Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 14. febrúar 1997
33agur-®rttirtn
Akureyri
ÚA kaupir 1.200 tonn
af þorski frá Lofoten
Þrátt fyrir gæftaleysi í Noregi gerum við ráð fyrir að fyrsti farmurinn komi
til Akureyrar 24. febrúar með leiguskipi frá Noregi, segir Guðbrandur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri.
Heiti Potturinn
Ipottinum voru menn að segja
skemmtisögur af viðskipta-
þingi, sem haldið var í gær, m.a.
eftir Geir Magnússyni, forstjóra
Olíufélagsins. Hann sagði fulltrú-
um á þinginu frá því að til hans
hefðu eitt sinn leitað ungmenni,
sem voru að safna styrkjum
handa Þjóðarbókhlöðunni. Fyrir
milljón krónu styrk bauðst Olíufé-
laginu að fá gullskjöld með nafni
sínu á vegg I bókhlöðunni góðu.
Geir sagðist í tilefni af þessu hafa
tekið það saman hversu mikið
Olíufélagið hefði greitt í sérstakan
eignaskatt - Þjóðarbókhlöðu-
skattinn svokallaða, sem lagður
var á „tímabundið“ fyrir mörgum
árum. Það reyndust litlar 55 millj-
ónir og þegar ungmennin komu
aftur, sagði Olíufélagsforstjórinn
þeim að fyrir þetta verð ætti fyrir-
tækið skilið gylltan vegg og Esso
merkið á þakið á Þjóðarbókhlöð-
una.
W
Ipottinum á Hótel Loftleiðum
segja menn að allir helstu
hugsuðir flugsins séu frá
Akureyri. Sigurður Aðalsteinsson,
Flugfélagi Norðurlands (Islands),
Gunnar Þorvaldsson hjá
íslandsflugi og Arngrimur
Jóhannsson í Atlanta. En hvað
um Sigurð Helgason héma uppi
á hæðunum, var spurt. „Jú, hann
er ekki i fluginu, hann er í ferða-
þjónustu og flugvélasölunni."
Ellert B. Schram er formaður
Ólympíunefndar íslands. Hjá
Alþjóðaólympíunefndinni er hins
vegar til þýðing á leiðara í DV
merktum Ellerti. Hann fjallaði um
alþjóðanefndina I leiðara fyrir
rúmum tveimur árum. Þar lýsir
hann Samaranch alheimsforseta,
núverandi yfirmanni sínum, svo:
„Safnar um sig hirð auðsveipra
viðhlæjenda og þar ráða geðþótti
og duttlungarforsetans mestu ef
ekki öllu. Hann ferðast um heim-
inn með konunglegri viðhöfn og
margar sögur eru sagðar af ríki-
dæmi, bruðli og vafasömum af-
skiptum Alþjóðaólympíunefndar-
innar sem eru í litlu samræmi við
sjálfa ólympíuhugsjónina." Þessi
fleygu orð í DV eru sögð hafa
vakið litla kátínu hjá alþjóðasam-
bandinu. En nú getur Ellert sótt
að hinum spillta forseta sínum...
S
form Utgerðarfélags Ak-
ureyringa hf. um kaup á
fiski frá Norður-Noregi
hafa í engu breyst þrátt fyrir
mótmæli forsvarsmanna sjó-
manna í norðurhluta Noregs,
sem m.a. hefur mátt lesa í
FISKAREN. Þar er því mótmælt
að verið sé að selja fisk til Ak-
ureyrar á sama tíma og verið sé
að leggja niður byggð í nyrstu
byggðum Noregs. Kaup íslend-
inga á þorski frá Noregi hafa
komið inn í viðræður íslenska
og norska utanríkisráðherrans
um Smuguveiðar í tengslum við
heimsókn forseta íslands til
Noregs og er formaður heildar-
samtaka norska sjávarútvegs-
ins, Oddmund Bye, sagður sátt-
fúsari en oft áður. Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
ÚA, segir að þessi umræða í
Noregi hafi ekki mikil áhrif á
fiskkaupaáform ÚA þaðan.
„Það hefur verið mikið
gæftaleysi í Noregi en við ger-
um ráð fyrir að fyrsti farmurinn
komi 24. febrúar með Utlu
leiguskipi frá Noregi. Ég vona
að við náum um 300 tonnum í
hverri ferð skipsins, sem áætl-
aðar eru fimm talsins. Þannig
Hagnaður af rekstri Bún-
aðarbanka íslands nam
516 millj. kr. í fyrra, að
teknu tilliti til skatta. Jókst
hagnaðurinn á síðasta ári um
63% frá 1995. Góða afkomu má
fyrst og fremst rekja til aukinna
umsvifa á árinu og minni af-
skrifta útlána, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Arðsemi eigin Qár Búnaðar-
ættum við að geta keypt um
1.200 tonn og er þetta fram-
hald fiskkaupa frá Noregi fyrr á
árinu en þá fengum við um 830
tonn til vinnslu frá Finnmörku.
bankans var 8,6% á síðasta ári.
Vaxtamunur Iækkaði og var
4,7%. Niðurstaða efnhagsreikn-
ings var 54,2 milljarðar, og er
það 13% hækkun milli ára. Eig-
ið fé í árslok var 4.184 millj. kr.
Framlög á afskriftareikning
útlána minnkuðu. Alls voru
færðar 405 millj. á afskrifta-
reikning útlána, en 508 millj.
kr. í hitteðfyrra. Sem hlutfall af
Vertíðin við Noreg er mun
sunnar nú, eða við Lofoten og
lýkur henni þar um miðjan apr-
ílmánuð," sagði Guðbrandur
Sigurðsson. GG
meðalstöðu efnahagsreiknings
var framlagið 0,79%. Útlán í lok
síðasta árs voru 39.811 milljón-
ir og jukust um 17% frá fyrra
ári - á sama tíma og meðal
aukning banka og sparisjóða er
um 11%. í árslok var hlutdeild
bankans í heildarútlánum og
markaðsbréfaeign innlánsstofn-
ana 19,7%. -sbs.
Listasafn
Ólafur
skipaður
Menntamálaráðherra hefur
skipað Ólaf Kvaran, list-
fræðing, forstöðumann Lista-
safns fslands til næstu fimm
ára. Skipunin gildir frá 1. mars.
Umsóknarfrestur um stöðuna
rann út þann 1. febrúar og
sóttu m'u um. -sbs
Jafningjafræðsla
Námsmenn
gegn vímu
Fyrsta mars verður helgaður
baráttu námsmanna gegn
vímuefnum. Jafningjafræðsla
framhaldsskólanna hefur nú
starfað í nær eitt ár og staðið
fyrir um 6000 „samtölum" eða
fundum um vímuefni. Frekara
starf verður kynnt á næstunni,
þar sem ekki er ætlunin að gefa
eftir í baráttunni.
Akureyri
Náttúnuiýting
á norðurslóð
s
Idag verður málþing á Akur-
eyri um náttúrunýtingu á
norðurslóð. Þingið er á vegum
umhverfisráðuneytisins og
Samvinnunefndar um norður-
málefni. Fjölmörg erindi verða
flutt og umræður. Klukkan 9
ávarpar Guðmundur Bjarnason
ráðstefnugesti. Síðan verða er-
indi Haraldar Bessasonar um líf
Vilhjálms Stefánssonar og Páls
Skúlasonar um siðfræði og nýt-
ingu náttúrunnar. Klukkan
10.30 hefjast erindi um al-
þjóðasamstarf af ýmsu tagi. Eft-
ir hádegi má geta nokkurra er-
inda og umræðna um hvalveið-
ar. Ráðstefnan er á Hótel KEA
og hefst kl. 9, hún stendur til kl.
17.30 og er öllum opin.
Búnðarbankinn
Stóraukinn hagnaður
Oftúlkaðar blaðafréttir
Karl Steinar Valsson
afbrotafrœðingur hjá
Lögreglunni í Reykjavík
Á málþingi um ofbeldi meðal
ungs fólks sem Ungmenna-
deild Reykjavíkurdeildar RKÍ
og Nordklúbburinn standa
fyrir í dag, mun Karl Steinar
rœða um „Þróun ofbeldis á
höfuðborgarsvœðinu “.
Karl er menntaður afbrotafræðingur
frá háskóla í Kaliformu, en starfaði um
10 ára skeið í Reykjavíkurlögreglunni.
„Þetta ástand hefur alla vega gerst
svakalegra í ijölmiðlunum, umfjöllun
þeirra spilar vissulega inn í. En í sjálfu
sér verðum við ekki varir við miklar
breytingar. Eitt og eitt mál sker sig úr.“
- Þannig að mynd Jjölmiðla af
ástandinu er ekki kórrétt mynd af ís-
lenskum œskulýð?
„Nei, þetta er alls ekki rétt mynd, og
sem betur fer öðru nær. Grundvallar-
atriðið er þetta: Við sjáum ekki neina
aukningu á ofbeldisverkum sem ung-
lingar fremja. Það koma upp örfá mál
á hverju ári sem vekja athygli, og
kannski eðilegt að slíkt fái umfjöllun,
en mér finnst þetta allt oftúlkað. Það
eru aðeins örfáir sem standa bak við
meirihluta þessara brota.“
- Hvernig flokkast líkamsmeiðing-
ar milli aldurshópa í skýrslum lög-
reglunnar í Reykjavík?
„Ég hef að vísu ekki samantekt um
síðasta ár. En ungt fólk yngra en 18
ára hefur framið um 20% líkamsmeið-
inga. Meirihluti shkra verka hafa því
verið unnin af eldra fólki en 18 ára.
Aldurshópurinn 18 til 24 ára er
þungamiðjuhópur, ábyrgur fyrir um
það bil helmingi slíkra afbrota."
- En eftir 24 ára aldurinn mildast
fólkið kannski og lœtur af líkams-
meiðingum?
„Ekki virðist það svo, helmingur lík-
amsmeiðinga er af völdum þeirra sem
eldri eru en 24 ára. Dómsmálaráð-
herra er að leggja fram skýrslu á Al-
þingi um heimilisofbeldi og þar er
komið inn á margt sem varðar þessi
mál og sýnir þetta.“
- En hvernig er ástandið utan höf-
uðborgarsvœðisins?
„Það hefur komið fram að það er
mjög svipað ástand úti á landi varð-
andi líkamsmeiðingar. En umíjöllun
blaða er að langmestu leyti um tilvik
sem gerst hafa á höfuðborgarsvæð-
inu.“
- Kemur þetta ofbeldi ungs fólks frá
heimilum þess, vegna uppeldis þess?
„Það er engin algild regla til um
það, en okkur sýnist frekar að ofbeldi
sé að færast inn á heimilin, það er
frekar að sjá þróun í þá átt.“
- Þáttur vímuefna af ýmsu tagi
hlýtur að vera stór þegar líkams-
meiðingar verða?
„Það er ákveðin einföld lausn að
vísa x áfengisneyslu eða ástand. En það
er auðvitað engin spurning að í vel-
flestum tilvikum slagsmála, sem við
höfum afskipti af, þá er það út af fólki
sem er undir áfengisáhrifum, eða í
vímuefnum." -JBP