Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Page 6
6 - Föstudagur 14. febrúar 1997 |Dajgur-'3Iímtmt F R E T T I R Kjaramál Launakröfumar hógværar Almenningur er óánægður með kjör sín og styður 70 þúsund króna lágmarkslaun. Margir styðja verk- fall ef í nauðir rekur. Matthildur Guðmundsdóttir og Kristín Björg Kristjánsdóttir styðja 70 þúsund króna lágmarkslaun. Kjaramálin hafa verið í brennidepli að undan- förnu enda hlýtur mörg- um láglaunamanninum að svíða launakjör bankastjór- anna, sem nema hundruðum þúsunda og hafa hækkað um 52 prósent, á bilinu 110-165 þús- und, síðustu árin, meðan aðrir berjast fyrir 70 þúsund króna lágmarkslaunum. Almenningur virðist óþreyjufullur og heimtar sneið af góðærinu en hversu óþreyjufullt er fólk? Skoðana- könnunum ber ekki saman um það. Nýleg könnun í DV sýnir að tæpur meirihluti, 45,3 prósent kjósenda, vill leggja niður vinnu en 54,7 prósent eru andvíg verkfalli. Könnun Hagvangs sýnir að 43,2 prósent styðja verkfall meðan 56,8 prósent eru á móti verkfalli og það þó að 55 prósent svarenda séu óánægð með launin sín. En hvað segir almenningur um 70 þúsund króna lágmarks- laun? Og verkfall? Vilja menn fórna sumardeginum fyrsta fyr- ir þriggja daga helgarfrí, eins og lagt er til? Hér koma nokkur svör. Fólk er reitt „Laun bankastjóra eru alltof há og lægstu laun of lág. Ég vil að lægsta kaupið verði hækkað," segir Stefán Hermannsson, at- vinnulaus. Stefán er lítið hriilnn af verkföllum þó að hann útiloki ekkert í því efni og líkar ekki til- lagan um sumardaginn fyrsta. „Hann er gamall frídagur. Ég er svo íhaldssamur að ég vil ekki missa hann,“ segir Stefán. Helga Arngrxmsdóttir, af- greiðslukona í lyfjabúð, telur að upplýsingarnar um kjaramál bankastjóra hljóti að hfeypa meiri hörku í láglaunafólk því að fólk sé óhjákvæmilega reitt. Henm flnnst krafan um 70 þús- unda króna lágmarkslaun of lág og vill setja mörkin við 100 þúsund. Stefán Hermannsson vill að kaupið verði hækkað. Helga er ekki tilbúin til að svara því hvort hún styðji verk- fall því að „verkföll eru auðvit- að ekki af hinu góða þó að þau geti reynst nauðsynleg. Ég reikna með því að ég styddi verkfall ef í hart færi,“ segir hiín og kveðst reiðubúin að skoða tillöguna um sumardag- inn fyrsta. Sanngjarnt og sjálfsagt „Eg vil helst ekki fara í verkfall en ég myndi láta mig hafa það ef í hart færi,“ segir Inga Éin- arsdóttir, gjaldkeri. Henni finnst sanngjarnt og sjálfsagt að hækka lægstu launin í 70 þús- und og sömuleiðis að skipta út sumardeginum fyrsta í staðinn fyrir lengra helgarfrí. Inga er óhress með launakjör banka- stjóranna. Sigurður Þorkelsson ríkisfé- hirðir telur að háu launin séu ekki vandamálið í þjóðfélaginu heldur lágu laurnn. Bankastjór- ar megi vera hátt launaðir og „vera þá ábyrgir. Ef þeir standa sig ekki í starfi ættu þeir að víkja," segir hann. Sigurður tel- ur hins vegar að aukagreiðslum fyrir nefndastörf og þvíumlíkt sé ofaukið. „Það eru mörg sjónarmið. Eru menn að skapa þau verð- mæti að það sé hægt að borga meira fyrir vinnuna? Það fer eftir því hvers konar störfum þeir sinna. Ef launin eru hækk- uð og þeir skapa ekki þau verð- mæti sem það kostar þá missa þeir atvinnuna. Ef þeir vinna hjá ríkinu þá gegnir öðru máli. Þá er hægt að verðleggja þetta öðruvísi," segir hann. Sigurður telur skipta mestu máli að halda niðri verðbólg- unni og segir að það séu bestu kjörin sem skuldugir menn geti fengið. Það sé miklu meira virði en hærra kaup. Hann segist ekki geta svarað því hvort fólk hafi fengið sinn skerf af góðær- „Ég styddi verkfall ef í hart færi,“ segir Helga Arngrímsdóttir. inu enda hafi hann enga að- stöðu til að meta það. „Spurningin er hver er fram- leiðni þjóðarinnar, aukin verð- mætasköpun er númer eitt,“ segir hann og telur verkfall vera það versta sem menn geti fengið yfir sig. „Menn eru að knýja fram há laun. Af því leiðir aukna verðbólgu. Þeir skuldugu verða að borga meira í afborg- anir og vexti en þeir fepgu í kauphækkun," segir hann. Óhuggulegt bil Matthildur Guðmundsdóttir og Kristín Björg Kristjánsdóttir, starfsmenn Pósts og síma, styðja báðar 70 þúsund króna lágmarkslaun og vilja hækka kröfuna í 100 þúsund. Þær benda á að það sé síst of hátt eins og ástandið sé í þjóðfélag- inu í dag. Þær eru ósammála um verkfall en sammála um að launakjör bankastjóra séu of há miðað við kjör annarra í land- inu. „Mér finnst óhuggulega stórt bil milli launakjara bankastjór- anna og hógværra krafna um lágmarkslaun hjá almennu verkafólki. Það er mjög skugga- legt. Það verður að hækka lægstu launin,“ segir Kristín Björg. Hún telur að sumardag- urinn fyrsti sé „ónýtanlegur dagur, kalt og rigning og það eru það margir frídagar kring- „Bankastjórar megi vera hátt laun aðir,“ segir Sigurður Þorkelsson. um páskana að það má alveg færa hann,“ segir Kristín Björg. Tíkall á tímann „Bankastjóralaunin eru auðvit- að vitleysa. Þetta er siðlaust, rétt einsog að menn geti skammtað sér þetta sjálfir. Launamisréttið í landinu er orðið hrikalegt; að sumir hafi 50 þúsund á mánuði, en aðrir kannski eina milljón og rúm- lega það,“ sagði Þórmóður Ein- arsson, smiður, sem við hittum á Ráðhústorgi á Akureyri. „Kröfur um 70 þúsund kr. lágmarkslaun eru vægar. En kannski er ekki hægt að fara fram á meiri hækkun í einu stökki. Ég vona aþ þessi hækk- un náist í gegn. Síðan er for- kastanlegt að fulltrúar laun- þega séu að bjóða 2 til 3% launahækkanir. Það er tíkall á tímann hjá almennu verka- fólki,“ bætti hann við. Þormóður segir að verkföll séu eina vopn íslenskrar alþýðu ef í hart fer. Það sé hins vegar alltaf slæmt að beita vopninu, og vonandi þurfi ekki til þess að koma. „Það er kergja í fólki vegna þessa launamisréttis og það gæti orðið stutt þar til fólk rís gegn þessu. Ef þetta misrétti verður ekki lagfært á næstu ár- um segir hin íslenska þjóð hing- að og ekki lengra.“ „Bankastjóralaunin eru auðvitað vitleysa,“ segir Þórmóður Hinars- son, smiður. Myndir: Hilmar Þór og JHF Bankastjóralaunin eru svívirða „Mér finnast launahækkanirnar til bankastjóra ekki ná nokkurri átt og vera svívirða. Mér fyndist hæfilegt að þessir menn hefðu laun sem væru svipuð því sem ráðherrar hafa. Um 300 þús. kr. á mánuði,“ sagði Gústaf Oddsson, leigubflstjóri á Bif- reiðastöð Oddeyrar. „Ég álít að þessar launa- hækkanir til bankastjóra tor- veldi gerð kjarasamninga. Ég vona samt að menn beri gæfu til að leysa samningagerðina án þess að fara í verkfóll. Brýnasta viðfangsefnið er að lægstu laun hækki. 70 þús. kr. eru algjört lágmark. En reyndar sýnist mér að samningsgrundvöllur sé af hálfu beggja aðila og að í loft- inu liggi að hægt sé að semja átakalítið,“ sagði Gústaf. Hann segir að farþegar sínir í leigubflnum tali ekki mikið um kjaramálin. „Það er einn og einn sem er gramur, en annars talar fólk ekki mikið um þetta. Nei, leigubflstjórar hafa ekki góð laun. Að minnsta kosti þurfa þeir að vinna langan vinnudag til að ná launum sem hægt er að lifa af. Að jafnaði er minn vinnudagur 10 til tólf tím- ar á dag,“ sagði Gústaf. -sbs og GHS. „Ég áiít að þessar launahækkanir til bankastjóra torveldi gerð kjara- samninga," segir Gústaf Oddsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.