Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Qupperneq 6
6 - Föstudagur 2t. mars 1997
jOagur-®mtímt
„Kókópöffs-kynslóðin“
komin í handboltann
Björn
Þorláksson
skrifar
Handbolti er mál mál-
anna á íslandi sem
stendur og þá ekki síst
á Akureyri þar sem áhuginn
er almennari en víðast annars
staðar. Alfreð Gíslason, þjálf-
ari KA, náði að stýra sínum
mönnum til stórsigurs í fyrra-
kvöld gegn Stjörnunni og er
staðan 1 -1 í innbyrðis viður-
eignum liðanna. í kvöld ræðst
hvort KA-menn eða Garðbæ-
ingar fagna því skrefi að kom-
ast í undanúrslit ásamt Aftur-
eldingu og þá eru enn með í
pottinum Valur, Haukar, Fram
og ÍBV.
- Hvað olli þessum viðsnún-
ingi í leik ykkar?
„Við fórum bara að spila eðli-
lega, mjög vel bæði í vörn og
sókn. Allir áttu mjög góðan dag.“
- Þú spilaðir í peysu númer
17. Af hverju ekki 7?
„Ég byrjaði ferilinn alltaf í 7
en þegar ég kom heim fór ég að
spila í 14, sem ég hafði líka not-
að í landsliðinu. Ég kunni ekki
við að taka peysuna af Sverri
Björnssyni, sem hefur spilað
mjög vel fjrir okkur í vetur,
þannig að ég fór bara í það
númer sem var laust.“
Hjátrúin að drepa mig
- Hvað með hjátrúna?
„Hún er alveg að drepa mig.
En það var a.m.k. 7 í tölunni!"
- Það hefur gengið upp og
ofan í vetur hjá KA. Finnst þér
þú hafa náð því besta út úr lið-
inu?
„Nei. Ég er ekki sáttur við
þennan vetur. Við höfum ekki
spilað jafnvel og ég vonaðist
eftir, hvorki í vörn né sókn.
Ástæðurnar eru íjölmargar en
ég hef t.d. verið að vinna mikið
með nýja menn eins og Heið-
mar Felixsson, sem hefur verið
látinn spila stanslaust. Við
þurftum á örvhentum manni að
Mynd: GS
halda og hann hefur vaxið með
hverjum leik en það kostar
náttúriega að vinna nýja menn
inn í dæmið. Svo hafa að mínu
mati of margir í mínu liði verið
að spila undir ____
getu. Það hefur
verið vanda-
mál“
- Tekurðu
það persónu-
lega til þín sem
þjálfara liðs-
ins?
„Það er ekki
mitt að meta
það. Margt hef- ...... —
ur áhrif á slíkt en eflaust hefur
þjálfarinn sitt um það að segja.
En það tekst ekki alltaf að ná
því besta út úr mönnum.“
- Orðrómur á Akureyri segir
að móralskt hljóti eitthvað að
vera að hjá liðinu. Er það rétt?
„Nei, ég er ekki sammála
því. Það er margt skrafað á göt-
„Það er margt skraff-
að á götum Akureyrar
og sannast þar að ís-
lendingar eru sögu-
þjóð. Og þá ekki í já-
kvæðum skilningi!"
um bæjarins og þar sannast
iðulega að íslendingar séu
söguþjóð og þá ekki í jákvæðum
skilningi! Ég tel að mórallinn
hafi alltaf verið styrkleiki okkar,
... hvernig sem
hefur gengið,
okkar sterkasta
vopn. En eins
og ég segi: Það
er sama hver á
í hlut. Það er
alltaf auðveld-
ara að ráðast á
náungann frek-
_______________ ar en sjálfan
sig þegar illa
gengur.“
- Þú nefndir áðan að all-
margir leikmenn hefðu spilað
undir getu. Hvað með þær
væntingar sem gerðar voru t.d.
til lykilmannsins Duranona?
„Við sáum það f gær hve
mikilvægur hann er fyrir liðið.
Annars vil ég ekki tjá mig um
einstaka leikmenn á þessum
tímapunkti."
Frekar Hauka en Val
- Hverjar telurðu líkurnar á
sigri gegn Stjörnunni í kvöld?
„Það fer hreinlega eftir hvort
við höldum áfram núna á okkar
braut. Hvort viljinn og skyn-
semin verður fyrir hendi. I gær
[fyrradag] var ég í fyrsta skipti í
mjög langan tíma virkilega
ánægður með leik liðsins og ef
við höldum þannig áfram vinn-
um við þennan leik. En gallinn
við okkur er að við getum dottið
alveg ótrúlega langt niður á
milli, það verður að viðurkenn-
ast. Þá töpum við þessum leik
en ég á samt eftir að sjá að við
töpum tvisvar fyrir sama liðinu
á heimavelli."
- Meturðu þá likurnar rúm-
lega 50%?
„Já. Þær eru heldur meiri.“
- Ef sigur vinnst, hvort viltu
fá Haukana eða Val?
„Valsararnir hafa vaxið
seinnipart móts og reyndar
mjög mikið. Þeir ráða yfir mik-
illi reynslu og ef maður skoðar
liðið á pappírunum eru þetta
einir sex landsliðsmenn hjá
þeim á síðustu árum. Þeir eru
óeðlilega neðarlega í deildinni
miðað við styrk sinn.
Haukarnir eru hins vegar
með mjög góðan og breiðan hóp
en þeir eru farnir að hiksta dá-
lítið. Ég á því mjög erfitt með að
spá fyrir um hvort liðið væri
betra að fá. Guðmundur Hrafn-
kels hefur oft undanfarið varið
tiltölulega lítið á keppnistímabil-
inu en þegar kemur í úrslita-
keppnina verður hann allur ann-
ar markmaður. Hann vex mjög
mikið við álag og ekki síst af
þeim sökum gæti verið mjög var-
hugavert að lenda á móti Val.“
Handboltinn í
millibilsástandi
- Hvaða lið hefur spilað jafn-
asta og besta handboltann í
vetur?
„Úffffff. Þetta hefur verið
óvenju sveiflukennt en kannski
má segja að Afturelding hafi
unnið mótið á stystu lægðunum.
Lið eins og Fram og Vest-
mannaeyjar hafa komið mjög á
óvart og verið á svipuðu róli allt
mótið.“
- Hvernig er handboltinn í
dag?
„Hann er í þessu millibils-
ástandi sem oft kemur upp þeg-
ar margir fara á einu bretti til
útlanda. Kannski óvenju góður
miðað við hve margir nýir leik-
menn hafa spreytt sig. Deildin
er ekki jafn góð og í fyrra en
samt hefur hún ekki valdið
neinum vonbrigðum."
- Taktík og þjálfun? Eitthvað
nýtt að gerast?
„Nei, í rauninni ekki. Við
stöndum mjög vel hvað varðar
unglingaþjálfun og erum að fá
marga Ijölhæfa leikmenn upp.
Okkur vantar hins vegar stærri
leikmenn. Margir af þessum
ungu eru mjög teknfskir en þeir
eru flestallir svo djöfulli litlir.
Það er spurning hvort Kókó-
pöffs-kynslóðin sé endanlega
komin til að vera!“
Urslitakeppni Islandsmótsins í handbolta
KA-Stjarnan
f KA-heimilinu íkvöld, föstudaginn 21. mars kl. 20.
Nú tökum við öll saman á Valda Gríms og félögum!