Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Side 5
JDagur-®mtfam MINNINGARGREINAR Laugardagur 8. mars 1997 - V Geir Friðbergsson Geir Friðbergsson er fædd- ur 2. janúar 1932 á Hell- issandi. Hann lést hinn 19. febrúar síðastliðinn. Faðir: Frið- berg Kristjánsson sjómaður Reykjavík, f. 1. febr. 1906, d. 10. sept. 1989, sonur Kristjáns Gils- sonar sjómanns á Hellissandi og konu hans Sigríðar Cýrusdóttur. Móðir: Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 23. nóv. 1906, d. 15. ágúst 1984. Geir kvæntist þ. 21. nóv. 1959 Hólmfríði Geirda! Jónsdóttur deOdarstjóra, f. 29. apríl 1936. Börn þeirra eru: Össur hljóm- listarmaðiu-, f. 22. nóv. 1961. Sambýliskona hans er Vilborg Jónsdóttir hljómlistarkona. Þeirra börn: Saga, f. 22. mars 1986 og Freyþór, f. 14. júní 1993. Bergur, f. 7. ágúst 1970, hljómlistarmaður. Sambýliskona Björk Guðjónsdóttir fram- reiðslumaður, f. 19. des. 1973. Systkini Geirs: 1) Kristján, f. 5. júní 1930. K. Hanna Halldórs- dóttir, f. 18. sept. 1932, d. 24. mars 1992. Þeirra börn: llalldór Jón, f. 13. jan. 1955; Guðni Geir, f. 5. sept. 1953. Seinni kona Kristjáns: Unnur Halldórsdóttir, f. 3. sept 1941. 2) Edda Friðbergsdóttir Bakke, f. 23. mars 1941. Maki: Ole Bakke, f. 28. des. 1942. Þeirra börn: Anja, f. 22. nóv. 1969 og Barry, f. 22. maí 1975. 3) Guðni, f. 1. júlí 1945. Maki Rannveig Bjerkmo, f. 7. jan. 1956. Börn: Kristín f. 22. jan. 1974; Ásmund, f. 9. aprfl 1992; Sara, f. 22.nóv. 1993. Að kveðja bróður, vin og fé- laga, sem ég talaði við um allt og ekkert eins og venja okkar var; hugsun um skilnað og dauða kom ekki inn í samræðurnar. Þrem dögum seinna er hann allur. Hvernig getur slíkt skeð án þess að ég staldri við og minningarnar hrannist upp. Að sjálfsögðu verða margar þessar minningar mín eigin eign og ekki öðrum ætlaðar. Við vorum aldir upp í vestur- bænum á svokölluðum kreppuár- um, mér skilst að fátækt hafi ver- ið mikil, en kom ekki eins mikið að sök, því flestir bjuggu við sömu kjör, þetta var bara sjálf- sagður hlutur. Þó settu þessi ár sín spor í mótun skoðana og viðhorfa til lífsins. Geir var ekki gefinn fyrir að trana sér eða sínum skoðun- um fram. Hann talaði hreint og beint, gerði öllum ljóst hvar hann stóð, en karpi eða rifrildi tók hann sjaldan þátt í. Það lýsir Geir vel að þeir vinir, sem hann eign- aðist í æsku eða á unglingsárum voru vinir hans fram á síðustu stund. Ekki þekkti ég nokkurn mann, sem ekki viidi greiða götu hans, hvort sem var fyrir hann sjálfan eða hann var að reyna að greiða götu annarra. Samstarfs- menn og aðrir, sem umgengust hann, lýstu honum sem góðum, áreiðanlegum og samviskusöm- um. Baktal eða illt umtal var ekki í hans tali. Eitt átti ég þó oft erfitt með að skilja. Hvers vegna fylgdi hann ekki tíðarandanum og reyndi að trana sér fram. Gáfur hans og alhliða þekking var öll- um kunn, sem honum kynntust náið. En svona var hann. Eftir að hann dó, hafa nokkrir kunningjar hans hringt í mig og hef ég tekið eftir því að allir nota svipuð orð um hann. Mikið var þetta góður maður. Barngóður var hann og átti auðvelt með að vera vinur þeirra og undanfarin árin voru stundum stórhátíðir hjá honum, það var þegar litla sonardóttir dvaldi hjá afa. Þá var litað, málað, púslað, sagðar sögur og farið út að borða. Þessar stundir voru hon- um mjög dýrmætar. Geir stundaði nám við Statens Sindsygehospitale í Nyköping, Danmörku árin 1955 og 6. Lauk námi við Hjúkrunarskóla íslands 1959. Stundaði framhaldsnám við röntgendeild Landspítalans 1965- 1969. Deildarstjóri við Kleppsspítalann frá 1959 til 1963. Hjúkrunarforstjóri við Sjúkrahús Hvammstanga 1963 til 1965. Hjúkrunarfræðingur við röntgendield Borgarspítalann 1966- 1969. Deildarstjóri á sömu deild frá 1969 til 1979. Hjúkrun- arfræðingur á geðdeild Arnar- holts 1979-1980. Varð deildar- stjóri við eðlis- og tæknideild Landspítalans, við undirbúning sjúklinga fyrir geislameðferðir frá 1. apríl 1980. Geir var alla tíð mikill félags- hyggjumaður og sat í heilbrigðis- nefnd Kópavogs tvö kjörtímabil, sem ritari. Sigríður J. Jóhannesdóttir Sigríður J. Jóhannesdóttir fæddist 22. nóvember 1908 í Skálholtsvík í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Hún lést á Land- spítalanum 20. febrúar 1997, 88 ára að aldri. Sigríður var dóttir hjónanna Sigurrósar Þórðardótt- ur og Jóhannesar Jónssonar, sem bjuggu í Skálholtsvík í Hrútafirði. Ung gerðist Sigríður ráðskona bræðra sinna í Skál- holtsvík, en hélt til Reykjavíkur um 1930 og bjó þar síðan. Hún starfaði fyrst á prjónastofu, en um áratuga skeið hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavflc. Hún bjó í hartnær fjóra áratugi að Austur- brún 2 í Reykjavík. Sigga frænka var hún ævinlega kölluð af ættingjunum, vinsæl kona og virt af öllum sem til henn- ar þekktu. Hún kvaddi heiminn södd lífdaga og kveið ekki vista- skiptunum. Hún hafði átt við and- steymi að stríða af völdum hjarta- sjúkdóms síðustu tvö árin. Sigga bjó í litlu íbúðinni sinni á fimmtu hæð í Austurbrún 2 um nær fjögurra áratuga skeið. Hún naut menningarlífs, lesturs góðra bóka, gönguferða og sundspretta í Laugardalslauginni, og ferðalaga innanlands og utan og góðs félags- skapar af ýmsu tagi. Þannig var Sigríður Jóhannesdóttir, afar lif- andi og atorkumikil kona með kraftmikið og hressandi yfirbragð. Það kvað að Siggu frænku. Hún hafði stórt skap, og hún hafði hka stórt hjarta. Hjálpsemi hennar, tryggð og örlæti var viðbrugðið, það þekkja ættingjar hennar og vinir. Ilennar er sárt saknað. Sigga var samnefnari ættarinnar, konan sem allir höfðu samband við, þeg- ar málefni ættingjanna af Strönd- um voru annars vegar, og alla tíð hélt hún merka ættarbók. Það er í fersku minni þegar af- komendur hjónanna Jóhannesar Jónssonar og Sigurrósar Þórðar- dóttur komu saman fyrir fáeinum árum og áttu saman góða helgi í túnfætinum í Skálholtsvík í sumar- blíðu veðri. Þar mátti sjá hver var ættarstólpinn. Sigga frænka varð að sitja fyrir á öllum þeim mörgu fjölskyldumyndunum sem teknar voru. Þótt ekki þekktust allir á því góða ættarmóti, þá þekktu allir Siggu frænku. Sigga starfaði ung á búi for- eldra sinna, og síðar sem ráðs- kona bræðra sinna. Hún ákvað þó, þrátt fyrir ágætt samkomulag systkinannna, að yfirgefa bræður sína, hafði þá við orð að það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir að þeir pipruðu! Leiðin Iá til Reykjavíkur og þar fékk hún starf við prjónastofu sem Viktoría Bjarnadóttir rak. Það gustaði fljótlega um Siggu, hún sat aldrei auðum höndum og gerði sig gildandi, og meðal ann- ars átti hún sinn þátt í að stofna stéttarfélag fólks sem vann á prjónastofum bæjarins á kreppu- árum. Það var áberandi í eðlisfari Siggu að vinna að réttlæti til handa þeim sem minna máttu sín. Hún hafði skoðanir sem taldar voru “rauðar”, hún hafði til að bera ríka réttlætiskennd, sem ekki mátti misbjóða. Og hún var sannur friðarsinni, og starfaði lengi innan Menningar- og friðarsambands ís- lenskra kvenna og gjaldkeri þeirra samtaka. Upp úr 1940 hóf Sigga að starfa fyrir Mjólkursamsöluna í Reykja- vík, fyrst við verkakvennastörf, en síðar á skrifstofunni, þar sem hún hafði samskipti við mjólkubúðir samsölunnar og síðar við kaup- menn. Það er mál manna að í því starfi hafi Sigga verið fljótvirk og örugg, og hún þótti talsvert snögg upp á lagið. Þegar leiðrétta þurfti pantanir sá hún til þess að það var gert - strax. Þá fengu bílstjórarnir víst orð í eyra frá Siggu. Alla tíð hafði Sigga sterkar taugar til síns gamla vinnustaðar, þar sem hún eignaðist marga góða vini. Þegar starfslok runnu upp í Mjólkursamsölunni, lagðist Sigga ekki fyrir í verkefnaleysi, öðru nær. Hún fór að bera út dagblöð, hún stundaði handavinnu og prjónaskap af kappi, og fór í gönguferðir og sund. Sigga fór líka að læra norsku í námsflokk- unum á efri árum. Fyrr á ævinni hafði hún lært þar ensku, dönsku og íslensku. Og hún gerðist dag- amma fyrir okkur hjónin, og það annaðist hún af heilum hug. Hún annaðist um son okkar í rúm 6 ár og vitum við að kynni hans af Siggu ömmu sem hann kallaði svo, voru lionum holl. Án efa þroskað- ist hann vel undir hennar hand- leiðslu. Hún las mikið fyrir hann af góðum bókum, hann nam tungu- tak hennar, og kunni skil á orðum og hafði orðfæri umfram jafn- aldra sína þegar í skóla kom. Áreiðanlega var hún besta dag- amma sem hugsast gat. Sigga hafði menntast af eigin rammleik. Hún Iærði að spila á orgel á unga aldri í Ólafsdal, og orgelspil og söngur í stofunni hennar gladdi marga sem komu í heimsókn. Tungumál voru henni hugleikin og hún las býsnin öll af góðum bókum á mörgum tungu- málum um hin fjölbreytilegustu málefni, heimspeki, skáldsögur, ævisögur og trúmál, og ljóðlistin var henni alltaf hugleikin. Það var gott að koma á menn- ingarheimilið á fimmtu hæð í Austurbrún, rabba við Siggu frænku, skoða bækur og blöð, og þiggja veitingar, kaffi, kökur, og ævinlega nokkra konfektmola. Fátt þótti henni skemmtilegra en að fá heimsóknir og fá að stjana við fólk, það gerði hún alveg framund- ir það síðasta á sinn hæverska og fallega hátt. Sigga var barn aldamótakyn- slóðarinnar, kynslóðar sem nú er nánast horfin af sjónarsviðinu. Hún var alin upp við fremur fá- tæklegar aðstæður sem fyrr á öld- inni voru algengar í íslenskri sveit, en hún naut ástríkis og eindrægni fjölskyldunnar. Hún var eðlis- greind kona, sem naut lítillar skólafræðslu, en bætti sér hana upp sjálf, þegar tækifærið gafst. Hún var kona sem í dag hefði not- ið sín við langskólanám. Það vakti aðdáun hversu dug- leg Sigga var að sækja fundi og mannfagnaði af ýmsu tagi meðan heilsan leyfði. Hún naut þess sem í boði var í stórri borg og stundaði félagsstarf eldri borgara og starf innan safnaðarins. Ilún var félags- vera af guðs náð, enda þótt hún kysi að búa ein alla ævi sína. Og þó var hún ef til vill meira nátt- úrubarn en borgarkona. Hún fann frið í ferðalögum út í náttúruna í góðum hópi og ferðaðist töluvert, jafnvel þótt ellin væri farin að sækja á. En hvergi leið henni þó betur en á sínum æskustöðvum í Skálholtsvík. Þar voru hennar ræt- ur. Án efa mun Sigga frænka nú standa á nýrri ströndu, alheil af sínum krankleikum, umföðmuð af systkinum og vinum, sem á undan henni hafa horfið yfir móðuna miklu. Það er góð tilfinning. Hjart- ans þakkir fyir samveruna, Sigga frænka! Guð blessi minningu þína. Fjóla Arndórsdóttir Jón Birgir Pétursson Ragnar Hallsson Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sœll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. V. Bricm Elsku Raggi frændi, okkur langar með þessum orðum að kveðja þig og þakka fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér. Þó lífsbrautin hafi á stundum verið grýtt, stóðst þú eins og klettur í hafi, þig brast aldrei kjark. Þvert á móti voru glettni og galsi þín einkunnarorð í líf- inu. Góðmennska þín var líka einstök, sem og hjartahlýja og minnumst við sérstaklega allra stundanna í Þingvallastrætinu hjá Önnu ömmu. Ánægjustund- irnar voru hka ófáar á heimili þínu í Hátúninu. Einkum minn- umst við með gleði og hlýju sex- tugsafmælisins í desember síð- astliðnum, hvar gleðin skein úr hverju andliti. Góði Guð, veittu okkur öllum styrk á þessari stundu, Önnu ömmu, Billa, Tedda, Erlu og ljölskyldum Guð blessi minningu Ragga frænda. Anna, Halla, Björk, Þröstur og jjölskyldur Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Briem

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.