Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Qupperneq 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Qupperneq 12
wmmmmmmmam BnSHH ®cigur-©itmtti mmmmmm Föstudagur 14. febrúar 1997 Utsala á Candy heimílistækjum Línuritin sýna ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Björn Sævar Einarsson veðurfrœðingur Það frystir um land allt. Austan kaldi eða stinningskaldi. Slydda eða snjókoma með köflum um sunnanvert landið en él norðvestanvert. Útlit er fyrir rólegt veður um helgina. FRJÁLSÍÞRÓTTIR • Listi IAAF yfir bestu afrek ársins í heiminum Þrír íslendingar i hópi tuttugu bestu m Þ rír íslenskir frjálsíþrótta- Imenn eru hópi þeirra tuttugu bestu í greinum sínum á síðasta ári samkvæmt lista Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins (IAAF) sem kom ný- lega út. Fjórði íslendingurinn, Pétur Guðmxmdsson kúluvarp- ari, væri einnig á listanum yfir tuttugu efstu, ef árangur hans á móti í Alabama, hefði skilað sér. Pétur varpaði kúlunni 20,12 á mótinu sem ekki var á skrá IAAF. Svo virðist sem ekki hafi verið hirt um að senda inn árangur hans, sem dugað hefði til 18.-19. sætisins á listanum. íslenskar konur hafa aldrei náð jafn ofarlega á lista, eins og á síðasta ári. Vala Flosadóttir náði 6. besta árangri ársins í stangarstökki kvenna þegar hún stökk 4,17 m á Evrópumóti félagsliða sem fram fór í Bor- deaux í Frakklandi sl. haust. Vala, sem nú keppir fyrir ÍR, hefur sem kunnugt er þegar bætt þann árangur sinn um þrjá sentimetra í ár, á Afmælis- móti sem ÍR hélt nýlega hér á landi. Vala sem hélt upp á 18 ára afmælisdag sinn í september er yngsta konan á listanum. Þær sem eru í 9. og 10. sæti eru fæddar 1977 og því ári eldri, en þær sem skipa þrjú efstu sætin á listanum eru 24 og 25 ára. Nokkrar yngri stúlkur er að finna þegar litið er neðar á list- ann. Amandine Homo frá Vala Flosadóttir var í 6. sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambands- ins í stangarstökki á síðasta ári. KAUPLAND KAUPANGI Slml 462 3565 • Fax 461 1829 Guðrún Arnardóttir sem náði 13. besta árangri síðasta árs í 400 m grindahlaupi og Jón Arnar Magnússon sem var 20. í tugþraut. Frakklandi, sem stökk hæst 4,05 metra er í 17,- 20. sæti, en hún hélt upp á sextán ára af- mæli sitt í desember. Guðrún Arnardótt- ir náði tíunda besta tímanum í 400 m grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Atlanta. Iiún hljóp á 54,81 sek og það reyndist 13. besti ár- angur ársins í þessari grein. Guðrún hefur einnig verið framar- lega í 100 m grinda- hlaupi, en hún var nokkuð frá því að ná inn á hsta þeirra fimmtíu bestu í þeirri grein. Jón Arnar Magnús- son setti íslandsmet á Ólympíuleikunum í Atlanta, þar sem hann náði í 8274 stig og það var 20. besti árangur árs- ins í greininni. Vésteinn Haf- steinsson, hinn gamalreyndi kringlukastari, er í 39. sæti, en hann kastaði kringlunni 62,78 metra á móti sem haldið var í Helsingborg í júní. Martha nálægt 50. sæti Martha Ernstdóttir hlaupakona var aðeins sex sekúndum frá því að ná inn á lista þeirra fimmtíu bestu í hálfmaraþoni. Martha hljóp vegalengdina í Reykjavíkurmaraþoninu á 1 klst., 11 mínútum og 40 sek- úndum. Langbesta árangur árs- ins í greininni átti Tecla Loro- upe frá Kenya sem hljóp vega- lengdina á 67,12 mín. 66 sek- úndum betur en sú sem varð önnur í röðinni. BESTU AFREK ÁRSINS 1996 Stangarstökk kvenna 1. Emma George, Ástralíu 4,45 2. Cai Weiyan, Kína 4,33 3. Daniella Bartova, Tékkl. 4,27 4. Sun Caiyun, Kína 4,25 5. Stacy Dragila, Bandar. 4,20 6. Vala Flosadóttir, fslandi 4,17 7. Nicole Rieger, Þýskal. 4,16 8. Christine Adams, Þýskal. 4,15 9. Nastja Ryshich, Þýskal. 4,15 10. Zhong Guiqing, Kína 4,15 400 m grindahlaup kvenna 1. Deon Hemmings, Jamaíka 52,82 2. Kim Batten, Bandar. 53,08 3. Tonja Buf.-Baily, Bandar. 53,22 4. Debbie A. Parris, Jamaíka 53,97 5. Heike Meissner, Þýskal. 6. Sandra Far.-Patrick, 54,03 Bandar. 54,07 7. Tonya Williams, Bandar. 54,17 8. Silvia Rieger, Þýskal. 54,27 9. Rosey Edeh, Kanada 54,39 10. Ionela Tirlea, Rúmeníu 54,40 11. Sally Gunnel, Bretlandi 12. Tatyana Tereschuk, 54,65 Úkraníu 54,68 13. Guðrún Arnardóttir, íslandi 14. Rebecca Buchanan, 54,81 Bandar. 54,87 15. Trevaia Williams, Bandar. 54,87 Tugþraut karla 1. Dan 0’Brien, Bandar. 8824 2. Frank Buseman, Þýskal. 8706 3. Tomás Dvorák, Tékklandi 8664 4. Steve Fritz, Bandar. 8644 5. Michael Smith, Kanada 6. Eduard Hamalainen, 8626 Hv.-Rússl. 8613 7. Chris Huffins, Bandar. 8546 8. Erki Nool, Eistlandi 8543 9. Stefan Schmid, Þýskal. 8478 10. Kip Janvrin, Bandar. 8462 11. Robert Zmelik, Tékkl. 8422 12. Ricky Barker, Bandar. 8404 13. Sebastien Levicq, Frakkl 8393 14. Henrik Dagard, Svíþjóð 8338 15. Ramil Ganiyev, Uzerkist. 8318 16. Lev Lobodin, Úkraníu 8315 17. Antonio Penalver, Spáni 8307 18. Francisco J. Benet, Spáni 8294 19. Christian Plaziat, Frakkl 20. Jón Arnar Magnússon, 8282 íslandi 8274 Kringlukast karla 1. Anthony Washington, Bandar. 71,14 2. Lars Riedel, Þýskal. 3. Vladimir Dubrovsh., 71,06 Hvíta-Rússl. 67,90 4. Virgiljus Alekna, Litháen 67,82 5. Michael Möllenbeck, Þýskal. 39. Vésteinn Hafsteinsson, 67,44 íslandi 62,78

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.