Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Qupperneq 10
22 - Þriðjudagur 18. mars 1997 Jlagur-'35nróm RADDIR FOLICSINS Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri eiðis... Misnotkun íslenskra ungmenna Verkefnið „íslenskt dags- verk ’97“ er unnið í ná- inni samvinnu við tvenn samtök á Indlandi, Social Acti- on Movement (SAM) og United Christian Church of India (UCCI). Hjálparstofnun kirkjunnar mun síðan sjá um að færa þeim peningana í „litlum skömmt- um“ (!!), eins og segir í bæklingi sem gefinn var út til að kynna átakið. „Leiðtogi" SAM, séra Martin, styrkja kristna trú á Indlandi, trú gamla nýlenduherrans. Nið- ur með indverska menningu - hfi vestræn menning! Ungir íslenskir menntamenn eiga betra skilið. Að sýna sam- stöðu í verki er góð hugmynd, en til að hjálpa kristnum sam- tökum að reyna að auka mark- aðshlutdeild eigin sjoppu er röng aðferð. Eitt að lokum: Hjálparstofn- un kirkjunnar virðist vera að uppgötva stéttamismun þarna í Þann 13. mars síöastliðinn yfirgáfu framhaldsskólanemar um allt land skólastofurnar og fóru út á vinnumarkaðinn I einn dag í þvl skyni að safna fjármagni til styrktar Indverskum skólakrökkkum til náms. Mynd:JHF lýsir þannig ástandinu á Ind- landi: „Á Indlandi er fátækt ekki aðeins spurning um Iítil fjárráð. Hún er nátengd stétta- skiptingunni í landinu sem er afsprengi hindúatrúarinnar.“ (Morgunblaðið, 8. mars 1997) Mótmælendur á Indlandi (1% íbúa) ætla sem sagt að kenna hindúum (83%) að lifa. Og ís- lensk ungmenni eru hvött til að landi hinna ósnertanlegu. Væri ekki viðeigandi að benda þeim á annað land, langt frá Ind- landi? Þar er stétt, lítt snertan- leg um þessar mundir, sem verður að sætta sig við 50 þús- und krónur á mánuði á meðan önnur stétt fær 920 þúsund. Gérard Lemarquis, kennari og fréttaritari. í’orsteinn Hannesson hringdi: bóksali á Part af vísu sem ^í.d^fe«a gotu. Eg veit Birirj jivemirf f ab konum á var, en botninn eTsvon^ fyrriP*rturinn eJ*ít eínhver hvenUg tyrriparturimi ^s'^^™^SnaSShiá?ér«me8 e,tir Hannessyni. 6 ta hjalpað Porsteini Frá Landsbankanum Vegna greinar Einars Ágústssonar háskóla- nema, um Námustyrki, í blaðinu þann 8. mars sL óskar Landsbanki íslands eftir að koma eftirfarandi á framfœri. Það er ekki rétt að Lands- banki íslands hafi neitað að svara fyrirspurn Einars um það með hvaða hætti dómnefndin starfar og hvað hún hefur að leiðarljósi við úthlutanir Námustyrkja. Landsbankinn svaraði bréfi Einars, dagsettu 18. maí 1996, þann 28. maí. Eins og kemur fram í aug- lýsingu um Námustyrki hafa allir Námufélagar rétt á að sækja um styrkina. Óskað er eftir því að umsækjendur sendi inn upplýsingar um námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðar- áform. Þessar upplýsingar eru hafðar til grundvallar þegar styrkþegar eru valdir. Þannig er námsárangur mikilvægur þáttur í þessu vali en ekki sá eini sem hafður er til hliðsjónar. Um 500 Námu- félagar hafa að meðaltali sótt um Námustyrki ár hvert, síð- ustu sjö ár. Sérstök sjö manna dómnefnd skipuð fulltrúum bankans bæði innan hans og utan, m.a. fulltrúa frá sam- tökum námsmanna, BÍSN, SÍNE eða Félagi framhalds- skólanema. Allir sem koma að þessu vali hafa kappkostað að vinna samviskusamlega og heiðarlega út frá þeim upp- lýsingum sem fram koma í umsóknunum. Vissulega eru skoðanir dómnefndarmanna oft óhkar m.a. um hvað eigi að vega þyngst í mati og vali á styrk- þegum. Valið er erfitt en í þau sjö ár sem styrkjunum hefur verið úthlutað hefur dómnefndin þó ávallt komist að sameiginlegri niðurstöðu þegar styrkþegar eru valdir. Afgreiðsla einstakra um- sókna og umfjöllun um þær er trúnaðarmál. Allar um- sóknir sem berast eru með- höndlaðar sem slíkar og endursendar að úthlutun lokinni. Hótel Örk - lykill að sælu eða hryllingi? Föstudaginn 7. febrúar sl. fórum við nokkrir vinnu- félagar á Hótel Örk til að njóta þess sem auglýst var konukvöld. Eftir þessa næturgistingu er- um við sammála um að mæla ekki með Hótel Örk við nokkurn mann. „Þjónarnir" höfðu að okkar mati ekki mikla þekkingu á sín- um störfum. Þeir áttu erfitt með að fylgjast með hvort reikning- ar voru greiddir eða ekki og taka niður pantanir. Ennfremur var settur kostnaður á herberg- in sem enginn kannaðist við. Þar að auki vorum við nánast í „yfirheyrslu" fyrir framan aðra hótelgesti vegna vankunnáttu „þjóna“. Ekki var haft fyrir því að biðjast afsökunar. Það er alveg furðulegt að þekkt hótel sem telur sig hafa upp á margt að bjóða, telji sig geta komist upp með að bjóða fólki upp á annan eins skort á fagmennsku og klúðri. Þeir sem voru að störfum var mjög ungt fólk - skólafólk? - þessi svokallaði ódýri vinnu- kraftur, kannski „svartur" líka? Að okkar mati endaði þetta í hryllingi. F.h. vinnufélaga, Gerður Sæmundsdóttir, Hraunbæ 22. * Það fer voðalega í taugarnir á meinhorni að sjá unga sem aldna bora í nefið á sér í tíma og ótíma. Nær væri fyrir blessað fólkið að verða sér út um góðan vasaklút og snýta sér hressilega. Þegar meinhornið var á unga aldri var ferming- in mikið tilhlökkunarefni. Þessi tilfinning virðist hafa snúist uppí andhverfu sína þegar kemur að því að taka upp veskið og borga allan þann her- kostnað sem fermingunni fylgir á þessum síð- ustu og verstu. Það er sagt að flasa sé ekki vandamál fyrir en það fer að snjóa á axlirnar. Fyrir þá sem eru með flösu er það hinsvegar hið versta mál frá upphafi án tillits til magns. Baráttan um súkkulaðið Ráðsett húsmóðir í borg- inni ákvað á dögunum að fara í búðir til að versla inn eitt og annað fyrir sig og heimilið. Eftir að hafa ark- að búð úr búð afréð hún að gera sér dagamun og fá sér heitt kaffi á einum af hin- um fjömörgu kaffihúsum í borginni og hvíla lúin bein. Áður en þangað kom keypti hún sér súkkulaði í nesti. Þegar á kaffihúsið kom var þar þröng á þingi eins og oft áður. Eftir að hafa skimað um stund eftir sæti sá hún færi á að setjast við borð þótt þar væri fyrir einn ókunnugur karlmað- ur. Þegar hún hafði komið sér fyrir og pantað kaffi- bolla sá hún til mikillar undrunar að ókunni mað- urinn seildist eftir mola af súkkulaðinu sem hún hafði nýverið keypt handa sjálfri sér. í fyrstunni varð hún undrandi en lét samt ekki á neinu bera og fékk sér bita. Undrunin breyttist síðan í innibyrgða reiði þegar karlmaðurinn seild- ist enn og aftur í súkkulað- ið og kleip af því væna sneið. Þegar þarna var komið sögu sá hún sitt óvænna og kláraði súkku- laðið í einni svipan til að koma í veg fyrir frekari gripdeildir hins ókunna. Eitthvað virtist þessi tangarsókn konunnar fara illa í ókunna manninn sem tók sig til og færði sig yfir á annað borð sem hafði losn- að. Þegar konan hafði lokið við að drekka úr bollanum sínum án frekari truflana af hálfu hins ókunna, sá hún að hann hafði pantað sér vínarbrauð. Á leiðinni út ákvað hún í skyndingu að sýna manninum mátt sinn og þor og að hann kæmist ekki upp með neitt múður þótt hann væri kominn á annað borð. Þeg- ar hún gekk framhjá borði mannsins greip hún hand- fylli af vínarbrauði hans og stakk upp í sig. Maðurinn varð eitt spurningarmerki í framan og þóttist gramur þegar hún leit á hann sigri hrósandi um öxl á leiðinni út. Vitlaust gefiö Þegar út var komið glotti konan út í báðar yfir dirfsku sinni í viðureign sinni við ókunna manninn á kaffihúsinu. Brosið fór þó fljótlega af konunni þegar hún leitaði eftir bfllyklinum í veski sínu og fann þar súkkulaðið sitt sem hún hafi ætlað að maula á kaffihúsinu. Þá rann upp fyrir henni að súkkulaðið á borðinu hafði verið manns- ins en ekki hennar. Umsjón: Guðmundur R. Heiðarsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.