Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.02.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.02.1997, Page 1
Eftirminnilega gott BRAGA KWEI - íslenskt og ilmandi nýtt Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - íslenskt og ilmandi nýtt LÍFIÐ í LANDINU Fimmtudagur 20. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 35. tölublað Bjartmar Guðlaugsson er kominn heim til íslands eftir fjögurra ára dvöl í Danmörku. Framundan er átján mánaða dvöl á íslandi - en eftir það, í júní á næsta ári, verður Bjartmar með myndlistarsýningu í Óðinsvéum, sem hann ætlar að vinna hér heima. Hvað tekur við eftir það er óskrifað blað. Mynd: pietur. BTARTMAR SNÝRAFTUR Við erum nú bara rétt að byrja að taka upp úr ferðatöskunum og erum að bíða eftir gámi með búslóð- inni. Við komum heim á laugar- daginn síðasta, og nú er fyrsta verkefnið að reyna að ná áttum og út frá því sér maður hvert framhaldið verður. Með því að bera saman ísland og Dan- mörku verður best séð hvernig manni hefur farnast ytra síð- ustu fimm árin. Maður dettur alveg ótrúlega fljótt úr öllum tengslum við landið, þegar maður dvelst Iangdvölum ytra. Hingað til Iands hef ég ekki komið nema í skot- ferðir yfir jól og páska,“ seg- ir Bjartmar Guðlaugsson, mynd- og tón- listarmaður, sem er kominn aftur á Klakann. Hjá meistara Viber Bjartmar, María Helena, eigin- kona hans, og Berglind dóttir þeirra, fluttu út til Danmerkur árið 1992. Á þeim tímapunkti segist Bjartmar hafa verið orð- inn leiður á vistinni hér heima og tímabært hafi verið að róa á nýjum miðum. Fjölskyldan tók því allt sitt hafurtask og flutti út. - Á þessum tíma segist Bjartmar hafa einbeitt sér að myndhstarnámi, en einnig verið í tónlistinni. Meðal annars starfað með dönskum og sænskum tónlistarmönnum og gefið út eina plötu með þeim síðarnefndu. Sú plata er þó h'tt kunn hér á landi, enda segir Bjartmar að sér hafi ekki gefist tækifæri til að fylgja henni eftir með tónleika- haldi hér heima. Úr því hyggst hann hins vegar bæta á næst- unni. „Ég fór að- allega út til að læra meira í myndlist," segir hann. „Ég hef alla mín tíð fengist talsvert við þá listgrein og fannst tímabært að bæta þekkingu mína og getu þar. Pétur Þór Gunnarsson í Gallerí-Borg, hér í Reykjavík, kom mér í samband við rektor Bent Viber í Óðinsvéum, og til „Raunin er sú að myndlistin hefur alltaf verið grunnurinn að öllu því sem ég hef fengist við í lífinu. Laga- og textasmíðar mínar og allt tónlist- arstarfhefur eiginlega komið af sjálfu sér. “ hans fór ég í einkanám í mynd- list. Raunin er sú að myndlistin hefur alltaf verið grunnurinn að öllu því sem ég hef fengist við í lífinu. Laga- og textasmíðar mínar og allt tónhstarstarf hef- ur eiginlega komið af sjálfu sér.“ Gítarsóló hippakynslóðar Síðan 1992 hefur Bjartmar haldið sex einkasýningar í Dan- mörku og þær verið hver ann- arri betri, að ætla má, enda hefur myndlistarmanninum sí- fellt vaxið ásmegin með meiri þekkingu sem hann hefur feng- ið undir handleiðsu meistara Viber. Og ýmsar fyrirætlanir hefur Bjartmar á prjónunum varðandi framtíð sína í mynd- listinni. „Ég er búinn að tíma- setja stóra myndlistarsýningu í sýningarhöllinni í Óðinsvéum dagana 15. til 28. júní á næsta ári. Það eru átján mánuðir til stefnu og þessa sýningu ætla ég að vinna alla hér heima. Lengra nær nú áætlun íjölskyldunnar varðandi íslandsdvöl ekki á þessari stundu. En allt er breyt- ingum háð, einsog þú veist. Gít- arsóló - my generation, heitir þema þessarar sýn- ingar og mun hún Qalla um hippakynslóð- ina og það sem hún hefur lifað og reynt,“ seg- ir hann. Varðandi tónlistina segist Bjartmar Guðlaugsson hafa í handraðanum lög á svo sem eina hljómplötu. „Ég er búinn að skrifa lögin, en á textana eft- ir. Með þá vildi ég bíða þangað til ég kæmi hingað heim - því ég vil hafa mína texta um hinn ís- lenska veruleika í þjóðfélaginu. Tilfinningu fyrir honum fær maður ekki, nema með því að vera á landinu. Lifi ekki af myndlistarsýningum Nei, veruleikinn í íslenskri myndlist er nú þannig að mað- ur getur ekki lifað af því að halda sýningar endrum og sinn- um. Því sé ég fyrir mér að grípa í verkefni við teikningu, svona til að eiga fyrir salti í grautinn. En aftur tal- andi um lífs- kjörin á íslandi þá finnst mér, í fljótu bragði séð, að íslensk alþýða eigi ekki marga málsvara á Alþingi. Það er engu líkara en hægri sinnuð stjórn- málin á íslandi séu nánast ein- vörðungu fyrir stjórnmála- mennina sjálfa, en ekki fólkið sem býr í landinu,“ sagði Bjart- mar Guðlaugsson að lokum. -sbs. „Maður dettur alveg ótrúlega fljótt úr öllum tengslum við landið, þegar maður dvelst langdvölum ytra. “ „Sé ég fyrir mér að grípa í verkefhi við teikningu, svona til að eiga fyrir salti í grautinn. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.