Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.03.1997, Qupperneq 8
T
Tískan 1997
í 30 liðum
Síðasta sunnudag var
haldin á Hótel íslandi
keppnin Tískan, al-
þjóðleg frístæl, tískuhnu-,
íorðunar-, tískuhönnunar-,
fatagerðar- og skartgripa-
keppni. Slagorð keppninn-
ar í ár var „Hreint vatn
fyrir alla,“ til að vekja fólk
til umhugsunar um að stór
hluti jarðarbúa hefur ekki
aðgang að hreinu vatni.
Keppnin hefur verið
haldin árlega síðast liðin
ellefu ár og er sú stærsta
sinnar tegundar í Norður-
Evrópu. Er þetta fertug-
asta og þriðja keppnin
sem tímaritið Hár & feg-
urð hefur staðið fyrir á
sextán árum.
Keppt var í fimm iðn-
greinum, sem deildust nið-
ur á hinar ýmsu greinar
og voru 30 bikarar veittir
fyrir fyrsta sæti. Keppt var
í ásetningu fantasíugervi-
nagla, leikhúsförðun,
skartgripum, ljósmynda-
förðun, fantasíuförðun,
frístæl hárgreiðslu, frjáls-
um fatnaði og mörgu
fleiru. F*á var sérstakur
forsíðubikar afhentur fyrir
bestu forsíðu Hárs & feg-
urðar.
Stefán Jörgen Ágústsson, sem hér vinnur við sitt módel fékk fullt hús stiga, samtals 90 stig eða 30
stigfrá þeim þremur dómurum sem dœmdu. Hann var m.ö.o. ífyrsta sœti í leikhúsförðun.
Aðalfundur
Islandsbanka hf.
Aðalfundur íslandsbanka hf. 1997 verður haldinn
í Súlnasul Hótel Sögu mánudaginn 17. mars 1997
og hefst kl. 14:00.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein
samþykkta bankans.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út
þriðjudaginn 11. mars n.k. kl. 17:00.
Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð,
13. og 14. mars frá kl. 9:15 - 16:00 og á fundardegi frá
kl. 9:15-12:00.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins
fyrir árið 1996 verður hluthöfum til sýnis á sama stað
frá og með mánudeginum 10. mars 1997.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja
aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00
á hádegi á fundardegi.
Hér er keppt ífantasíuförðun
sem er vaxandi hérlendis ^
sem og annars staðar.
^ Fantasíuförðun aftur, djöful-
legur þeSSÍ! Myndir: Pjetur