Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Blaðsíða 7
iOagur-ÍEítmmn Þriðjudagur 18. mars 1997 -19 MENNING O G LISTIR Sialdan lýffur atmannarómur ° - eða hvað? Prestar dunda sér við ýmislegt á síðkvöldum þegar sóknarbörnin eru komin í ró. Einn þeirra er sérstaklega virkur. Hefur skrifað bók um fugla, er að skrifa um hvali. Og kjaftasögur! Fólk er vinsamlegast beðið um að lesa sögur hér á síðunni til enda svo Trausta og Pálma þurfi ekki enn á ný að berast til eyrna að þeir séufarnir yfir móð- una miklu... Presturinn heitir sr. Sigurð- ur Ægisson, til heimilis að Grenjaðarstað. Hann hef- ur reyndar sjálfur orðið fyrir barðinu á kjaftasögum í kjölfar skilnaðar við fyrrum eiginkonu sína. Hann er sannfærður um að hægt sé að stoppa kjaftasög- ur séu réttar aðferðir til þess notaðar. „Við vorum búin að ákveða að skilja en vildum bíða í svona hálft ár eftir góðum tíma útaf börnunum og svona. Pað vissi enginn um þetta. Svo skildum við og þá fór fólk að hugsa, hvað hefur Sigurður verið að gera. Jú, hann hafði verið mikið í heimsókn hjá ná- grönnunum og stundum hafði enginn bíll verið heima. Þá kom Misskilningur: Þekkt kona eignaðist tví- bura. í viðtali á Ijós- vakajjölmiðli sagði hún tvíburana svo ólíka að þeir vœru eins og svart og hvítt. Það var ekki að henni Gróu að spyrja því skömmu síðar komst sá orðrómur á kreik að annað barn- ið vœri svart á hör- und og hitt hvítt. Að fœra allt á versta vœng er veiki sumra manna. Við deilum ekki sömu sœng Sigurður og Anna. En ástin milli vina vex þó von sé ekki á barni. Við eigum gjarnan saman sex Sigurður og Bjarni. Það var þó ekki í kjölfar þessa sem Sigurður fór að skoða kjaftasögur heldur vegna þess að hann er utanskóla þjóð- fræðinemi í Háskóla íslands. Þar skrifaði hann ritgerð um kjaftasögur og vinnur nú að bók um þessa tegund munnlegra sagna. En maður í þjónustu guðs hlýtur að hafa einhvern tilgang með því að skrifa bók um kjaftasögur og svo reynist vera. „Ég er að reyna með þessari bók að segja hvað þarf lítið til að kjaftasaga fari af stað, hvað hún getur gert og hvað við getum gert til að stöðva þær. Þær geta verið svo hættuleg- ar.“ „Hlutlausar kjaftasögur eru yfirleitt bara misskilningur. Ég var t.d. að taka mér tveggja mánaða frí. Sendi bréf um það um aila sveitina. Svo hringir fýrrum tengdamóðir í mig, alveg í sjokki, og þá er sagan orðin þannig að ég sé kominn í tveggja ára frí. Sé fársjúkur og komi líklega ekki aftur,“ segir sr. Sigurður. Þess má geta að síðari útgáf- an er að sjálfsögðu haugalygi. Hvað er kjaftasaga? Sigurður telur kjaftasögur greinast í þrennt en íslenskar kjaftasögur greina sig ekkert frá erlendum systrum sínum: a) Upplogin: saga sem fer af stað sem lygi og verður að kjaftasögu. Hún er send til að meiða eða klekkja á fóiki og er rætin frá rótum. b) Hlutlaus: afrakstur blaðurs þar sem leitað er svara við upp sú saga að ég héldi við ná- grannakonuna. Ég og ná- grannahjónin ákváðum þá að ég gerði tvær vísur til að gera grín að þessu.“ Sigurður gerði það og vísurnar birtust í Víkur- blaðinu og bárust þaðan í DV og útvarpið. „Það sem vannst við þetta var að fólk sá að þetta var vitleysa því við gerðum bara grín að þessu:“ Hvernig má stöðva? Sigurður hefur aðallega verið að slægjast eft- ir þekktum kjaftasögum um þjóðkunna einstaklinga. Eina ráðið til að kveða þær niður telur hann vera að nýta sér Qölmiðla og gera þar grín að sögunni. Þetta ráð kæmi þó að litlu gagni fyrir óþekktan Jónas í næsta húsi því ef hann reyndi að uppræta kjaftasögu hverfisins um að hann héldi við Gullu á loftinu þá er hætt við að stórblöð landsins eftirlétu hon- um ekki pláss til að stöðva sög- una. Ein útgáfa sögunnar var sögð í partíi, þar sem varm.a. kunningi Pálma. Söguna sagði hjúkrunarkona á Landspítalanum sem sagðist hafa séð líkama Pálma sund- urskotinn á spítalanum með eigin augum. Að sögn sr. Sigurðar er þetta vel þekkt fyr- irbrigði í kjaftasagnaheiminum, þ.e. að sögurnar eru kryddaðar af fólki sem gengst upp íþví að verða tímabundið „ númer“ í hópi manna. Pálmi Gunnarsson hvarf úr jjölmiðlum og af sviði í einhvern tíma á árunum 1986-7. Þáflaug sú saga víða að Pálmi hefði, ein- hvers staðar í útlandinu, skotið sig í höf- uðið en mistekist. Mistökin áttu að hafa leitt til þess að Pálmi var lamaður og var bróðir Pálma, búsettur á Höfn í Horna- firði, borinnfyrir sögunni. Bróðirinn kom hins vegar af fjöllum. vangaveltum út af einhverju sem ekki passar. Maður sem er t.d. oft í sviðsljósinu og hverfur svo þaðan fyrirvara- laust getur átt von á því að menn hugsi upp undarlegustu skýringar á hvarfinu. c) Misskilningur: kemur oft kjaftasögum út í loftið. Sögur sem eiga rætur að rekja til misskilnings eru sjaldan rætnar. Hvar leynast Gróurnar? Til er gríðarlegur íjöldi orða yfir slúður og kjaftasögur í íslensku máli og hafa verið til frá upp- hafi. Menn hafa blaðrað frá því þeir fengu málið og allar götur síðan þá hefur fólk fengið útrás við að kjafta um náungann. Þess eru líka dæmi að valdhafar not- færi sér dreifingarleið til að festa sig í sessi eða velta öðrum. „Mér skilst að keisarinn í Róm hafi haft ákveðna menn á sínum snærum úti á götum til að hlusta á pöpuhnn. Þessir menn komu oft sögum á kreik til að aðstoða keisarann. Þegar Neró laug því að kristnir menn hefðu brennt Róm þá grunar mig að það hafi farið þessa leið.“ Erlendir fræðimenn hafa rannsakað það mikið af hverju fólk fær útrás við að segja kjaftasögur og hverjir geri það. Það virðist ljóst að sögurnar léttir kvíða af fólki, þannig blossar mikið af kjaftasögum upp þegar þjóðir eiga í stríði. „Og ég er sannfærður um að í svo- kölluðum kjaftabælum séu erfiðleikar. Fólki líði ekki vel,“ segir Sig- urður. Því að flestar sögurn- ar fjalla um það sem aflaga fer, þær fara ekki víða sög- urnar um manninn sem meikaði það - nema eitthvað hafi svo orðið honum að falli. „Annars er þetta alveg stór- furðulegt fyrirbæri. En ég held að heimska fólks hljóti að spila eitthvað inn í þetta,“ segir Sig- urður að lokum og vonast til að bókin sem hann hefur í smíðum slái eitthvað á þær afleiðingar sem rætnar kjaftasögur geta haft. lóa Ein frœgasta mis- skilningssagan hlaut farsælan endi þegar Trausti Jónsson kom fram ÍDV til að láta landsmenn vita af því að fregnir af dauða hans vœru stórlega ýktar. Mis- skilningurinn kom þannig til að Trausti þurfti að fara í rann- sóknir á Borgarspít- ala á sama tíma og alnajhi hans var til meðferðar á krabba- meinsdeild. Sá lést. En ekki Trausti veð- urfrœðingur. Kjaftasögur eru nánast undantekningalaust um það sem aflaga fer hjá fólki - hvort sem þœr eru sagðar með hluttekningarróm eða hreinni rœtni „Eins og prófasturinn minn sagði: Hérna áðurfyrr sögðu menn: No news is good news. Nú segja menn: Good news is no news. Þetta er rétt hjá honum. Englendingar segja einmitt: Kastaðu bara skít, það loðir allt- af eitthvað við hann. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.