Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.03.1997, Blaðsíða 10
22 - Miðvikudagur 5. mars 1997
Jlagur-'CEmtmit
RADDIR FÓLKSINS
eiðis...
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Nú er komið að þér,
neytandi góður!
Nú stöndum við bændur
frammi fyrir því að
hrökkva eða stökkva, ef
gegndarlausar kröfur um hag-
ræðingu og lægra búvöruverð
eiga að halda áfram að ráða
ferðinni, því við bændur getum
aðeins orðið við þessum kröfum
með því að draga úr gæðum og
hollustu afurða. Undanfarin ár
hafa bændur gengið á höfuðstól
sinn til að hafa í sig og á, með
því að draga úr viðhaldi mann-
virkja og ræktunar. Haldi þessi
þróun áfram þýðir það aðeins
hrun stéttarinnar.
Hvað er til ráða?
Eigum við að fækka búum og
stækka þau, leggja niður hin
hefðbundnu fjölskyldubú og
Ég veit í hjarta mínu að það
er ekki þetta sem fólkið í land-
inu vill. Það vill heilbrigða bú-
vöru á viðráðanlegu verði,
framleidda og unna af íslend-
ingum, því það eru fleiri en
bændur sem færu á atvinnu-
leysisbætur ef verulegt magn af
kjöt- og mjólkurvörum yrði flutt
inn. Til dæmis vinna 45% Sunn-
lendinga beint og óbeint að
Iandbúnaðaframleiðslu.
Allsstaðar í hinum vestræna
heimi styrkja þjóðirnar land-
búnað sinn meira eða minna,
ljóst eða leynt, og verður ekki
dregið úr því í framtíðinni
vegna matvælaöryggis í fjölg-
andi heimi. Það ætti að segja
mönnum hér á norðurhjara
eitthvað að sauðfjárbændur hér
„Eigum við að leyfa notkun hormóna til að auka vöxt, fúkkalyfja til að geta haft dýrin
þéttar saman og minnka eftirlit og heilbrigðiskröfur í sláturhúsum og mjóikurafurða-
stöðvum?" Segir greinarhöfundur.
taka upp stærri einingar, verk-
smiðjubú, þar sem hagfræðin
ræður ríkjum en ekki velferð
dýranna og hollusta afurð-
anna? Eigum við að leyfa notk-
un hormóna til að auka vöxt,
fúkkalyfja til að geta haft dýrin
þéttar saman og minnka eftirlit
og heilbrigðiskröfur í sláturhús-
um og mjólkurafurðastöðvum?
Þá mætti einnig lækka laun til
jafns við þau launasvæði sem
við keppum við, t.d. Portúgal, ef
flytja má vörur inn þaðan. Ekki
þýðir að miða við Norðurlöndin
því þar er svipað verð og hér
nema kannski á verksmiðju-
framleiddum kjúklingum. Það
er hægt að lækka framleiðslu-
kostnað verulega, ef gæðakröfur
eru mlnni. En þetta er nú bara
maturinn sem við ætlum börn-
unum okkar!
Hvað á að gera við þá bænd-
ur sem neyddir verða til að
hætta búskap? Þetta er upp til
hópa fólk sem komið er yflr
miðjan aldur og okkar bíður
ekkert nema atvinnuleysisbæt-
ur. Eitthvað kostar það þjóðfé-
lagið, því ekki er hægt að skjóta
okkur þó sumum þætti það víst
landhreinsun!
á landi, þar sem framleiðslu-
kostnaður er óhjákvæmilega
hár, stæðu mun betur í dag ef
ísland væri aðili að EB, þótt
sumir hagfræðingar haldi því
fram að styrkjakerflð hér sé að
sliga þjóðfélagið. Það er líka
ekki öllum ljóst að beingreiðsl-
ur til bænda eru ekki bara
bændum til hagsbóta, heldur er
verið að tryggja það að neyt-
endur fái vöruna á viðráðan-
legu verði.
Kæru neytendur,
það er komið að
ykkur að velja!
Viljið þið heilbrigða íslenska
búvöru eða glórulausa frjáls-
hyggju þar sem verðið er aðal-
atriði á kostnað fjölskyldubús-
ins, á kostnað byggðar á lands-
byggðinni og á kostnað heil-
brigðrar landbúnaðarsteftiu í
sátt við umhverfið? Látið í ykk-
ur heyra hvað þið sjálf viljið,
látið ekki hagfræðingana ráða,
stefnulaust.
Hlíðarendakoti, Fljótshlíð,
Guðrún Stefánsdóttir, bóndi.
Bréf til Garra
um Saga Class
Kærí Garrí
Vegna ummæla í pistli þín-
um í Degi-Tímanum
þann 27. febrúar lángar
mig að varpa ljósi á nokkur at-
riði sem þar koma fram.
Þú leiðir að því líkur að
læknirinn, sem fram kemur í
auglýsingu Flugleiða um Saga
Business Class, sé að drýgja
tekjur sínar með því. Svo er alls
ekki. Læknirinn tekur ekki
krónu fyrir að koma fram í aug-
lýsingunni. Sem hjartalæknir
þarf hann oft að komast með
sjúklinga sína á sjúkrahús er-
lendis með mjög skömmum fyr-
irvara. Oftast er þar um börn
að ræða. Tíðar áætlunarferðir
Flugleiða stuðla að því að þess-
ar ferðir ganga hratt fyrir sig.
Læknirinn er því ekki lengur
frá vinnu hér heima en nauð-
synlegt er.
Hann vinnur tíma og vinnu-
veitandi hans - heilbrigðiskerf-
ið - sparar þar með peninga.
Það eru þessar staðreyndir sem
verið er að undirstrika með
auglýsingunni. Flugleiðir kunna
Iækninum bestu þakkir fyrir að
láta álit sitt í ljós með þessum
hætti.
Peningahliðin
á Saga Class
í pistli þínum segir þú að pen-
ingahliðin (á Saga Class) sé svo
flókin að þú treystir þér ekki til
að velta henni mikið fyrir sér.
Mér er ljúft að skýra þá hlið
málsins.
Staðreyndin er sú að þeir
sem fara til útlanda í viðskipta-
erindum vinna tíma og spara
peninga með því að ferðast á
viðskiptafarrými eins og Saga
Business Class. Munurinn á far-
gjaldi á Saga Business Class og
ódýrasta fargjaldi er yfirleitt
minni en kostnaðurinn sem
hlýst af því að dvelja lengur er-
lendis en nauðsyn krefur.
Þetta verður best skýrt með
dæmi. Ódýrasta fargjald til
Lundúna (Apex fargjald) kostar
42.100 kr. Það þarf að bóka
með 14 daga fyrirvara og dvöl-
in þarf að ná fram á sunnudag í
það minnsta. Maður sem fer á
tveggja daga ráðstefnu, sem
byrjar á miðvikudegi, er búinn
síðdegis á fimmtudeginum. Ef
hann ferðast á Apex fargjaldi
þarf hann að dvelja í þrjá daga
í viðbót í Lundúnum. Það kostar
minnst 17 þús. kr. á dag, eða 51
þús. kr. Hann kemur ekki í
vinnu á föstudeginum. Vinnu-
veitandi mannsins þarf ekki að-
eins að greiða laun, heldur tap-
ar hann líka tekjum sem þessi
maður mundi afla fyrirtækinu.
Miðað við miðlungslaun gæti
þetta verið launagreiðsla og
tekjutap upp á 15-20 þús. kr.
Kostnaðurinn við að ?spara“ er
þá kominn í u.þ.b. 70 þús. kr.
Skynsamlegur
valkostur
Saga 2 fargjald til Lundúna
kostar 62.400 kr. Eini munur-
inn á því og fullu Saga Business
Class fargjaldi er sá að bóka
þarf með 4 daga fyrirvara.
Verðmunur á ódýra Apex
fargjaldinu og Saga 2 fargjald-
inu er því 20.300 kr. Það er inn-
an við 30% af kostnaðinum við
að bíða eftir að komast heim í
áðurnefndu dæmi.
Jafnvel þó okkar maður
hefði aðeins verið einum degi
lengur í Lundúnum en hann
nauðsynlega þurfti, hefði hann
sparað með því að ferðast á
Saga Business Class frekar en
ódýrasta Apex fargjaldinu.
Saga Business Class er því
skynsamlegur valkostur fyrir þá
sem ferðast í viðskiptaerindum.
Þeir vinna tíma og spara pen-
inga.
Meö bestu kveðju
Símon Pálssonsuœðisstjóri
hjá Flugleiðum
r?
y
jVíemhjmrdd
Forráðamenn Sjónvarpsins kvaka hátt yfir því
að klink vanti í kassann til framleiðslu á meiru
af innlendu dagskrárefni. Það er til auðvelt ráð
við þessu, og með auðveldum hætti getur hlut-
fall íslensks efnis farið yfir 50%, sem er það
markmið sem stefnt er að. Endursýna má gam-
alt íslenskt efni, sem efalítið myndi njóta mikilla
vinsælda.'
*
Eftir því sem kjaftæði um vímuefnavarnir eykst,
verður neysla þeirra meiri í sömu hlutföllum.
Þannig var um síðustu helgi á vegum Jafningja-
fræðslunnar efnt til átaks gegn dópi ungmenna.
Guð láti gott á vita með afraksturinn.
Meðal þess sem gert var í þessu átaki var Ijóða-
lestur, framdir voru gjörningar, farið var í
körfubolta - og síðast en ekki síðst voru nem-
endur í bifvélavirkjun staðsettir á bensínstöðv-
um Skeljungs, og aðstoðuðu þar bíleigendur á
biluðum skrjóðum. En gæti nokkur góðfús les-
andi upplýst Meinhornsritara dagsins um hvað
bflaviðgerðir og vímuvarnir eiga sameiginlegt.
Spyr sá sem ekki veit.
Stofustærðir,
gluggar og lek þök
...og enn um skólamál á Ak-
ureyri. Skýrslur starfshópa
skólanna sunnan Glerár
sem áttu m.a. að ijalla um
kosti og galla safnskóla
annars vegar og hverfis-
skóla hins vegar eru æði
misjafnar að stærð og gæð-
um og ein þeirra aðeins
þrjú blöð sem segir ekki
neitt, lítur út eins og illa
skrifuð fundargerð. í nefnd
hvers skóla sátu fulltrúar
starfsnjanna, skólanefndar,
skólastjóri og foreldri. Nið-
urstöður frá Barnaskóla Ak-
ureyrar (íslands) og Odd-
eyrarskóla voru afdráttar-
laust með hverfisskólum,
niðurstöður starfshóps
Lundarskóla eru lfldega
hverfisskóla meðmæltar en
bæði er skýrslan ákaflega
stutt og eins eru engar nið-
urstöður þar dregnar sam-
an en meira púðri eytt í
stofustærðir, gerð glugga og
ógnanir á borð við leka á
þaki og hún endar í miðju
kafi í vangaveltum um stað-
setningu stjórnunar. Starfs-
hópur Gagnfræðaskólans
leggst gegn hverfisskóla
eins og við mátti búast og
vill m.a. að skólamörk
Lundarskóla og Barnaskóla
Akureyrar verði fljótandi,
þ.e. þau verði færð frá Mýr-
arvegi niður að Byggðarvegi
strax haustið 1997. Sveigj-
anleiki og samstarf verði
milli skólanna og byggt
verði við Barnaskólann eftir
upphaflegum teikningum
Guðjóns Samúelssonar frá
1929.
Hverjum sýnist
sinn fugl fegurstur
Foreldrafélag Glerárskóla
framkvæmdi upp á sitt eins-
dæmi könnun sem var
þannig gerð að heim til for-
eldra skólabarnanna fór
blað og var þátttakan yfir
90% og sýndi ótvírætt að
hverfisskóli átti þar hug
flestra, eða 82% þátttak-
enda. Óbreytt fyrirkomulag
vildu 13% og óákveðnir
voru 4%. Viðhorfskönnun
sem foreldraráð Gagn-
fræðaskólans framkvæmdi
og 86% nemenda og 62%
foreldra tóku þátt í sýndi að
að aðeins 7% nemendanna
valdi hverfisskólakostinn,
90% vildu safnskóia en 3%
voru óákveðnir. 70% þeirra
foreldra sem svörðu vildu
óbreytt ástand, 26% vildu
hverfisskóla og 4% voru
óákveðnir.
Trúarþörf
Mörgum finnst skammdegið
með eindæmum erfiður árs-
tími. Sálartetrið verður við-
skotaillt og þá er ef til vill
best að kaupa sólarlanda-
ferð sem eigi er fullgreidd
fyrr en á næstu öld. Svo eru
aðrir sem skríða bara undir
sæng og sofa, og trúa á vor-
ið við dagrenningu, eða
hvað?
Lífsins besta happahjú
himnesk vonin þrýtur.
Þá er flestum þörf á trú
þegar konan hrýtur.
Umsjón: GeirA. Guðsteinsson.