Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Side 1
Su ,{?gi
. g, , 'mt#* rVSi
Laugardagur 15. febrúar1997- 80. og 81. árgangur - 32. tölublað
Hann með bindi, hún í
spariblússunni. „Við vild-
um vera fín fyrir ykkur,“
segja þau og brosa sínu
blíðasta.
A brúðkaupsdaginn,
25. maí 1996.
ASTFANGIN
UPP FYRIR HAUS
MENN VIKUNNAR
Hver er munurinn á Húnvetningum og Vestmannaeyingum?
Húnvetningar myndu aldrei reyna að koma Hallbirni Hjartar-
syni inn á þing!
Af því tilefni útnefnir Dagur-Tíminn Húnvetninga sem menn
vikunnar.
/ gœr héldu Ameríkanar upp á
dag ástarinnar. En hjá þeim
Hólmfríði og Óla í Borgarhlíðinni
á Akureyri lifir ástin alla daga árs-
ins. Þau hafa verið saman í rúm
fimmtán ár en staðfestu sambúðina á
þessu ári með því að gifta sig.
Hólmfríður Ósk Jónsdóttir og Ólafur Snæ-
björn Bjarnason eru bæði með Down
Syndrome. Fötlun þeirra kemur þó á eng-
an hátt í veg fyrir að ást þeirra fái að blómstra og
raunar fátítt að sjá hjón sem eru svo greinilega
hamingjusöm með hvort annað.
„Hvernig finnst ykkur íbúðin okkar,“ spyr Óli
tíðindamenn blaðsins og horfir stoltur í kring um
sig. „Mér finnst hún nú svolítið h'til,“ skýtur
Hólmfríður inn í og upplýsir að þau hafi von um
að komast fljótlega í stærri. Þau búa ein í íbúð-
inni en fá manneskju í nokkra klukkutíma á
hverjum degi sem er þeim innan handar. Ekki þó
við hússtörfin. „Við tökum til sjálf,“ segir Hólm-
frfður ákveðin og leggur mikla áherslu á að þau
séu dugleg við að bjarga sér upp á eigin spýtur.
í vinnu og skóla
Bæði Hólmfríður og Óli eru í vinnu. Hún vinnur
hjá Brauðgerð KEA og hann á vernduðum vinnu-
stað við Iðjulund. „Svo er ég líka í skóla. Þannig
að það er rosalega mikið að gera,“ upplýsir
Hólmfríður, en hún sækir tíma í Hvammshlíðar-
skóla. „Ég var einmitt að læra áðan, bæði stærð-
fræði og skrift," bætir hún við.
En hvernig ætli þau hafi kynnst? Jú, það var
árið 1980 eða 81 þegar Óli hætti með fyrri kær-
ustu sinni. Hólmfríði leist vel á manninn og greip
tækifærið þegar hann var orðin laus og liðugur.
Og ekki er annað að sjá en ÓU sé ánægður með
ráðahaginn. Hann er í það minnsta duglegur við
að kyssa og knúsa elskuna sína. Þegar spurt er
hvort þau séu alltaf jafnástfangin svara þau engu
í orðum heldur líta þau á hvort annað, brosa og
fallast í faðma. Spyrjendur velkjast ekki í vafa um
að svarið sé játandi.
En hvað með giftinguna, breytti hún miklu?
„Já, nú erum við orðin heiðvirð,“ segir Hólm-
fríður brosandi og bæði rétta fram hendurnar til
að sýna glóandi giúlhringana sem þau bera nú á
baugfingri. AI