Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Qupperneq 7
IDagnr-CEíurám MINNINGARGREINAR Laugardagur 8. mars 1997 - VII Bjamheiður HaUdórsdóttir Bjarnheiður fæddist 28. september 1922 á Skeggja- stöðum í Flóa. Foreldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir f. 18. mars 1888 og Halldór Jónsson f. 8. ágúst 1879, bændur á Skeggjastöðum. Systkini Bjarnheiðar eru Mar- grét f. 9. júní 1920, Gunnar f. 16. janúar 1925, Gísli f. 28. júní 1927 d. 21. janúar 1977 og Guðmundur Helgi f. 24. maí 1929. Bjarnheiður ólst upp á Skeggjastöðum og sótti þaðan nám og störf þar til hún flutti al- farin til Reykjavíkur 1955. Hún lést á Landsspítalanum 25. febrúar 1997. Fyrsta minning mín sem tengist þessari látnu mágkonu minni er að hún kom ung stúlka til foreldra minna í eina viku að ganga í verk móður minnar, því hún var veik. Örugglega hefur verið margt og mikið sem hún vann að degi til því hjálpartæki voru ekki mikil á ár- unum upp úr 1940. Það sem ég man er að hún sat með okkur og hlustaði á útvarpið á kvöldin og prjónaði peysu á yngstu stúlkuna á bænum. Þessi peysa var lengi höfð fyrir sparipeysu og um talað hvað hún var falleg og góð hlutföll í henni. Það heitir hönnun núna. Svona var allt sem hún gerði alla tíð, vandað og fallegt. Upp frá þessari veru hennar hjá foreldrum mínum þótti þeim vænt um þessa ungu konu. Þegar ég eldist og kem svo inn í fjöl- skyldu Bjarnheiðar tekst með okk- ur vinátta sem aldrei bar skugga á. Bjarnheiður ólst upp á Skeggja- stöðum, myndarheimili, og vann þar öll þeirrar tíðar störf. Iiún fór á húsmæðraskóla og lærði þar margt sem nýttist vel svo verklag- inni konu. Eftir að heim kom óf hún mjög falleg salúnsofín rúm- teppi og hún glitóf sérlega fallegt veggteppi. Mér er sagt að það handverk sé að týnast. Garðyrkja var henni hugleikin og hún fór á Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Þar sem annarsstaðar gekk henni vel. Ilún tók hæsta próf sem þar hafði verið tekið og það stóð meðan sambærileg próf voru þar í skóla. Nokkur ár rak hún garðyrkjustöðina Alaska ásamt fleirum af miklum dugnaði. Seinustu árin vann hún á sauma- stofu og þótti þar góður starfs- kraftur. Bjarnheiði þótti gaman að ferð- ast og þekkti landið sitt vel. Hún fór eina gönguferð á Ilornstrandir. Mér er í minni þegar hún kom og dvaldi á heimili okkar það sem eft- ir var af sumarleyfinu, hvað hún sagði vel og skemmtilega frá þess- ari ferð allri. Einnig fóru þær syst- ur Margrét og hún til annarra landa. Bjarnheiður var ógift og barn- laus en hafði þennan yndislega hæfileika að laða að sér unglinga. Meðan hún var á heimili foreldra sinna dvöldu þar börn og ungling- ar. Þau hændust að henni og báru hlýhug til hennar alla tíð. Hún kenndi handavinnu í barnaskólan- um í Þingborg og þar nýttist þessi hæfileiki vel. Þegar börnin okkar Gunnars komu til sögu sýndi hún þeim um- hyggju og kærleika sem ekki er hægt að fullþakka. Hún bauð þeim til sín yfir helgar og fór með þau í leikhús og á söfn og þar lærðu þau að meta umhverfi sitt tengt þjóð- legum og listrænum iiefðum. Bjarnheiður var þeim góð fyrir- mynd, hún hafði látlausa fram- komu en þó ávallt ákveðin og kurt- eis. Gjafir gaf hún þeim og valdi þær af smekkvísi, bæði hvað varð- aði útht og notagildi. Mörg sumur var hún hjá okkur hluta af sumarleyfi sínu og þá hvatti hún börnin til að læra og taka vel eftir sem flestu. Þetta voru góðir dagar. Þegar hún var búin að missa heilsuna svo hún gat ekki verið hjá okkur fannst mér sumarið hafa tapað einhverju góðu. Ég vil þakka fyrir þá frábæru umönnun sem henni var veitt á Dvalarheimilinu Blesastöðum. Guð blessi alla þá sem þar komu nærri. Að lokum vil ég þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mitt heimili. Friður Guðs þig blessi. Sigríður Guðjónsdóttir Sigurður J. Sigurðsson Nýlátinn er heiðursmaður- inn, frændi minni, Sig- urður J. Sigurðsson á 103. aldursári að Kumbaravogi, sá síðasti af 6 systkinum. For- eldrar hans voru Ingibjörg ívarsdóttir og Sigurður Jónas- son, búsett ásamt börnum sín- um við ísafjarðardjúp. Fjölskyldan leystist upp við dauða Ingibjargar, og barna- hópnum, ungum að árum dembt niður hjá skyldmennum og vandalausum. Hlutskipti Sigga frænda var harka og vinnuþrældómur í uppeldinu. Ungur að árum gekk Siggi að eiga Sæunni Sigurðardóttur og settu þau bú sitt í Hnífsdal þar sem Sigurður faðir Siggu bjó með nýrri og barnmargri fjöl- skyldu. Sæunn var lagleg og nett kona, sem sá ekki sólina fyrir manni sínum og fyrirgaf honum alla hans galla. Voru þau alla tíð mjög samrýmd. Ólu þau upp stúlkubarnið Þórunni, bróðurdóttur Sæunnar. Þórunn féll frá barnahópnum ung að árum, og var það þeim Sigga og Sæunni mikill harmur. í Hnífsdal var Siggi við ýmis störf tengd sjónum. Á sjötta áratugnum fluttu þau Sigurður og Sæunn suður til Reykjavíkur til þess að vera nálægt fóstur- dótturinni og íjölskyldu hennar. í Reykjavík vann Siggi ýmsa verkamannavinnu. Síðustu árin dvöldu þau hjónin á Kumbara- vogi þar sem Sæunn lést fyrir nokkrum árum. Ég heimsótti Sigga frænda nokkrum sinnum eftir að hann náði tíræðisaldri. Siggi var alltaf hinn spræk- asti með tóbaksbaukinn sinn í höndunum, í jakkafötum og skyrtu og bindi. En þeir bræður, Guðjón, Halldór og Jónas, voru allir hin mestu ljúfmenni og snjrtimenni, sem aldrei létu sér slæmt orð úr munni fara um náungann. Kvenþjóðin á Kumb- aravogi hafði orð á því líkt snyrtimenni Siggi væri. Ég var varaður við því af starfsfólkinu á Kumbaravogi að bera nú ekki brennivín í karl- inn. En Sigga, eins og mörgum, þótti sopinn góður. Um helgar eftir að hann fluttist suður, brá hann sér gjarnan í húsvitjanir að vinnu lokinni með flösku í farteskinu, upp á gamla mát- ann. Á sunnudögum dreif Sæ- unn mann sinn með sér á her- samkomur. Sæunn var algjör bindindismanneskja, sem felldi tár vegna veikleika manna. Síðast er ég heimsótti Sigga spurði hann hvert erindi mitt væri. Ég kvaðst vera nýi her- bergisfélagi hans. Við sjáum nú til með það kall minn, sagði Siggi þá. Herbergi Sigga var hreint og bjart, skreytt myndum af frels- aranum, foreldrum hans og Sæ- unni og Þórunni. Siggi frændi kvaddi þennan heim á sama degi og annar harður nagli austur í Kína. Vertu sæll Siggi frændi. Frœndi Guðný Kristjánsdóttir Elsku amma, nú ertu farin og leiðir okkar skiljast um tíma. Ég átti með þér óteljandi yndislegar stundir í sveitinni, þú áttir óþrjótandi tíma og þolinmæði fyrir litla stelpu. Aldrei leiddist mér þó að við værum mikið einar. Þú gast alltaf fundið upp á einhveiju skemmtilegu að gera. Allar skemmtilegu þulurnar og æv- intýrin sem þú kunnir svo ekki sé talað um spilin sem við gripum til oft á dag. Við áttum okkar uppáhalds framhalds- þætti í sjónvarpinu, þá sátum við saman og þú varst óþreyt- andi að lesa fyrir mig textann. Við töluðum um að þegar þú yrðir gömul og gætir ekki lengur lesið sjálf tæki ég við og læsi textann fyrir þig, Því mið- ur varð lítið úr því, við sáumst svo alltof sjaldan síðustu árin. Þú varst góð vinkona og þegar ég var ílutt til Húsavík- ur gat ég ekki hugsað mér betri hátt til að verja helgi en að koma í sveitina til ykkar Tedda og spila 5 upp, manna eða rommý og bara slappa af í rólegheitunum hjá ykkur. Þú varst hlý og góð, kímin, hreinskilin og hafðir skoðanir á öllu, þú kenndir mér svo margt sem er mér mikils virði og hafðir einstakt lag á að fylla mig sjálfstrausti. Ég á svo margar góðar minningar um þig að ég gæti endalaust haldið áfram að rifja þær upp, en ég ætla að geyma þær með sjálfri mér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Takk fyrir allt sem við áttum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig amma mín. Guð veri með þér. Pín Dagný Elsku langamma, mig langaði að koma norður og kveðja þig en það var ekki hægt. Ég hugsa mikið um þig og við biðj- um fyrir þér, ég veit að nú líður þér vel hjá Guði. Ég man ekki mikið eftir þér öðru vísi en á sjúkrahúsinu, en mamma hefur sagt mér frá því hvernig þú lékst við mig þegar ég var lítill og enginn skildi í því hvað þú entist til að krjúpa hjá mér á gólfinu komin á níræðisaldur- inn, ég á myndir af okkur sam- an frá þeim tíma. Ég kveð þig með þessari bæn sem er í uppáhaldi hjá mér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sœnginni yfir minni Takk fyrir allt Arnar Már Ólafur Halldórsson, læknir Nú þegar hinn aldni heið- ursmaður, Ólafur Hall- dórsson læknir, er látinn koma margar minningar frá liðnum samvistardögum fram í hugann. Kynni okkar og fjöl- skyldna okkar hófust þegar þau Ólafur og Guðbjörg ásamt dótt- ur sinni, Kristíu, fluttust til Ak- ureyrar árið 1972. Fjölskyld- urnar bjuggu um skeið i sama stigagangi að Víðilundi 14 og tókst þá traust vinátta með þeim Guðrúnu og Kristínu sem haldist hefur æ síðan. Okkur varð fljótlega ljóst að Ólafur Halldórsson var sérstak- ur persónuleiki. Hann var læknir af gamla skólanum en hann staðnaði aldrei. Ilann lifði lífinu lifandi og af brennandi áhuga. Hann lét sér fátt mann- legt óviðkomandi. Þótt hann væri orðinn roskinn þegar við kynntumst var hann áberandi léttur á fæti og andinn leiftr- andi. Áhugamálin fyrir utan starfið voru mrg og ólík og hann ástundaði þau af kappi. Hann var t.d. snjall esperantisti og í þann mund þegar eðlilegt hefði verið að setjast í helgan stein tók hann sig upp og fór til Noregs og lærði þar svæðameð- ferð. Hann var sífelit að koma samtíð sinni á óvart. Þannig var Ólafur. En líf Ólafs Halldórssonar var ekki alltaf dans á rósum. Hann missti fyrri konu sína eft- ir erfið veikindi. Það varð hins vegar gæfa hans að finna lífs- förunaut sem er eftirlifandi eig- inkona hans, Guðbjörg Guð- laugsdóttir. Hún er einstök kona og elskhugi, einlægari og hjartaprúðari manneskja er vandfundin. Hún saknar nú vin- ar í stað. Nú við leiðarlok viljum við koma á framfæri hlýrri þökk til fjölskyldunnar fyrir kynnin góðu og áralanga tryggð. Við minnumst Ólafs Halldórssonar með virðingu og þakklæti. Guð- björgu, Kristínu og öðrum að- standendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur og biðj- um þeim guðsblessunar. Óttar, Jóhanna, Steinunn, Guðrún og Þuríður

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.