Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 15. febrúar 1997
(®agur-'®ttmmt
S K Á K
Guðfríður
Lilja
Grétarsdóttir
skrifar
Astin leynist víða og sam-
kvæmt ýmsum gömlum
sögnum er hana ekki síst
að flnna yilr skákborðinu. Sir
John Bourchier lýsir því til
dæmis í bók sinni „Bókin um
greifann Huon de Boudeaux"
frá árinu 1534, hvernig kven-
hetja sögunnar, dóttir konungs,
tapar af ásettu ráði fyrir and-
stæðingi sínum sem hún ber
girndarhug til.
Prinsessan veit að ef hún
sigrar þá verður andstæðingur
hennar höfuðhögginn, en ef
hún tapar fær hann að „hafa
hana í rúmi sínu alla nóttina til
að njóta unaðar". Þar sem
prinsessu líst á kauða ákveður.
hún náttúrulega að tapa, þrátt
fyrir að vera betri skákmaður
og geta auðveldlega unnið.
Konur hafa alltaf kunnað að
setja hlutina í rétta forgangs-
röð, ekki satt? Hvers virði er
sigur í skák þegar ástir og un-
aður eru annars vegar?! Það
vill þó ekki betur til en svo að
andstæðingurinn þykist vera
heiðursmaður og segir konungi
að prinsessan geti leikið sér
með sjálfri sér! Hann muni láta
hana algjöriega í friði og ekki
svipta hana sakleysinu hvað
sem tautar og raular. Prinsessa
verður skiljanlega öskuill og
iðrast þess sáran að hafa ekki
mátað svikarann og gert hann
höfuðlausan, gagnslausan
manninn...
Önnur útgáfa þessarar sögu
segir frá ljóði frá 13. öld, eftir
þennan sama Huon de Bordea-
ux, þar sem
hann fer fyrir
hirð aðmír-
álsins Yv-
ariusar og
reynir að
koma sér í
mjúkinn
hjá honum
með því að
lýsa afrekum
sínum. Afrekin
fela meðal ann-
ars í sér mikla
skákhæfileika og til
að ganga úr
skugga um að Hu-
on sé að segja satt
býður aðmírállinn
honum að tefla við
dóttur sína. Huon
getur ekki slitið augun
af stúlkunni fögru á meðan á
skákinni stendur og teflir af-
spyrnu illa. Af umhyggjusemi
varar stúlkan hann við og segir
hann munu tapa ef svo haldi
áfram sem horll. Huon svarar
með því að hrópa upp yfir sig:
„Skákin er ekki búin enn, og
svo mikið er víst að þú endar í
örmum mínum!“ Það er ekki
orðum að skipta, stúlkan verð-
ur frá sér numin af hrifningu,
missir alla einbeitingu og tapar
í fáum leikjum. Aðmírállinn
býður Huon peninga í stað
elsku dóttur sinnar, en dóttirin
bregst
ókvæða
við slík-
um
málaum-
leitunum
og heimt-
ar að fá
að njóta
sigurveg-
arans...
Áfram kon-
ur og kyn-
frelsi! Látið
þá ekki
sleppa!
Tapað af ásettu
ráði
Til eru fjijlmargar s]|'jv-ar
gamlar sagnir og kvæði þar
sem konur tapa af ásettu ráði
vegna ástar og umhyggju fyrir
andstæðingnum. Þannig segir
til dæmis í skáldsögu eftir
Thomas Hardy, „A Pair of Blue
Eyes“ sem gefin var út 1877,
frá því hvernig sögupersónan
Elfride tapar af ráðnum hug
fyrir Stephen, manninum sem
hún laðast að. Eftir að hafa
mátað Elfride tvisvar í röð
grunar Stephen hana um
græsku og finnst hann gerður
að háði og spotti. Elfride fær
samviskubit og biður hann fyr-
irgefningar, en segist ekki hafa
getað hugsað sér að sigra elsk-
una sína, sem hún segir hafa
„barist svo minni háttar og þó
svo karlmannlega".
Forráðamenn hafa og í gegn-
um tíðina gert sér grein fyrir
þeim hættum freistinga og ást-
aratlota sem skáklistin býður
upp á. í bók sinni frá árinu
1693, „Persónuleiki Elísabetar
drottningar", segir Edmund Bo-
hun að Elísabet hafi haldið mik-
ið upp á skák, en samt sem áð-
ur bannað tengdadóttur sinni,
greifynjunni af Albany, að ráða
til sín skákkennara. „Það er
ekkert að því að þú lærir að
tefla,“ sagði drottningin, „en
það kemur ekki til greina að
ókunnugur maður sitji svo
þægilega til móts við þig og
ekkert skilji ykkur að nema
skákborð.“
Það væri hægt að skrifa heila
bók með hugmyndaríkum túlk-
unum á öllum þeim sögnum og
ljóðum þar sem leyndir ástar-
leikir eiga sér stað yfir skák-
borðinu. Ilér er ekki nóg pláss í
bili, en við skulum enda á því
að líta á tvær skákir tefldar af
ungu núlifandi „skákpari". Ætli
Ivantschuk, fimmti stigahæsti
skákmaður heims, hafi óvart
hugsað til Galhamovu sinnar í
miðri skák og því leikið af sér í
22. leik á móti Topalov á dög-
unum? Og ætli Galliamova-Iv-
antschuk, hafi talið sér óhætt
að berjast til sigurs þar sem
hún var að tefla við aðra konu,
en ekki viðkvæma karlmennsku
- karlmennsku og sjálfsmynd
sem hættir til að hrynja til
grunna við tap?
Nóg af slíku óviðeigandi
hjali! Hér eru skákirnar:
Hvítt: V. Ivantschuk
Svart: V. Topalov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cx4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3
e6 7. g4 h6 8. f4 b5 9. Bg2 Bb7
10. g5 hxg5 11. fxg5 b4 12.
Ra4 Rh5 13. 0-0 Rd7 14. g6
Rhf6 15. c3 Re5 16. gxf7+Kxf7
17. cxb4 Hh4 18. Db3 De8 19.
Hacl Bxe4 20. Hc7+Kg8 21.
Rxe6 Hg4 22. Hxf6? Hxg2+ 23.
Kfl Db5+ 0-1
Hvítt: A. Galliamova-Ivant
Svart: Litinskaya
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3
Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. e3 Bb7 6.
Bd3 0-0 7. a3 Bxd2+ 8. Bxd2
Re4 9. Bb4 d6 10. I)c2 f5 11. 0-
0-0 Rd7 12. Hhgl a5 13. Bel
c5 14. g4 cxd4 15. gxf5 Rdc5
16. Rxd4 Rxd3+ 17. Ilxd3 Rc5
18. Rxe6 19. fxe6 Be4 20. Dc3
Ha7 21. Hd4 Bf5 22. e4 Bxe6
23. Dg3 Hff7 24. Hxd6 Dc8 25.
Hxe6 Ilfc7 26. De5 1-0
B R I D G E
Þorláksson
Bridgehátíð er hafin eins
og flestum mun kunnugt
og eru nú 132 pör að
keppa í tvímenningnum. Alla
bestu íslensku spilarana er að
finna þar á meðal og af erlend-
um nöfnum ber e.t.v. hæst
komu Sontags og Feldmans frá
Bandaríkjunum sem og stór-
sveit Frakka og sveit Indónesa.
Sontag og Feldman mynda sveit
með Akureyringnum Magnúsi
Magnússyni, Siglfirðingnum
Steinari Jónssyni og Reykvík-
ingnum Jónasi P. Erlingssyni.
Verður fróðlegt að sjá útkom-
una. Þá má nefna að Hjördís
Eyþórsdóttir og eiginmaður
hennar, Curtis Carter, munu
spila með Ásmundi Pálssyni og
Sigurði Sverrissyni.
Tvímenningnum lýkur í
kvöld og skal ekki reynt að spá
fyrir um úrslit, en á morgun
heQa liðlega 100 sveitir þátt-
töku í sveitakeppninni sem lýk-
ur á mánudagskvöld. Verð-
launafé er veglegt alls á mót-
inu, eða 20.000 dollarar og
skiptist þannig:
Tvímenningur:
1. verðlaun 3.400 dalir
2. v. 2.400 -
3. v. 1.600 -
4. v. 1.200 -
5. v. 800 -
6. v. 500 -
7. v. 350 -
8. v. 300 -
9. v. 250 -
10. v. 200 -
11. v. 150 -
12. v. 150-
13. v. 100 -
14. v. 100 -
15. v. 100 -
Sveitakeppni:
1. verðlaun 3000 dalir
2. v. 2000 -
3. v. 1.200-
4. v. 800 -
5. v. 400 -
6. v. 400 -
7. v. 200 -
8. v. 200 -
Valdir leikir úr Flugleiðamót-
inu verða sýndir á sýningar-
töflu. Tilkynnt verður jafnfóð-
um hvaða sveitir eigast við í
töfluleikjum og fer það eftir
stöðu í mótinu. Áhorfendum er
einnig heimilt að horfa á við
spilborðin í opnum sal en þeir
eru vinsamlegast beðnir um að
fara eftir settum reglum.
Keppnisstjórar á Bridgehátíð
eru Jakob Kristinsson, Sveinn
R. Eiríksson og Stefán Jóhanns-
son. Reiknimeistarar eru Stein-
grímur G. Kristjánsson og
Sveinn R. Eiríksson. Mótsstjóri
er Elxn Baldursdóttir.
Stálin stinn
Bridgesveitin Júlli hefur átt
góðu gengi að fagna í vetur. Má
þar nefna silfurverðlaun á
Reykjavíkurmótinu og efsta
sætið í aðalsveitakeppni BR
sem nú stendur yfir. í sveitinni
eru bræðurnir Hermann og Ól-
afur Lárussynir, Stefán Jó-
hannsson, Jakob Kristinsson,
Hrannar Erlingsson að
ógleymdum Júlíusi Sigurjóns-
syni. Hann er sögumaður í spili
vikunnar:
Spilið kom upp í Reykjavík-
urmótinu og eru söguhetjurnar
Júlíus og Guðmundur Sveins-
son. „Þetta er blaðaspil bæði í
sókn og vörn,“ eru orð Júlíusar:
Sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
lspaði 5tíglar Shjörtu dobl
allir pass
Sontag (lengst til hægri) á góðri stund með bridgefélögum.
4 D987643
*D74
♦ ÁG
♦ 5
4 ÁK52
*65
♦ 43
* KDG76
4 T
«4 ÁGT932
♦ 8
* ÁT983
Hraustlega sagt en útspilið var
tígulkóngur. Guðmundur drap á
ás og mat á líkum að svörtu lit-
irnir brotnuðu illa. Haim fann
lykilspilamennskuna með því að
spila spaðadrottninguxmi í öðr-
um slag. Ilrannar í austur drap
og spilaði litlum spaða. Guð-
mundur stakk upp hjartagosan-
um en Júlíus dúkkaði réttilega
og henti laufi. Þá spilaði Guð-
mundur hjartatíu og enn dúkk-
aði Júlíus, enda vinnst spilið ef
hann drepur. Hjartatapslagur-
inn hvarf hjá sagnhafa en á
móti kom að hann skorti inn-
komu í blindan til að gera sér
mat úr spaðalitnum. Tveir nið-
ur.