Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.03.1997, Blaðsíða 2
14 - Miðvikudagur 5. mars 1997 \ Æ <Mr |Dítgur-'2ImTOm SKOLALIFIÐ L A N D I N U Ekki breytingar breytinganna vegna Þróunarverkefhið Aukin gœði náms sem 4 skólar á Norðurlandi eystra hafa tekið þátt í, á sér rætur í hugmyndum prófessor Mel West og starfsfélaga hans við háskóla í Cambridge. Mel var á landinu fyrir skömmu... verið skyldugir sam- kvæmt lögum til að kaupa eftirlit frá HMI (Her Majesty’s Inspectors). Hver einasti skóli í Bret- landi hefur gengist undir gæðamat og mim gera það reglu- lega á 6 ára fresti. Eftirlitið gengur þannig fyrir sig að hópur sérstaklega þjálfaðra eftirlits- manna, um 3-4 fyrir barnaskóla og 12-13 fyrir gagnfræða- skóla, eyðir nokkr- um dögum í viðkom- andi skóla, tekur viðtöl við starfs- menn og fylgist með kennslu. Skólanum hefur verið tilkynnt um eftirlitið með nokkrum fyrirvara svo kennarar og allt starfslið geti safnað saman þeim gögn- um og upplýsingum sem hópurinn þarf að fá. Hópurinn metur skólana eftir fyrirfram ákveðnum mælikvörðum, um t.d. gæði kennslu, heimanáms, lærdóms, virkni nemenda, fag- stjórn, fjármálastjórn, áhrif skólastjóra, stjórnun skólans o.s.frv. Að eftirlitinu loknu gefur hópurinn út skýrslu um skól- ann, sem allir foreldrar fá út- drátt úr auk þess sem skýrsl- urnar eru á Internetinu og sendar til fjölmiðla. Viðbrögð kennara Beygur var í kennurum í upp- hafi og segir Mel að margir skólar hafi lagt gríðarlega vinnu í að undirbúa sig fyrir eftirlitið. Svo mikla að sumir kennarar sögðust ekkert hafa kennt þá önnina, eingöngu búið Hólmjríður Bjartmars- dóttir, kennari við Hafralœkj- arskóla, er ekki alls kostar sátt við það hve mikil vinna fer í Jundahöld og skriffinnsku í kringum verkefnið. Hún segir tímafrekt að verða við þeim kröfum sem gerðar eru um meiri samvinnu, samþœtt- ingu og áœtlanagerð. „Um- rœða er alltaf gagnleg og nýjar hugmyndir vel þegnar en menn mega bara ekki ganga of langt í kröfum sín- um því þreyta eflir ekki áhuga á starji “ sig undir eftirlitið. Ekki að furða því bæði einstakir skólar og kennarar geta fengið fall- einkunn og þó þeir séu ekki nafngreindir í skýrslunni þá er fremur auðvelt, sérstaklega í fámennari skólum, að sjá við hverja er átt. „En þetta er auðvitað krítískt fyrir suma skóla. Mjög lág pró- senta skóla fær falleinkunn en sú prósenta er vel dekkuð í fjöl- miðlum. Það var t.d. einn skóli sem fékk falleinkunn núna í september. Fallið var í fyrir- sögnum blaða í 8-10 vikur. Tökulið réðst inn í skólann, yfirkennarinn sagði af sér, og nýr var ráðinn. En frábær aug- lýsing auðvitað því ríkisstjórnin benti á þetta sem sönnun þess að hún væri að taka á málunum til að bæta skólana." lóa Löng hefð er fyrir opinberu eftirliti á starfsemi breskra skóla. Þannig hef- ur safnast saman gríðarlegt rpagn upplýsinga um breskt skólastarf og út frá þeim bjó hópurinn í Cambridge til líkan yfir það hvernig skóli, sem hef- ur það markmið að vera í stöð- ugri framför, skuli líta út. Líkan- ið hefur verið undirstaða betr- umbóta x skólum í Bretlandi, Puerto Rico, Bandaríkjunum og síðustu tvö ár einnig á íslandi. AGN-verkefnið er í nokkurs konar prufukeyrslu á Norður- landi sem lýkur um áramótin og telur Mel að þá verði hægt að sjá hvernig laga megi lx'kanið að íslensku skólakerfi. Mel seg- ir tvö markmið líkansins sér- staklega mikilvæg. „í fyrsta lagi að fá íslenska kennara til að skrifa á íslensku með gagnrýnu hugarfari um breytingar í skólakerfinu, bæði þær sem fara vel og illa, fyrir íslenska lesendur. I öðru lagi að setja kennara undir stöðuga pressu til að efast um og endurskoða aðferðir sínar og hugsa upp leiðir til að þróa þær áfram. Þannig að þetta er ekkert þægi- legt. Þetta gerir líf kennara flóknara og fjölgar vinnustund- um þeirra,“ segir Mel. Námskeið sem hljóma vel Mel telur að ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á skóla- kerfinu í gegnum tíðina ekki haft raunveruleg áhrif á það sem gerist inní kennslustofunni. Oft séu þetta miðstýrðar breyt- ingar, „yfirleitt pólitískar að upplagi", eða breytingar breyt- inganna vegna. „Eins og við höfum svo oft gert í Bretlandi, t.d. að þjálfa yfirkennara í stjórnun af því það hljómar svo vel. Það ætti ekki að byxja á stjómunarlausnum fyrr en þú veist að án þeirra nærðu ekki fram naupsynlegum breyting- um inn í skólastofunni." Eftir TIMSS könnunina frægu hefur nokkuð verið rætt um það hvort áhrifaríkara væri að skipta nemendum x' bekki eftir getu. Mel er ekki sannfærður um þá aðferð og vitnar til þess að niðurstaða fjölda rannsókna gefi enga ástæða til að ætla að getuskiptir bekkir væru árang- ursríkari aðferð fyrir nemendur í heild sinni. „Ég held að það snxíist miklu fremur um að ein- falda líf kennarans." íslenskir yfirkennarar Mel segir keimara fremur sjálfsgagnrýna starfsstétt og það eigi líka við um íslenska kennara. Vandamálið hér sé að fá þá til að ræða um sína kennsluhætti og deila reynslu sinni með öðrum kennurum. Einnig finnst honum eftirtektar- vert hve íslenskum yfirkennur- um er mikið í mun að komast út úr kennslustofunni í einhver stjómunar/skrifstofustörf. „Þeir leggja hér ótrúlega áherslu á að fylla út ýmis konar eyðublöð. Þau geta verið áríðandi en ekki endilega mikilvæg." Þar sem yfirkennarar eru yfirleitt laus- ari við en almennir kennarar vill Mel að þeir séu nýttir kennslunni til framdráttar, t.d. þanrng að þeir leysi af almenna kennara sem geti þá farið og fylgst með því hvernig kennar- inn í næstu stofu kemur náms- efni sínu til skila. Mel segir að íslensku kennararnir hafi verið nokkuð meðvitaðir um að ekki væri nægileg breidd í því hvaða aðferðir nemendur hefðu til að tileinka sér námsefnið. Skrifræðið Einhverjir keimarar hafa kvart- að yfir því að skipulagt innra eftirlit kosti of mikla vinnu, á kostnað annarra þátta í kennsl- unni, sem skili of litlu. Mel við- urkennir að þetta kosti kennara aukalega vinnu og neitar því ekki þegar spurt er hvort svona stöðug sjálfsskoðun geti smám Grenivíkurskóli. saman haft þau áhrif að minnka þurfi kennslu hjá kennurum. Hann er hins vegar harður á því að til að svona verkefni hafi áhrif þá krefjist það skriflegra upplýsinga. „í stað þess að segja t.d.: „Ja, það er ákveðinn hópur nem- enda sem virðast ekki taka virkan þátt kennslu- í stundum, “ þá hvetjum við kennarann til að skrifa nið- ur: Hve margir, hve mikinn hluta tímans eru þeir ekki virkir og hef- ur þú kannað það skipulega hvers vegna.“ Eftirlit hennar hátignar Enn hefur ekki verið komið á reglubundnu gæðamati á ís- lenskum skólum en verið er að undirbúa slíka vinnu hjá menntamálaráðuneytinu. Frá árinu 1988 hafa breskir skólar KostirAGN: *Aukin fagleg umrœða og yfirvegun * Samheldni kennarahópsins * Skipulagning betri * Vinnubrögð festast í sessi *Meiri og betri sjálfsskoðun *Aukinn skilningur á því hvernig megi standa að „skipulögðum umbótum"

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.