Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Qupperneq 4
4 - Föstudagur 14. febrúar 1997 4Ditgur-®mrám Lífeyrismál Nektardans Konur áhuga- samari en karlamir Fólk hefur eínfaldlega ekki efni á lífeyrissjóðskröfunni Magnús L. Sveinsson formaður VR Jöfnun lífeyris- ^ réttinda geymd en ekki gleymd Krafan um jöfnun lífeyr- isréttinda of stórt mál til að hægt sé að ná því í höfn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fólk hefur ekkert efni á því að taka af því litla sem það á í vændum í lífeyris- sjóðinn,“ segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. í kröfugerð VR er lagt til að skipuð verði nefnd fuU- trúa vinnumarkaðarins til að vinna að því að tryggja launafólki á al- menna markaðnum sambærileg lífeyrisrétt- indi og tíðkast hjá rfk- inu. Þessi afstaða er at- hyglisverð í ljósi af- stöðu miðstjórnar ASÍ sl. desember þegar hún Qallaði um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins. í umsögninni kom fram að ekki yrði hægt að ganga frá kjarasamningum fyrr en óyggj- andi staðfesting lægi fyrir af hálfu stjórnvalda um að öllum landsmönnum verði tryggð sömu lífeyrissjóðsréttindi. „Þetta er geymt en ekki gleymt," segir formaður VR. Hann segir að jöfnun lífeyris- réttinda sé það stórt mál að það verði ekki leyst í yfirstandandi viðræðulotu um gerð nýrra kjarasamninga. Þess í stað leggur VR áherslu á að fulltrúar vinnumarkaðarins ræði með hvaða hætti sé hægt að tryggja launafólki á almenna vinnu- markaðnum sambærileg lífeyr- isréttindi og eru hjá ríkinu. Nauðsynlegt sé að tryggja þetta jafnræði í ljósi þess að þeir sem standa undir stærstum hluta greiðslu lífeyrisréttinda til ríkis- starfsmanna búa sjálfir við stórlega lakari lífeyrisrétt. -grh Allt að 2-3 mánaða bið verð- ur á því að konum verði aft- ur boðið að sjá nektarsýningar karla í Óðali við Austurvöll. Þrátt fyrir að konur hafi fjöl- mennt á staðinn um sl. helgi til sjá Ijóra erlenda nektardans- karla, er mun dýrara og erfiðra að fá þá til landsins en konur. „Konurnar voru jafnvel öllu áhugasamari en karlarnir," segir Valur Magnússon, ráðgjafi Garðars Kjartanssonar eigenda Óðals, um viðtökurnar um sl. helgi. Hann segir að þessi teg- und skemmtunar sem kennd hefur verið við hst, hafi gengið framar vonum frá því að hún hófst sl. haust með erlendum nektardansmeyjum. -grh Akureyri Kostnaðurinn 150 millj. kr. Fjölmenni sótti borgarafundinn um skólamál á Akureyri. Myna: gs greiningur um tiilögu skólanefndar Akureyr- ar um fyrirkomulag skólamála sunnan Glerár kom skýrt fram á almennum borg- arafundi sem skólanefndin boðaði til í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í fyrrakvöld. Greinilegt er að andstaðan við tillögu skólanefndar er mest áberandi meðal foreldra og kennara í Gagnfræðaskól- anum en bæði foreidraráð, kennarar og skólastjórnendur í Bamaskólanum, Oddeyrar- skóla og Lundarskóla era sátt vlð eða þokkalega sátt vlð þá stefnu sem mörkuð hefur verið. Jakob Bjömsson bæjarstjóri tilkynnti á fundinum að bæjarráð hefði bókað fyrr um daginn að málið færi aftur til skólanefndar sem íjalli frekar um málið. Það þýddi aftur að fyrsti mögulegi af- greiðslutími tillögunnar í gegnum bæjarkerfið verður á bæjarstjórn- arfundi 4. mars. Óskaði bæjar- stjóri eftir að menn nýttu þennan túna vel til að kynna sér málið og undirstrikaði að engin endanleg ákvörðun lægi fyrir. Samráð um tillögu Starfandi skólanefndarformaður, Jón Ingi Cecarsson, gerði grein fyrir tillögu skólanefndar og hvernig hún varð til. Hann benti m.a. á að mikið starf hafi farið fram áður en endanleg tillaga kom fram um að breyta grunn- skólunum sunnan Glerár í heild- stæða hverfisskóla frá 1.-10. bekk og að sameina Barnaskólann og Gagnfræðaskólann í einn skóla, Brekkuskóla. Hann útskýrði sam- ráðsferlið sem farið var í gegnum en starfshópar störfuðu í öllum skólunum með fulltrúum for- eldra, kennara og skólanefndar. Þessir starfshópar gerðu síðan til- lögur um framtíðarlausn sem sér- stök samræmingarnefnd tók við og vann upp úr tillögur til skóla- nefndar. Þrjár af fjórum tillögum starfshópanna eru samrýmanleg- ar endanlegri tillögu skólanefnd- ar, en sú fjórða frá Gagnfræða- skóla Akureyrar stangast alveg á við hana. Það kom fram hjá Ing- ólfi Ámannssyni skólafulltrúa og hjá Þorsteini Sigurðssyni skóla- nefndarmanni að húsnæðismál grunnskólanna sunnan Glerár krefðust úrbóta. Hvort sem hverf- isskólaleiðin yrði farin eða byggt upp í kringum óbreytt ástand, myndi það kosta um 150 milljónir króna að leysa úr þessu. Fjár- hagslegur munur á leiðum væri því ekki ákvarðandi þáttur. En það kemur ekki í veg fyrir að menn skiptist í flokka í máUnu. Fulltrúar foreldra Áherslumunurinn kom sérstak- lega vel fram í ávörpum fulltrúa foreldrafélaga skólanna. Róbert Sigurðsson frá Lundarskóla sagði raunar engin afgerandi skilaboð frá sínu fólki en þó hefði hann persónulega á tilfinningunni að fleiri væru hlynntir hverfisskóla- lausn en að hafa safnskóla í Gagnfræðaskóla Akureyrar. PáU Tómasson, fuUtrúi foreldra við Barnaskólann, var hins vegar ekkert að skafa utan af stuðn- ingnum við tillögu skólanefndar. Hann talaði um að með henni hefði skapast „einstakt tækifæri“ til að skapa öflugt og gott skóla- starf á Brekkunni þar sem allt væri til staðar sem prýða þyrfti góðan grunnskóla. Kannanir En markalínur skýrðust enn frek- ar þegar fulltrúar foreldra við Gagnfræðaskólann og Oddeyrar- skóla kynntu sín sjónarmið. Báðir þessir fuUtrúar komu vopnaðir könnunum sem gerðar höfðu ver- ið og sýndu þær hvor sitt. Erling- ur Níelsson úr Oddeyrarskóla Kara Guðrún Melstað segir tillögu skólanefndar ómögulega kynnti viðhorfskönnun sem sýndi stuðning rétt tæpra 90% foreldra við hverfisskóla, og sagði hann þennan eindregna vilja foreldra ráða mestu um þá niðurstöðu starfshópsins að mæla með hverf- isskólaleiðinni. Einnig benti hann á landfræðUega sérstöðu Oddeyr- arbúa og rétt foreldra og nem- enda að börn gætu klárað grunn- skólann í sínu hverfi. Gagnfræðaskólinn Andstaðan við tillögu skólanefnd- ar kristaUaðist hins vegar í mál- Erlingur Níeisson fulltrúi foreldra úr Oddeyrarskóla vill hverfisskóla flutningi Köru Guðrúnar Melstað, fulltrúa foreldra í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Kara sagði tU- Iögu skólanefndar með eindæm- um og gaf lítið fyrir rökstuðning hennar. Tók hún sem dæmi fuU- yrðingar um eindreginn vilja for- eldra og nemenda ekki síður en skoðun sérfræðinga að hverfis- skólafyrirkomulagið væri betra og eftirsóknarverðara. Kara vé- fengdi könnun sem kynnt hafði verið til að sýna meirihlutavUja foreldra og nemenda, og benti á að með því að undanskilja for- eldra skólabarna norðan Glerár væri meirihlutinn ekki fyrir hendi. Ilún kynnti einnig könnun sem starfshópurinn hafði gert í Gagnfræðaskólanum og sýndi mikla fylgni bæði foreldra og nemenda við óbreytt safnskóla ástand. Eins dró hún í efa að sér- fræðiráðgjöf skólanefndar væri eins umfangsmikil og af væri lát- ið, enda hefðu fyrst og fremst komið að málinu starfsfólk bæjar- ins en ekki leitað lengra eftir ráð- gjöf eða áliti. Aðal niðurstaða Köru Guðrún- ar var að málið væri í raun ekki nema hálf unnið og krafðist hún þess að skólanefnd tæki málið aftur upp frá grunni og að ekkert yrði gert fyrr en búið væri að út- færa nákvæmlega hvernig menn ætluðu að haga skólastarfi í ein- stökum atriðum. Menn yrðu að vita nákvæmlega hvað þeir ætl- uðu að gera áður en þeir færu að framkvæma. Tilfinningahiti í umræðum á fundinum kraum- uðu tilfinningar undir og það var grimnt á „ómálefnalegum“ dylgj- um á báða bóga og var kvartað undan slíku á fundinum. Skóla- nefndarmenn voru stundum sak- aðir um að hafa verið fyrirfram ákveðnir í því að koma á hverfis- skólum hvað sem tautaði og eins var tilhneiging til að gera lítið úr störfum og verkum þeirra sem að skólanefndartillögunni stóðu. Það þótti þeim hinum sömu ósann- gjörn aðdróttun. Á hinn bóginn var líka grunnt á efasemdum um þær hvatir sem liggja að baki stuðningi manna við óbreytt ástand. Þannig var hvað eftir annað gefið í skyn að starfshags- munir starfsfólks og stjórnenda í Gagnfræðaskólanum réðu miklu um afstöðu þeirra. Niðurstaða þessa 200 manna borgarafundar var sú að taka upphafsáskorun bæjarstjórans um að nauðsynlegt væri að nota tímann vel sem þó er til stefnu áður en málið verður afgreitt í gegnum kerfið. í heild virðist þó flest benda til að tillaga skólanefndar muni á endanum verða ofan á, andstaðan sé ein- faldlega ekki næg og of staðbund- in við Gagnfræðaskólann. -BG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.