Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.03.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.03.1997, Qupperneq 5
|Dagur-'3Iútmm Miðvikudagur 5. mars 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Sagnfræðin á erindi til allra Búist er við að allt að 250 manns sitji íslenska söguþing- ið, sem verður hald- ið í lok maí. Þar verða tekin til um- fjöllunar ýmis sögu- leg efni, svo sem ís- lensk heimili á mið- öldum og ísland og umheimurinn og samskipti íslend- inga og annarra þjóða á þessari og síðustu öld. Þetta er stærsta fag- ráðstefna sagnfræðinga, sem er haldin hérlendis. Þar munu koma saman fræði- menn í greininni og bera saman bækur sínar. Við viljum einnig leyfa almenningi að kynnast þessari fræðigrein, en það hefur borið á þeirri umræðu að sagn- fræði sé einangruð fræðigrein. Þessu viljum við breyta og sýna fram á að rannsóknir sagnfræð- inga eigi erindi til allra,“ segir Þórmundur Jónatansson sagn- fræðinemi. Hann er íjölmiðla- fulltrúi fslenska söguþingsins, sem haldið verður í Reykjavík 28. til 31. maí í vor. Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands og Sagnfræðingafélag íslands standa að þinginu. Viðamikil samkoma íslenska söguþingið er viðamikil samkoma. Búist er við að hana sæki allt að 250 sagnfræðingar, sagnfræðinemar og aðrir áhugamenn um söguleg efni. Þeir sem hyggjast sækja þingið „Hefur borið á þeirri umræðu að sagnfræði sé einangruð fræðigrein. Þessu viljum við breyta," segir Þórmundur Jónatansson, einn af forsvarsmönnum íslenska söguþingsins, sem er til hægri á myndinni. Með honum er Viggó Ásgeirsson. Mynd: gs ættu að láta skrá sig fyrir 15. mars, en eftir þann tíma hækka þátttökugjöld. í megindráttum skiptist dag- skráin í tvö aðalefni, sem standa heilan dag hvort um sig. Sex hliðarefni verða svo til um- ræðu og þau standa í hálfan dag hvert. í annarri aðalmálstofu þingsins er tekin fyrir saga ís- lensk heimilis á miðöldum, en hitt aðalefnið fæst við ísland og umheiminn og samskipti fslend- inga við aðrar þjóðir á 19. og 20. öld. Þessi hluti þinghaldsins er eingöngu ætlaður þinggest- um, og fer fram í Odda. Aðrir þættir á dagskrá þingsins verða í Hátíðarsal Háskóla íslands. Þar verður annars vegar boðið uppá sérstaka dagská undir heitinu Skiptar skoðanir. Þar koma tíu fræðimenn og skiptast á ólíkum skoðunum um hvenær nútíminn hélt innreið sína á fs- landi. Hins vegar verða fluttir tólf fyrirlestrar, sem dreifast á alla þingdagana. Öllum er frjálst að hlusta á staka fyrir- lestra og Skiptar skoðanir. Fjölmargir fyrirlestrar Margir aðrir fyrirlestrar verða á söguþinginu. Þjóðarauðurinn - varðveisla og miðlun, er yfir- skrift fyrirlestra þann 29. maí. Þar mun Ágúst Guðmundsson Qalla um hvernig kvikmyndir hafi sinnt þjóðararfinum og Lilja Árnadóttir safnstjóri á Þjóðminjasafninu veltir upp þeirri spurningu hvort söfn hafi rækt hlutverk sitt við að varð- veita arf þjóðarinnar. Þennan sama dag flytur Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur fyrirlest- ur um ris og hnignun íslenskra flokksljölmiðla. Er þá aðeins fátt eitt nefnt af því sem verður til umfjöliunar á íslenska sögu- þinginu í lok maí næstkomandi. -sbs. Drulla, 40.000.000.000, blóm og fleira Hallsson Gleðilegt vor kæru lesend- ur. Eftir snjóinn í Osló, rigninguna í Bergen og rokið í Köben er komið vor. Al- vöru vor með fimmtán stiga hita, túlípönum, sól og síðdeg- iskaffi útí garði. En samt logar allt í mótmælum. Ekki útaf lág- um launum heldur kjarnorku- úrgangsflutningum. Og nú stendur ekkert smáræði til. Því eins og löngu ljóst ætti að vera nenna Frakkar ekki lengur að geyma geislavirkt drasí fyrir Þjóðverja og vilja skila þessu til baka og „Deutsche Balin AG“, sem sagt „Þýskar lestir hf.“, taka að sér að flytja herra Ca- stor eftir leynilegri leið á braut- arteinunum hingað til Norður- Þýskalands þar sem Gorleben heitir og á vel við. Þar er nefni- lega millilager fyrir svona dót og stendur næstum alveg autt og tilbúið fyrir kjarnorkuker fyllt af plútóni. En einsog í Hvalfirðinum eru bændur hér ekkert sérstaklega hrifnir af ruslinu og vilja ekki sjá neinn Castor koma rúllandi í sveitina. Þeir njóta að sjálfsögðu liðsinnis náttúruverndarsinna og kjarnorkuandstæðinga mis- öfgasinnaðra. Lögreglan er til- búin með 30 þúsund manna lið til að taka á móti Castor og hrekja skrílinn burt af brautar- teinunum. Þetta er mesta lög- reglulið sem saman er komið hér í Þýskalandi frá stríðslok- um. Því nú á að sýna þessum pönkurum í eitt skipti fyrir öll liver ræður hér og að lagerinn verði fylltur af 240 Castorum á næstu árum sem allir innihalda þetta fína plútómum 239. Sem er að vísu smá geislavirkt en geislavirknin minnkar um helming ... á 24.110 árum, af sjálfu sér á lagernum. En þang- að til sá tími rennur upp verður vonandi búið að byggja enda- stöð eða endanlegan lager fyrir Castorana og flytja allt þangað. Einhversstaðar verður allt lögguliðið að sofa og geyma táragasið sitt og kylfurnar þangað til allt er komið í höfn. Mönnum þótti því tilvalið að gefa skólakrökum frí í leikfimi og setja upp rúm í leikfimihús- unum fyrir lögreglurnar. Það þótti krökkunum hinsvegar ekki gott og settust að í leikfimisöl- unum og neituðu að fara fyrr en bæjarstjórnin lofaði að hleypa engum löggum í stur- turnar og leikfimi. Og fyrsti sig- ur er unninn og lögreglan verð- ur að finna sér nýjan nætur- stað. Gæti að vísu orðið dýrara en hvað munar um það þegar aðgerðir lögreglunnar eiga hvort sem er að kosta htla 40 milljarða íslenskra króna bara þessa viku sem flutningurinn á að standa yfir. Fyrir þann pen- ing gæti maður auðvitað gert ýmislegt, en ríkið er nú búið að spara svo mikið af peningum á ódýrri raforkunni úr öllum kajrnorkuverunum að það munar ekki um nokkrar millur af D-mörkum. Annars eru grænfriðungar á tvennum víg- stöðvum um þessar mundir, því þeir eru líka með áróður og mótmælagöngur gegn því að fólk leiki sér að matnum. Aðal- lega vísindamenn samt. Gen- tómatar og maís eru ekki vin- sæll matur á okkar diskum og fyrst það er ekki hægt að koma í veg fyrir genavöruframleiðslu þá er nú að minnsta kosti hægt að merkja genmaísinn sérstak- lega en því nenna framleiðend- ur helst ekki. Kohl er hinsveg- ar alveg á móti genarollum og öðrum klónum enda ekki þýsk framleiðsla. En það eru víðar mótmæli, því að í Munchen stendur yfir sýning á strfðs- myndum teknum af hermönn- um úr seinni heimsstyrjöldinni þar sem þýskir hermenn sjást murka lffið úr varnarlausu fólki. Og þetta líkar hægri mönnum, nýnastistum og öðr- um þjóðernissinnum ekki enda voru hermennirnir hetjur í þeirra augum en ekki morðingj- ar. Eiginlega ætlaði ég líka að skrifa um þriggja lítra bíla, ál- ver, göngugötur og ógeðslegar parasetamól-auglýsingar og hversu gott það er að ala upp börn í Þýskalandi og vorið .. en það verður bara að bíða þang- að til næst. Kœrar kveðjur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.