Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Síða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Síða 12
inagur-Omttttt Miðvikudagur 17. september 1997 Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 Fámennt kauptún nú - en áður nafli „alheims“ eir sem aka þjóðleiðina norður og suður um Hrútafjörð eiga það til að gjóa augum yfir ijörðinn á litla byggð sem kúrir á eyri. Borð- eyri var áður „nafii alheimsins" en nú er þar fremur fámennt. En góðmennt? Það virtist vera þegar Borðeyringar héldu ný- lega upp á 150 ára afmæli stað- arins. Sennilega er Borðeyri fá- mennasta kauptún á íslandi, þar búa um eða yfir 20 manns. Borðeyri átti sína stórveldis- tíma fyrrum, því þar var helsti verslunarstaður íslands á þjóð- veldisöld. Gríðarleg verslun var á Borðeyri allt framundir síð- ustu aldamót. Staðurinn var mjög miðlægur fyrir íjölmennar byggðir á Ströndum, í Húna- þingi, Dölum og Borgarfirði, þangað sótti fólk lífsbjörgina. Skip komu siglandi með varn- inginn inn Hrútaijörðinn og settu hann á land á Borðeyri. Árið 1846 fékk Borðeyri lög- gildingu konungs sem verslun- arstaður. Á þessari öld hefur veldi Borðeyrar hnignað með bættum samgöngum. Á þessu hausti mun ekki verða slátrað fé á staðnum í fyrsta sinn í áratugi eða aldir sem dregur enn úr mikilvægi Borðeyrar. Fram á miðja öldina var þar þó eins- konar líftaug milli landsfjórð- unga þar sem símstöðin mikla var. Á Borðeyri fæddust margir góðir fslendingar, og sumir þjóðfrægir, t.d. Þorvaldur Skúlason, listmálari, en myndir hans voru sýndar í tilefni af- mælis hans. En Borðeyri átti hug margra á afmælinu. Þrátt fyrir leiðinda- veður mættu hátt á annað hundrað gestir og tóku þátt í af- mælisdagskrá allan daginn og fram á nótt, meðal annars geysiskemmtilegri gönguferð sem Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörseyri, stjórnaði af miklum skörungsskap. Það er svo glatt sem góðra vina fundur ... Frá hátíðarhöldunum á Borðeyri. Strandamenn fögnuðu vel eins og sjá má. Fjör í Tungnarétt Sl. laugardag var réttað í Tungnarétt í Biskupstungum. Þar var margt góðra gesta eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Guðlaugur TVyggvi Karlsson, réttarkóngur var staddur þar með myndavélina og fangaði réttu augnablikin. Helga Classen, formaður kvennadeildar Fáks í Reykjavík, faðmar góðvin sinn úr Hveragerði, sem líkaði það ekki illa. Sendiherra Rússlands á Islandi louri Rechitov var í Tungnarétt og hafði á orði að ekkert jafnaðist á við íslenska rétt. Söngur, gleði og jarm áttu hug hans allan.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.