Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Qupperneq 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Qupperneq 12
24 - Laugardagur 15. febrúar 1997 JOagur-Œmmm 'IVLatarkrókur Uppskriftirnar að þessu sinni koma frá Erlu Ágústsdóttur, bónda á Árskógsströnd. „Hér hef ég búið í 20 ár en er vestan af Ströndum, “ segir Erla. Um uppskriftirnar segir Erla m.a. aðLauf- léttur forréttur sé líka ágœtur sem aðalréttur, sérstaklega þegar verið sé að passa upp á lín- urnar. Og karfanum vildi hún endilega koma að þar sem henni finnst oflítið um að matreitt sé úr öðrum fiski en ýsu og þorsk. Erla skorar á vinkonu sína á Árskógssandi, Helgu Finnboga- dóttur, í nœsta Matarkrók. ^Dagur-'ðlmtímt Laufléttur forréttur / höfuð kínakál 1 gul paprika / gúrka 2 stk. mandarínur 2 harðsoðin egg 200 g rœkjur Sósa: / dós sýrður rjómi safi úr 1 appelsínu salt Grófsaxið kínakálið og fín- saxið paprikuna og gúrkuna. Takið mandarínurnar og eggin í sundur í báta. Blandið öllu saman í skál nema nokkrum eggjabátum sem raðað er ofan á til skrauts. Sósan er búin til með því að blanda saman sýrðum rjóma, safa úr einni appelsínu og ör- litlu salti. Opel sýning um helgina 100.000.- kr. afsláttur á sérútbúnum Opel Astra Extreme Bílheimar ehf. TZr Opiðfrákl. 14-17 r □ B • -Þýskt eðalmerki Stzvarhöfba 2a Sími:52S 9000 Karfaréttur 600-700 g karfafiök 2-3 msk. sítrónusafi 1 tsk. fiskikrydd 1 tsk. dill 1 tsk. season all 1 tsk. aromat krydd Blanda: Z bolli rúgmjöl 1 tsk. salt 1 tsk. aromat Flökin sett á fat og safinn kreistur yfir. Kryddinu blandað saman og dreift yfir flökin. Geymt í ísskáp í 1/2-1 sólar- hring (passa að breiða filmu yf- ir, það er sterk lykt af krydd- inu.) Karfaflökin skorin í hæfilega bita og velt uppúr rúgmjöls- blöndunni. Steikt fallega brún á pönnu í smá smjörlíki. 4-5 dl vatn settir á pönnuna ásamt 1 tsk. graslauk og / tsk. sítrónu- pipar. Soðið smástund, fiskur- inn færður upp og soðið þykkt með sósujafnara. Salti og kryddi sem notað var í marin- eringuna bætt í eftir smekk. Borið fram með soðnum kartöflum og gulrótum. Marengs 4 eggjahvítur 100g sykur 100 g púðursykur (dökkur) / tsk. lyftiduft 50 g hakkaðar hesilhnetur þeyttur rjómi 20 rommkúlur Ferskir ávextir Hvíturnar þeyttar vel. sykur og lyftiduft sett í og hrœrt vel saman. Hnetunum blandað var- lega saman við. Gerið tvo botna á bökunarpappír (24 cm). bakið við 150°C í 45-50 mínútur. Botnarnir settir saman með 3/ dl þeyttum rjóma sem í er blandað 20 smátt söxuðum rommkúlum. Skreytt með ferskum ávöxt- um, s.s. kíwí. vínberjum, eða öðru eftir smekk. Látið bíða í 4-5 tíma áður en borið er fram. Erla Ágústsdóttir. Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða fyrir öll flugfargjöld og pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24 mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.