Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Qupperneq 1
LIFIÐ I LANDINU Blcið Miðvikudagur 1. október 1997 - 80. og 81. árgangur - 184. tölublað Björgvin Sigurðs- son, tólf ára strákur í Garðinum, fer á sunnudag í hjarta- aðgerð til Boston. Hann var heiðurs- gestur á körfubolta- leik í Keflavík á sunnudag, meist- arakeppni KKÍ, og fékk áritaðan bolta frá leikmönnum. Körfuboltamenn og aðrir hafa veitt hon- um og hansfólki stuðning vegna ut- anfararinnar. Auðvitað er óg kvíðinn en læknarnir hafa sagt mér að batalíkur séu góðar," segir Björgvin Sigurðsson, tólf ára strákur í Garðinum. Næst- komandi sunnudag fer hann, ásamt móður sinni og systur, vestur til Boston í Bandaríkjun- um þar sem hann gengst undir hjartaaðgerð hjá færustu sér- fræðingum. Björgvin er með meðfæddan hjartagalla og allt frá fæðingu hefur blasað við að skipta þyrfti um hjartalokur. Það er einmitt það sem gert verður vestra; tekin verður hjartaloka úr lungnaslagæð og hún sett í stað ónýtrar í ósæð sem liggur að hjarta. Ný ígrædd loka verður svo sett í lungna- slagæð. í aðgerð sem Björgvin fór í á Landspítalanum í maí sl. voru þrengsli í ósæðum blásin út. Björgvin með boltann góða sem hann fékk, áritaðan af leikmönnum úrvalsliða Keflavíkur og KR í körfubolta. „Það hefur hangið yfir okkur alla tíð, að við þyrftum að fara með Björgvin í hjartaaðgerð," segir Ragna. Heiðursgestur á körfuboltaleik > Björgvin var síðastliðinn sunnu- dag heiðursgestur á leik bestu liða íslands í körfubolta, meist- arakeppni KKÍ, það er Keflavík- ur og Grindavíkur í kvenna- flokki og Keflavíkur og KR í karlaflokki. Leikurinn var háð- ur í Keílavík. Að leikslokum fékk Björgvin knöttinn, sem notaður var í leiknum að gjöf, áritaðan af leikmönnum karla- liðanna, sem þarna kepptu. Þá færðu körfuknattleiksmenn Neistanum - félagi hjartveikra barna - inntekt leiksins að gjöf sem styrk, og hluti hans, eða réttar 100 þús. kr. renna til Björgvins og hans fólks sem styrkur vegna utanfararinnar. „Já, ég hef mikinn áhuga á körfubolta og fer oft á leiki með mági mínum. Ég held með Keflavík og mínir uppáhalds- leikmenn eru Falur Harðarson og Guðjón Skúlason," sagði Björgvin. Eins og í bómull „Það hefur hangið yfir okk- ur alla tíð, að við þyrftum að fara með Björg- vin í hjartaað- gerð,“ segir Ragna Svein- björnsdóttir, móðir Björg- vins. „Vissulega hafa veikindi hans snert alla í íjölskyldunni mikið og hann hef- ur fengið vernd frá okkur öllum. Ilann er yngstur fimm systkina, og auðvitað fær yngsta barnið alltaf mikla vernd og athygli. í raun og veru tekur öll fjölskyld- an þátt í þessu og veildst hálf- partinn með barninu. Við höf'um sérstakar áhyggjur haft af Björgvin í sumar; því nú hafa veikindi hans verið sem verst og hann hefur þurft að vera eins og ungi í bóm- ull. Það hefur verið honum erfitt, því á litl- um stöðum úti á landi eins og hér í Garðinum snýst allt um íþróttir og á þeim hefur Björgvin brenn- andi áhuga,“ segir hún enn- fremur. Hróðmar Ilelgason hefur verið læknir Björgvins í gegnum árin og lætur Ragna sérlega vel af liðveislu hans. Ilún segir llróðmar vera vakinn og sofinn yfir velferð sinna skjólstæðinga. Hann hafi verið þeim stoð og stytta í undirbún- ingi ferðarinnar, sem nú stend- ur fyrir dyrum. „Björgvin er eitt af fyrstu börnunum sem Ilróð- mar tók við þegar hann byrjaði störf sem hjartalæknir og hann hefur reynst okkur vel alla tíð.“ Höfum verið kvíðin Að sögn Rögnu gera læknar ráð fyrir því að gangi allt vel í að- gerðinni ytra taki ferðin vestur til Bandaríkjanna tvær til þrjár vikur. „Vissulega höfum við ver- ið kvíðin. Upphaflega var að- gerðin áformuð snemma í sept- ember en þá var henni frestað með tveggja daga fyrirvara. Það varð óskaplega mikið spennnu- fall hjá okkur og nú hefur sama spennan aftur verið að hlaðast upp,“ segir Ragna. - Sem áður segir fer dóttir hennar Ingi- björg, 23ja ára gömul, hjúkrun- arnemi á Akureyri, með henni og Björgvin vestur um haf. Hún segist hafa orð fyrir góðri þjón- ustu á sjúkrahúsinu vestra - svo sem túlkaþjónustu. „En ætli maður geti ekki bjargað sér á enskunni," segir hún. Mynd: Hilmar Bragi. Maður undir manns hönd Sem áður segir fókk Björgvin 100 þús. kr. styrk frá Neistan- um vegna ferðar sinnar. Þá greiðir Tryggingastofnun ríkis- ins fargjald Björgvins og móður hans, en fyrir systur hans verða þau að greiða úr eigin vasa. „Þeim reglum finnst mér að megi breyta, því mér er mikill stuðningur í því að fá Ingibjörg með mér,“ segir Ragna. Þá hafa bekkjarsystkini Björgvins lagt honum lið og gáfu honum átta þúsund kr. vegna ferðarinnar út - og einnig hafa foreldrar þeirra gengið í hús í Garðinum og safnað peningum í sama til- gangi og orðið vel ágengt. Þannig hefur það verið suður með sjó að maður hefur gengið undir manns hönd að hjálpa Björgvini og ijölskyldu hans. Sannar það enn og aftur hve samhjálpin er ríkur þáttur í hinu fámenna samfélagi á ís- landi. -sbs. „Viðhöfum haft áhyggjur afBjörg- vin t sumar; því nú hafa veikindi hans verið sem verst og hann hefur þurft að vera eins og ungi íhómull.(( Bjartsýnn bolta- strákur

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.