Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Side 3
!IOagur-'$tmtrm Laugardagur 15. febrúar 1997 -15 Viðar Eggertsson hefur verið á ferð og flugi síðustu mánuði og í kvöld kl 20.33 „stundvíslega“ frumsýnir Leikfélag Selfoss þrírétta leikhúsveislu undir hans stjórn. Á morgun flýgur hann svo rakleiðis til Fœreyjar þar sem hann œtlar að leik- stýra Krabbasvölunum. „í forrétt verður einþáttung- urinn Leikhúsferðin eftir Carl Valentine, sem var þekktur skopleikari í Þýskalandi í byrj- un aldarinnar. Bertolt Brecht hreifst mjög af leikverkum Val- entines, ekki síst þessu, og þótti okkur þess vegna vel við hæfi að sýna Leikhúsferðina sem forleik að Smá- borgarabrúðkaupi Brechts sem er aðalrétt- ur kvöldins en í eftirrétt verður ýmis konar „uppistand“.“ Leikhúsferðin segir frá hjónum sem verða fyrir þeim ósköpum að Guðrún Halla Jónsdóttir, Sölvi Hilmarsson og Guð- björg Arnardóttir í hlutverkum sínum. fá gefins miða í leikhús og basli þeirra við að undirbúa þá leik- hsúferð. Það liggur í loftinu að þau gætu verið að fara að sjá Smáborgarabrúðkaupið og geta þannig leikhúsgestir séð sjálfa sig í endurspeglast í verkinu. „Smáborgarabrúðkaupið er svo aftur ærslafullur gaman- leikur sem gerist í brúðkaupi ungra hjóna þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu - þar til grímurnar falla og ekkert reynist eins og upphaflega sýndist. Viðar leikstýrði kassastykk- inu Þið munið hann Jörund á Selfossi fyrir 13 árum og sló sú sýning öll aðsóknarmet. „Það er leyndur draumur minn að þessi sýning slái met Jörundar.“ Panell og marmari óþarfur Aðstaða LS er í einu elsta húsi bæjarins þar sem komið verður upp kaffihúsi svo gest- ir geta notið veitinga meðan á sýningu stendur en salurinn tekur um 80 manns í sæti. Nokkuð aðrar aðstæður en í Borgar- leikhúsinu, skyldu menn ætla. „Þetta hús hefur mikinn sjarma. Aldur hússins harm- onerar við þann tíðar- anda sem við erum að reyna að skapa, tíma Viðar Eggertsson leikstýrir þrírétta leikhúsveislu á Selfossi. þöglu myndanna, þegar píanó- leikarar léku undir á kvik- myndasýningum og sköpuðu stemmninguna.“ Eitt best varðveitta leyndar- mál leikhúsheimsins er salur í hálfkaraðri byggingu Hótels Selfoss, sem hýsir annað stærsta leiksvið á landinu. „Þetta hafa verið stórhuga menn sem reistu þessa bygg- ingu en það þarf ekki svo mikið til að koma salnum í gagnið. Ef það væri hiti í salnum þá er komið rými sem er hægt að vinna í. Það þarf ekki að vera panill og marmari til að vera leikhús," sagði Viðar Eggerts- son. Hólmfríður Þórisdóttir/lóa Allt svínaríið í Evrópuimi Hópurinn sem tekur þátt í uppfærslunni á Vefaranum mikla frá Kasmír, sem frumsýndur verð- ur21.mars. Mymtos Hver er Steinn Elliði? Er hann brjálað gáfumenni sem leitast eft- ir tortímingunni einni eða ofur- menni sem ekkert bítur á? Þessi hættu- legi nútímamaður sem spratt fram fyrir 70 árum með skáldsögu Halldórs Laxnes Vefaranum mikla frá Kasmír? Leikfélag Akureyrar hefur hafist handa við að móta útgáfu af Steini Elliða og öðrum persónum versksins en æfingar á leik- gerð þeirra Halldórs E. Laxness og Trausta Ólafssonar hófust í vikunni. Það er Halldór E. Laxnes sem leik- stýrir Vefaranum mikla frá Kasmír, sem er afmælisverkið í tilefni af 80 ára af- mæli Leikfélags Akureyrar. Sérstök há- tíðarsýning verður á verkinu á afmælis- deginum sjálfum þann 19. aprfl en frumsýningin er fyrirhuguð 21. mars. „Það hefur löngum þótt vonlaust verk að gera leikgerð eftir Vefaranum en svo er ekki, maður verður bara að velja og hafna,“ segir Halldór. Skoðanir og sokkar „Aðalpersónurnar í Vefaranum eru Steinn Elliði og Diljá og braut bókin blað í sögu íslendinga þar sem þeir yfirgáfu að hluta til rómantíkina. Margar deilur hafa átt sér stað um söguhetju bókar- innar. Steinn er stórskorni karakterinn og menn muna mest eftir honum en hin þögla kvenvera sem stendur á bak við mannfélagið er eins og oft stærri í lokin. Það má segja að verkið sé um þrjár stór- ar konur, ömmuna, mömmuna og dótt- urina. Steinn Elliði er hinn hættulegi nú- tímamaður sem skiptir um skoðun eins oft og um sokka og hleypur á eftir straumum og stefnum. Á endanum týnir hann svo sjálfum sér og það eina sem hann getur gert er að skella sér á eina elstu stofnun veraldar, rómversk-kaþ- ólsku kirkjuna. Þar með er hann settur inn í bankahólf.“ Hvernig sérðu Stein Elliða? „Þetta er yndislegur maður með mikla krafta, en margir kraftmiklir menn enda í geysilegri eyðileggingu. Meginlínan í leikgerðinni eru samskipti Diljá og Steins, sem eru þarna auðvitað maður og kona en einnig lífið og blekk- ingin.“ Halldór kvíðir því ekki að menn gagn- rýni verkið sökum þess að þeir hafi ver- ið búnir að sjá persónurnar allt öðruvísi fyrir sér. „Nei, ég er ekki hræddur við það, menn verða bara að horfa á verkið sem leikgerð Halldórs E. Laxness, Trausta Ólafssonar og Leikfélags Akur- eyrar 1997 en ekki sem biblíu, eitthvað endanlegt. Þetta er ein Ieið af milljón sem við förum. Verkið hefur geysilega breidd, þarna er glaumur, gleði, sukk og svínarí." Það eru þau Þorsteinn Back- mann og Marta Nordal sem leika Stein Elliða og Diljá. -mar Jónas Friðrik, sá sami og semur marga texta Ríó Tríós, blæs hér í lúður. Persónan sem hann leikur heldur að hann sé Teddy Roose- velt. Blúndur og blásýra á Raufarhöfn Tvær eldri konur eru svo góðhjartaðar að þær ákveða að veita einmana, h'fs- leiðum og þreyttum mönnum frið og sælu með því að taka þá af h'fi. Þetta mun vera inntakið í amersíka farsanum Blúndur og blásýra sem Leik- félag Raufarhafnar frumsýnir í kvöld. Og eins og sönnum farsa sæmir eru um endalausan misskilning að ræða. Verkið er eftir John Kesselring en Ævar R. Kvaran á þýðinguna. Um 20 manns koma fram í sýningunni en leikstjóri er Bergljót Arnalds. Sýningarstaður er félagsheimilið á staðnum og hefst frumsýningin klukkan 20:30. Næsta sýning verður síðan strax annað kvöld og einnig er fyrirhugað að vera með sýningar á mánudags- og þriðjudagskvöld. AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.