Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Síða 2
14 - Laugardagur 15. febrúar 1997 íDagur-'CŒmTtmt Fyrir smáfólkið Hvað œtlar þú að gera með þínum börnum um helgina? Dagur-Tíminn bendir á eftir- farandi kosti: Kvikmynd f Norrœna Að venju verður bíósýning í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14 og aðgang- ur er ókeypis. I skyggen af Emma er með dönsku tali og ætluð eldri börnum. Hún segir frá Emmu, 11 ára, sem elst upp í heldri manna Qölskyldu í Kaup- mannahöfn um 1920. Hún fær allt nema athygli foreldra sinna og dag einn fær hún þá flugu í kollinn að láta sig hverfa svo foreldrar hennar haldi að henni hafi verið rænt... Leíkhúsin f höfuðborainni Litli-Kláus og Stóri-Kláus er á Qölunum í Þjóðleikhúsinu og verður sýnt klukkan 14 á morgun, sunnudag. Góð skemmtun og skýr boðskapur fyrir ungana. í Loft- kastalanaum verða þrjár sýningar á leikritinu Áfram Latibœr í dag klukkan 14 og á morgun klukkan 14 og 16. Verð á þessar tvær sýningar er 1200 kr. fyrir börn en 1700 fyrir fullorðna. Bangsaleikur í Kringlunni I dag kl.14.30 verður barnaleikritið Bangsaleikur eftir Illuga Jökulsson sýnt í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð Kringl- unnar. Bangsi reynir af öllum mætti að vingast við ljón, ffl, krókódfl og páfa- gauk. Gengur svo langt að hann reynir að líkjast þeim og því vill enginn eiga hann að vini. Eða eins og segir í loka- söngnum: „Hvort sem þú ert ljón eða ffll eða kálfur, þá skiptir mestu að vera þú sjálfur." Krakkaskák Er barnið þitt upprennandi skáksnilling- ur? Hvernig væri að drxfa sig niður í Faxafen 12 og skrá litla guttann eða tát- una á skákþing barna. Mótið hefst klukkan 14 í dag og lýkur á morgun. Þátttökurétt hafa öll börn 11 ára og yngri. Þátttökugjald er 500 kr. Skráning fer fram á skákstað í dag kl. 13.30- 13.55. Heimsækjum vini oq vandamenn Hvað meo að sleppa sjónvarpinu á laug- ardagskvöld og fara frekar í heimsókn með börnin, t.d. til afa og ömmu eða til vinafólks sem á börn á sama reki? Einnig væri hægt að bjóða fólki heim í mat eða kaffi. Síðan væri ekki úr vegi ef börn og fullorðnir settust niður saman og spiluðu á spil eða færu í leiki. Gallabuxur breytast í teppi Endurvinnsla er töfraorð framtíð- ar. Gamlir, notaðir hlutir með nýtt hlutverk. Auður Eyþórsdótt- ir hirðir ekki aðeins gamlar gallabuxur sem til falla á eigin heimili heldur leit- ar hún einnig á náðir vlna og kunn- ingja. Og í höndum hennar öðlast gallabuxurnar nýtt Iff. Það var teppið sem fyrst greip athygli blaðamaims. Átján gallabuxnarassar tengdir saman með skálmum prýða rúm unglingspilts. „Ég fékk hugmyndina í dönsku handavinnublaði," segir Auður og viðurkennir að mikil vinna sé fólgin í að búa eitt svona teppi til. Reyndar sé saumaskapurinn ekki flókiim en efrnð sé óskaplega þxmgt og því taki á axlirnar að sauma bútana saman. Nýtni úr uppeldinu Auður er starfandi kennari við Síðuskóla á Akureyri en hefur lengi fengist við saumaskap og aðra handavinnu í frí- stundum sínum. En hvers vegna gamlar gallabuxur? „Jú, þetta byrjaði eiginlega á því að krakkarnir mínir vildu alltaf ganga í bættum gallabux- um. Ég átti því allt- af gamlar buxur sem ég notaði efni úr til að bæta hin- ar, sem þau gengu í. Út frá því datt mér í hug að nýta þetta efni. Ætli þetta sé ekki ein- hver nýtni úr upp- eldinu," segir Auð- ur. í fyrstu saumaði Auður aðallega snyrtiveski og síðar fór hún að sauma bakpoka. Fyrir tveimur árum datt henni síðan í hug að sauma teppið góða og nú fyrir jólin saumaði hún stóran og mikinn „Saumaskapurinn er ekki flókinn en efnið er þungt og því erfitt að sauma úr því,“ segir Auður um teppið sem hún saumaði úr gömlum gallabuxum. Mynd: Al Svona er teppið útbreitt á rúmi, púða fyrir h'tinn sex ára strák sem hún þekkir. „Hann notar hann oft þegar hann liggur fyrir framan sjón- varpið. Svo notar hann vasana til að geyma í allskonar dót eins og litla bfla. Mér hafði nú ekki dottið það í hug áður,“ segir hún brosandi, hrifin af hug- myndaflugi litla snáðans. Vantar buxur Hvar færðu allar gömlu gallabuxurnar? „Fyrst notaði ég það sem til féll á heimilinu en síðan fór ég að biðja vin- konur mínar að gefa mér gamlar buxur frekar en að henda þeim,“ svarar Auður og viðurkennir að hana vanti einmitt fleiri gallabuxur. Margir hafa hrósað henni fyrir teppið og hana langar til að búa til eitthvað svipað fyrir fleiri í íjöl- skyldunni. „Ekki endilega teppi heldur getur það einnig verið t.d. yfirbreiðsla yfir stóla eða sófa. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Og kosturinn er auðvitað að efniskostnaðurinn er eng- inn. í teppinu sem ég saumaði notaði ég t.d. gamalt lak í fóður.“ AI Þjófapör og borðstofuborð óskast Koma á upp áfengislausu kaffi- húsi í Hinu húsinu. En aðstand- endur eru blankir og lýsa því eftir litlum borðstofuborðum, stólum, leirtaui (þjófapör mjög vel þegin, þ.e. ósamstœðir boll- ar og undirskálar), Ijósakrón- um og fleiru sem við á að éta í einu kaffihúsi... Peningarnir sem voru settir í þetta verða notaðir til að búa til eldhús og annað sem þarf að vera sam- kvæmt staðli en þá sitjum við uppi með tóman sal nema við reddum þessu svona. Okkur fannst þetta líka ganga upp við þær pælingar sem hafa verið í gangi innanborðs í Ilinu húsinu um end- urvinnslu og nýtingu á hlutum,“ segir Ásta í Listmiðju Hins hússins en opna á kaffihúsið í apríl og þar verður einnig verslun með listmunum ungs fólks, m.a. eiginútgáfum ljóðabóka og geisladiska. Sýningar ungs listafólks verður einnig í húsinu. En Ásta segir viðbrögð fólks við kalli þeirra eftir húsmunum hafa verið fremur dræm og vonast til að það breyt- ist. „Maður veit að það er haugur af borðum og stólum einhvers staðar þarna úti.“ lóa Þessi skólastóll gekk í gegnum dálitla andlitslyftingu hjá Listsmiðjunni í Hinu húsinu og heitir nú gíraffastóll með tvíhöfða baki. „Hugmyndin er sú að þetta verði síbreytilegt kaffihús. Mað- ur geti komið þarna inn, fengið sér kaffi og ef manni líst vel á kaffibollann geti maður keypt hann og kannski stólinn með ef manni finnst hannn sætur," segir Ásta.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.