Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Qupperneq 4
16- Laugardagur 15. febrúar 1997 jOagur-ÍEímtmt J M E N N I N G L I S T I R Hvað gera menn, sem alla sína œvi hafa unn- ið erfiðisvinnu, þegar aldurinn fœrist gfir og þrekið minnkar? Svör- in eru sjálfsagt jafh- mörg og mennirnir sem um rœðir. Einn er sá maður sem Dagur- Tíminn hitti á dögun- um sem ekki hefurfar- ið troðnar slóðir. Hann heitir Ragnar Her- mannsson frá Flatey á Skjálfanda. „Lffið er saltfiskur." Ragnar er hættur að salta fisk en hefur engu gleymt um útlit þess útflatta. Torfbærinn leikur í höndunum á Ragnari eins og annað myndefni. gömlu sjóarana sem líka þurfa að fylgjast með sjósókninni og aflabrögð- um. Og eina og eina ferð má þá fara á bflnum, en bflinn keypti hann sér eftir að hafa drifið sig í bflprófið tæplega sjö- tugur. „Maður þarf að endurnýja öku- leyfið örar en ungu mennirnir þegar svona seint er farið af stað. Ég fékk leyf- ið til fimm ára í upphafi en verð núna að endurnýja á tveggja ára fresti.“ Spurningunni sem sett var fram í upphafi hefur verið svarað hvað varðar Ragnar Hermannsson. Sá sem finnur sér tómstundir við hæfi þegar aldurinn fær- ist yfir og lætur heldur ekki smámuni eins og nám og próf aftra sér, þarf engu að kvíða meðan heilsa og áhugi helst. „Maður getur alltaf á sig blómum bætt.“ GKJ Ragnar býr á heimili sonar síns og tengdadóttur á Húsavík og hefur lítið herbergi á neðri hæðinni fyrir tréskurðinn. „Ég var sjötugur þegar ég byrjaði í útskurðinum," segir Ragnar, sem hefur aldeilis ekki setið auðum höndum síðan. Eitt námskeið í tréskurði sótti hann á Húsavík undir leiðsögn Þór- halls Jónatanssonar. Hann fann þá strax að þarna var eitthvað við hans hæfi, gef- andi og skapandi í senn. Því næst lá leið- in suður á land til frekara náms í tréskurði hjá Skurð- listarskóla Hannesar Flosasonar í Kópa- vogi. Áhuginn fyrir skurðlistinni bara jókst og í dag eru „pappírarnir“ orðnir Qórir sem Ragnar á og sýna fram á að fjórum námskeiðum er lokið frá skóla Hannesar Flosasonar. Einu sinni á þess- um árum hefur hann tekið þátt í sölu- sýningu ásamt fleira handverksfólki á Húsavík. En eins og hann sjálfur segir þá gerir hann þetta ánægjunnar vegna fyrst og fremst. Gamall trillukarl í Flatey Þegar Flatey á Skjálfanda var í byggð stundaði Ragnar sjóinn og fiskverkun eins og aðrir vinnufærir menn í Flatey á þeim tíma. Trilluna á hann enn en sjaldnar er farið á sjóinn en áður var. Trillan heitir Ör ÞH 313 og hefur reynst eigandanum vel. Ragnar og fjölskylda hans var í hópi síðustu Flateyinganna sem fluttu í land árið 1967. Húsinu þeirra sem þá var yfirgefið er haldið við og notað sem sumarhús. Fleiri próf Veðrið má, vera ansi vont til að Ragnar fái sér ekki göngutúr „niður fyrir bakk- ann“ til að hitta og spjalla við karlana í skúrunum og hina Hvaiaskoðun á Skjálfandaflóa verður æ vinsælli meðal erlendra ferðamanna sérstaklega. Fyrsta myndin sem Ragnar skar út var þessi Ragnar er kannski hættur að heimsækja hvalina á flóanum en að móta þá í tré það kann glæsilega seglskúta. hann.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.