Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Qupperneq 6
18 - Miðvikudagur 1. október 1997
^jDitgur-ÍEmmm
LISTALIFIÐ I LANDINU
SXórhugwr
og skáld-
legt
frelsi
Fiskibátur frá 1958. Sjávarmyndirnar eru tjáningarríkar og nákvæmar.
Gunnlaugur Schev-
ing arfleiddi Lista-
safn íslands að
verkum sínum og
sýning á þeim verð-
ur opnuð nœstkom-
andi laugardag í
Listasafni íslands.
Þær fela í sér margt hið
fegursta úr íslenskri arf-
leifð, stutt lærdómum
heimslistarinnar, túlkað af stór-
hug og skáldlegu frelsi nýrra
tíma. Þannig munu þær geym-
ast og varpa ljóma sínum yfir
mikið svið í íslenskri sögu,“
sagði Björn Th. Björnsson list-
fræðingur í bókinni íslensk
myndlist og var þar að fjalla um
mikilfenglegar myndir Gunn-
laugs Schevings.
Gunnlaugur Scheving var
einn expressjónistanna í nor-
rænni list og einn ástsælasti
myndlistarmaður íslendinga á
þessari öld, þótt hann hafi á
fimmta áratugnum fengið þá
umsögn í blaði, ásamt Porvaldi
Skúlasyni, að vera „í fremstu
röð klessumálara hér á landi“.
Gunnlaugur fæddist árið 1904
og ólst upp á Austurlandi, en
sautján ára fór hann til Reykja-
víkur að læra teikningu í einka-
skóla Guðmundar Thorsteins-
sonar listamálara (Muggs) og
hjá Einari Jónssyni myndhöggv-
ara. „Blýanturinn var mitt upp-
áhald og mín ástríða - hann var
fyrsta verkfærið sem ég þekkti,"
sagði Gunnlaugur. Ifann stund-
aði nám í teikniskóla Viggos
Brandts í Ríkislistasafninu í
Kaupmannahöfn og síðar í Kon-
unglegu akademíunni, en flutt-
ist heim að námi loknu.
Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur hel'ur sagt að myndþróun
Gunnlaugs Schevings hafi verið
furðanlega hliðstæð þjóðarsög-
unni á sama tímabili. „Hún
hófst með litlum og þröngum
myndum kreppuáranna, lá til
opinna og athafnamikilla á
uppgangsárunum í stríðslok og
þar eftir, og loks hinna stór-
sniðnu og huglægu verka síð-
ustu ára, þegar opinber stór-
hýsi eru orðin sjálfsagður vett-
vangur myndlista."
samskilnings, og telpan litla
með skýluklútinn heldur ævin-
lega upp blóminu sínu, líkt og
Kristsbarnið hendi sinni á forn-
um Maríumyndum,“ segir Björn
Th. Björnsson í bók sinni ís-
lensk myndlist. Hann segir
einnig: „Myndefni þetta verður
samt varla til viðhlítar skilið
nema höfð sé í huga sú veröld
sem íslenskt alþýðufólk bjó sér
til í þrengingum sínum, þjóð-
sagnaheimurinn, þar sem sól er
uppi öllum nóttum, þar sem
gróður bregst ekki né grös
sölna.“
Hið myndræna líf
„Ég hef haft áhuga á því að ná
einhverju mónúmental, ein-
hverju stóru í myndirnar. Sumir
áfíta þetta kannski galla, en ég
get einhvern veginn ekki án
þess verið,“ sagði Gunnlaugur
eitt sinn. Hann sagði einnig:
„Ýmsir munu ef lil vill vera
þannig gerðir að þeim finnst
það vera mikil vöntun, að
myndlistin hafi ekki annað að
bjóða áhorfendum en hið
myndræna líf. Við nánari kynni
mun fólk sjá að hið myndræna
er ákaflega fjölþætt, svo fjöl-
þætt, að maður óskar þess vart,
að þessi listgrein hafi annað að
bjóða en hið myndræna." kb
„Efni þeirra, stærð og skipan orka
á menn sem ein heild, þrungin al-
vöru og innri spennu undir hljóð-
látu yfirborðinu," segir Júlíana
Gottskálksdóttir um sjávarmyndir
Gunnlaugs
endanær neina tilraun tif
útlistunar. Það er hið dul-
arfulla andrúm, stærð
mannanna í þessari
þröngu veröld bátsins
andstætt víðernum hafs
og himins, sem eitt fyrir
honum vakir. Og í því
koma hinar miklu and-
stæður litanna til sögu.“
Hin heilaga kýr
Gunnlaugur bar virðingu
fyrir alþýðutrú og alþýðu-
speki og þjóðsagnar-
kenndur blær einkenndi
gjarnan sveitalífsmyndir
hans, eins og til dæmis
Sumarnótt.
„Kýrin er þar heilagt
dýr, alspök; milli hennar
og konunnar liggur hljóð-
ur strengur þúsund ára
Sumarnótt frá 1959. Sveitamyndir listmálarans eru hlýlegar og draumkenndar.
Einstæðar sjávar-
myndir
Eitt helsta viðfangsefni
Gunnlaugs var lífið til
sjávar og sveita og mann-
eskjan var þungamiðjan í
verkum hans.
„Mér mundi aldrei
detta í hug að mála mynd
af fólki við heyskap í rign-
ingu eða þoku. En slíkt
veðurfar á vel við í sjávar-
myndum. Dumbungur og
þoka er veiðilegt veður,“
sagði Gunnlaugur og
þetta viðhorf hans endur-
speglaðist mætavel í
myndum hans þar sem
sveita- og landslagsverkin
eru óhkt litskrúðugri en
sj ávarmyndirnar.
Sjávarmyndir hans eru
stórar og byggja á skáflöt-
um sem hallað er sitt á hvað.
Þessar myndir eru taldar ein-
stæðar í íslenskri myndlist og
þeim hefur verið líkl við freskur
frá endurreisnartímanum. „Efni
þeirra, stærð og skipan orka á
menn sem ein heild, þrungin al-
vöru og innri spennu undir
hljóðlátu yfirborðinu," segir
Júlíana Gottskálksdóttir.
Þegar Gunnlaugur sýndi
þessar myndir erlendis, seint á
sjötta áratugnum, skrifaði
sænskur gagnrýnandi að sér
kæmi ekkert í hug til saman-
burðar úr evrópskri list. „Með
því að minnka fjöllin en hækka
sjóndeildarhringinn og láta bát-
ana rísa á öldufaldinum urðu
smiðju, kona með geislabaug.
sjómennirnir að hálfgerð-
um risum sem báru ægis-
hjálm yfir umhverfið.
Þetta var með ráðum gert
og lýsti vel afstöðu lista-
mannsins til þeirra manna
sem sóttu sjóinn og hann
taldi sannkallaðar hetjur.
En hann hóf þá aldrei upp
á draumkennt ævin-
týraplanið eins og menn
og málleysingja í sveita-
myndunum," segir Halldór
B. Runólfsson listfræðing-
ur.
Um myndina Fiskibátur
segir Björn Th. Björnsson
í listasögu sinni: „Scheving
gerir hér ekki fremur en