Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.04.1997, Blaðsíða 1
JOagur-Œtmtrm
LIFIÐ I LANDINU
Fimmtudagur 24. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 77. tölublað
Blað
„Gerði mitt besta og gat ekki
betur þegar ég setti brúðar-
vöndinn saman, “ segir Björg
Jóna Sigtryggsdóttir.
Mun sjálf búa til eigin brúðarvönd
s
g hugsa að ég myndi sjálf vilja
búa til brúðarvöndinn minn
þegar ég gifti mig. Ef ég verð þá
ekki alltof stressuð að hugsa fyrir
einhverjum öðrum atriðum í sam-
bandi við giftinguna. Nei, ég er ekki
búin að gifta mig - en á kærasta,“
segir Björg Jóna Sigtryggsdóttir, nemi
við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum
í Ölfusi.
Á verklegu prófi í blómaskreyting-
um, sem þreytt var í síðustu viku,
fékk Björg 10,0 í einkunn fyrir brúð-
arvönd sem hún gerði. Frá því blóma-
skreytingabraut við skólann hófst fyr-
ir sjö árum hefur enginn af 26 nem-
endum hennar fengið svo glæsilega
einkunn. „Ég gerði einfaldlega mitt
besta og gat ekki
gert betur þegar
ég setti þennan
brúðarvönd sam-
an,“ segir Björg.
Brúðarvöndur-
inn snortri sam-
anstóð af sóllilj-
um, rósum og
prestafíflum.
„Þetta voru þau
blóm sem ég
hafði til að vinna úr, en þeim varð svo
að raða saman eftir kúnstarinnar
reglum þannig að rétt hlutföll næðust
og heildarsvipur vandarins væri góð-
ur. Ætli ég hafi ekki
verið eina tvo tíma
að setja vöndinn
saman og mikið
varð ég hissa þegar
mér var sagt að ég
hefði fengið 10,0 í
einkunn," segir
Björg, sem er frá
bænum Hriflu í
Ljósavatnshreppi í
Þingeyjarsýslu.
Hún hefur síðustu misseri starfað hjá
Blómabúðinni Akri í Kaupangi á Ak-
ureyri og er nú á öðru námsmisseri af
tveimur við Garðyrkjuskólann.
í dag, fyrsta sumardag, bjóða nem-
endur við Garðyrkjuskóla ríkisins til
opins húss í skólanum, þar sem gest-
um og gangandi gefst tækifæri til að
kynna sér það sem í skólanum er; þar
á meðal hundruð garðplantna,
blómstrandi epla-, plómu- og kirsu-
berjatré og rósir og sitthvað fleira.
Verður opið í skólanum milli kl. 10 og
18 í dag. -sbs.
Stúlka úr Þingeyjarsýslu
fékk 10,0 í einkunn við
Garðyrkjuskóla ríkisins
fyrir brúðarvönd sem hún
gerði. Opið hús í
skólanum í dag.