m. sé lítið vitað um hvort minnkandi framburður Jökulsár á Dal og í Fljótsdal hafi áhrif á fiskimiðin austur af landinu. sbb Skarphéðinn Þórisson. Svæðið bak við hann færi allt á kaf ef af stíflu- gerð á Eyjabökkum verður.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.