Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Blaðsíða 7
^Dttgur-®ímmn
Laugardagur 15.febrúar 1997 - 19
aði í hvað peningarnir færu, en
mér fannst það ekki mitt mál.“
Fangar fái tækifæri
Er það þá bara glæpabrautin
sem tekur við? „Ja, flestir fang-
ar sem ég hef talað við fara
beint í glæpina aftur af því að
ekkert annað býðst þeim. Ég
ætla ekki að fara sömu leið en
þeir segja mér að gleyma
áformum mínum, þetta „brölt“
þýði ekkert."
Bröltið sem Ólafur á við er
með öðrum
orðum samtök-
in „Fangar og
þolendur" sem
reyna að koma
þeim skilaboð-
um til atvinnu-
rekenda að
fangar fái tæki-
færi. En for-
varnaraðgerðir
eru þó efstar á
lista. 28 aðilar
eru búnir að
skrá sig en sem
stendur bíður
Ólafur og félag-
ar svara ráða-
manna sem
hafa sýnt mál-
inu áhuga en
að sögn Ólafs
er brýn þörf á
að félagsskap-
urinn fái sama-
stað. Ef okkur
tekst að snúa
tveimur mönn-
um frá villu
síns vegar á ári
þá stendur það
fyllilega undir kostnaði samtak-
anna. Norðmenn eru að gera
það sama og við erum að reyna
með frábærum árangri. Þar
liafa 3 af hverjum 8 innan sam-
bærilegra samtaka snúið frá
glæpabrautinni. Vandamálin
halda alltaf áfram ef ekkert er
að gert,“ segir Ólafur Gunnars-
son.
Hjálpar mér að hjálpa
öðrum
Fimm manns eru í stjórn sam-
takanna og má þar nefna auk
fyrrverandi fanga móður ungs
afbrotamanns og fíkniefnaneyt-
anda, eiginkonu afbrotamanns
og einn þolanda, Kristínu
Ingvadóttur, sem varð fyrir
hrottalegri kynferðislegri árás
fyrir íjórum árum. Hvaða erindi
á Kristín með
dæmdum saka-
mönnum eftir
hennar lífs-
reynslu? „Ég
hef reynt að
vinna að úrbót-
um í málefnum
þolenda en
staðreyndin er
að það er ekk-
ert gert fyrir
þolendur. Því
meir sem ég
hugsaði málið
sá ég að ég
gæti þó haft
þau áhrif að
minnka líkurn-
ar á afbrotum
með því að standa betur að
stuðningi við fanga. Reglan hef-
ur verið sú að hér eru sömu
mennirnir aftur og aftur að
fremja glæpi, kannski vegna
þess að þeir hafa ekki að neinu
að hverfa.“
Kristín segir að hennar hlut-
verk innan samtakanna sé
margþætt. M.a. að ræða við
aðra þolendur sem kunna að
snúa sér til hennar og reyna að
knýja á um úrbætur. Svo sé fyr-
irhuguð fræðsla m.a. innan
fangelsanna þar sem hún
ásamt öðrum í samtökunum
hyggist svara þeim spurningum
sem fangar kunna að bera upp.
„Annars er þetta allt í starthol-
unum, enn hefur ekki mikið
starf verið unnið í nafni sam-
takanna, enda ræðst framtíð
okkar á stuðningi ráðamanna,
en það hefur töluverð forvinna
átt sér stað.“
Hvernig er að vera eini þol-
andinn innan þessa hóps?
„Ég lít svo á áð ef maður
lendir í svona
áfalli hjálpi það
viðkomandi
mjög mikið að
geta hjálpað
öðrum. Ég hef
heyrt það frá
fólki sem situr
inni að þetta er
rosalega erfitt
tímabil og ég er
ekki sátt við
hvernig komið
er fram við
fanga. Okkar
takmark er að
breyta hugar-
fari fólks gagn-
vart föngum og
ef ég get það
sem þolandi
þeirra þá ættu
aðrir að geta
lagt sitt af
mörkum."
Óhreinu
börnin....
i>ú sagðir áðan
að ekkert væri
gert fyrir þolendur af hálfu rík-
isins. Hvað þarf að bæta?
Það þarf t.d. að sjá til þess
að við fáum miskabætur
greiddar, ef dæmdi á engar
eignir fáum við ekki krónu. Til
stóð að gera ríkið ábyrgt fyrir
þessum greiðslum en nú er bú-
ið að stoppa það frumvarp af.
Svo er fleira eins og í mínu til-
felli að ég hefði þurft að ganga
reglulega til sálfræðings en hef
engin efni á því. Ég á eftir að
gjalda fyrir lífsreynsluna allt
mitt líf, bæði sálarlega og lík-
amlega. Ég varð t.d. fyrir súr-
efnisskorti, en ríkið veitir mér
enga aðstoð."
Kristín ræðir nánar um lífs-
reynslu sína en víkur sér svo að
því sem hún vildi helst sjá bætt
hvað fangana varðar. „Þeir
þyrftu að fá bæturnar greiddar
strax eftir að þeir koma út. Oft
líða 3 vikur og
hvað eiga
vandalausir t.d.
að borða á
meðan? Svo
þyrfti að veita
þeim hjálp við
að greiða úr
þeim ijárhags-
flækjum sem
fylgja afplánun
og síðast en
ekki síst þyrftu
atvinnurekend-
ur að vera til-
búnir að gefa
þeim aftur
tækifæri."
Er ekki erfltt
fyrir þig að
hafa samúð með föngum í ljósi
þinnar lífsreynslu?
„Ég er ekki að vinna þessi
störf vegna samúðar með föng-
um eða þolendum. Ég er hins
vegar viss um að ef fangar eru
byggðir upp verða þeir betri
menn. Þeir leiðast þá síður út í
afbrot og eiturlyf, verða gildir
þjóðfélagsþegnar og þar með
fækkar þolendum afbrota," seg-
ir Kristín.
Viðtal: Björn Þorláksson
„Ég rœddi við ráð-
herra og sagðist
vilja komast út úr
félagslega geiran-
um. Hann sagði
nei. Hann vill
frekar hafa mig á
bótum það sem
eftir er og borga
mér 53 þús. kr. á
mánuði en að að-
stoða mig við að
komast út í at-
vinnulífið. “
„Okkar takmark
er að breyta hug-
arfari fólks gagn-
vart föngum og
ef ég get það sem
þolandi þeirra þá
œttu aðrir að
geta lagt sitt af
mörkum. “
^Oagur-SIímxnn
- besti tími dagsins!
Verktakar, smiðir, bifvélavirkjar,
píparar, rafvirkjar, málarar,
verslunarmenn...
Kynnið ykkur
TILBOÐ
okkar á raðauglýsingum.
- ÞÆR SKILA ÁRANGRI -
Sími auglýsingadeildar er 460 6100
Fax auglýsingadeildar er 460 6161 H
Notfærðu þér þjónustu Símasöludeildar Flugleiða
- SO 50 100 - eitt sínital og við sendum þér miöann um hæl.
a - og við sendum þér farmiðann
Símasöludeild Flugleiða er kærkomin þjónusta
fyrir þá sem vilja panta flugfarseðilinn á einfaldan
hátt og fá hann sendan til sín í pósti.
• Þú hringir í sínta 50 50 100.
• Þú bókar flug eða pakkaferð með Flugleiðum.
• Þú velur þann greiðslumáta sem hentar þér:
A) Gefur upp núrner á greiðslukortinu þínu.
B) Leggur greiðsluna inn á hlaupareikning
Flugleiða í næsta banka eöa sparisjóði.
C) Greiðir í gegnum Heimabanka þíns
viðskiptabanka.
Ef þú hringir fyrir klukkan tvö færðu miðann í
pósti daginn eftir, ef engar truflanir verða á
póstsamgöngum.
FLUGLEIÐIR
Traustur tslenskur ferðafélagi