Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Side 7
Bjöm Gestsson
Jón Geir Lúthersson fæddist
að Vatnsleysu í Fnjóskadal
8. júlí 1914. Hann Iést á
heimili sínu 7. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Lúther 01-
geirsson, f. 17. ág. 1889, d. 14.
maí 1922, og Þórunn Pálsdóttir,
f. 24. apr. 1892, d. 6. jan. 1978.
Jón Geir var elstur barna Lúth-
ers og Þórunnar en næstur hon-
um kom Olgeir, Vatnsleysu, f. 26.
okt. 1915, d. 22. jún. 1996; þá
Margrét, Akureyri, f. 3. des.
1917 og Lúlley Esther, Akureyri,
f. 24. feb. 1922. Hálibróðir Jóns,
sonur Þórunnar og seinni manns
hennar Ingimars Kristjánssonar,
er Ingi Þór Ingimarsson á Neðri-
Dálksstöðum, f. 23. des. 1925.
Fyrri kona Jóns var Bergljót
Indriðadóttir frá Skógiun, f. 9.
feb. 1920, d. 9. júlí 1943. Þeim
varð ekki barna auðið.
17. júní 1945 kvæntist Jón
Ásdísi Stefánsdóttur frá Hall-
gilsstöðum, f. 28. ág. 1923). Þau
stofnuðu nýbýlið Sólvang úr
landi Hallgilsstaða árið 1946.
Börn Jóns og Ásdísar eru: 1)
Bergsveinn, Sólvangi, f. 7. okt.
1945,. 2) Ingvar, Sólvangi, f. 3.
nóv. 1946. 3) Þórdís Hólmfríður,
Akureyri, f. 9. maí 1949, maður
hennar Birgir Jónasson, dætur
þeirra Ásdís og Björg, barn Ás-
dísar Arna Baldvinsdóttir. 4)
Ingunn, Kópavogi, f. 30. des.
1950, maður hennar Magnús
Skúlason, synir þeirra Hlynur og
Skúli. 5) Sigrún, Akureyri, f. 27.
okt. 1953, maður hennar Ólafur
Haukur Baldvinsson, dætur
þeirra Sólrún María, Hafdís og
Dagný. 6) Aðalheiður Erla, Ak-
ureyri, f. 17. maí 1957, maður
hennar Óskar Helgi Albertsson,
börn þeirra Kári Páll, Björk og
Ásdís Helga. 7) Þórunn, Sól-
vangi, f. 1. nóv. 1961, maður
hennar Rúnar Jóakimsson, börn
þeirra Arnar Geir, Hrönn, Silja
og Líney. 8) Sólveig, Grenivík, f.
25. mars 1964, maður hennar
Friðbjörn Axel Pétursson, börn
þeirra Erla, Jón Geir og Berg-
sveinn Ingvar. 9) Steinunn
Harpa, Akureyri, f. 24. apr.
1969.
Það er svo margt. Heilt mynda-
albúm í huganum. Situr við end-
ann á eldhúsborðinu með pípuna.
Ilmur af Half and Half. Hann kall-
ar á okkur og við fáum að blása á
eldspýtuna. Bíltúr á Volgunni
með rauða flauelsáklæðinu á
heitum sumardegi. Með nikkuna
inni í Okkar herbergi. Við stóra
þunga skrifborðið að færa inn í
ærbókina. Segir okkur fréttir af
kindunum okkar. Að segja sögur.
Hlæjandi. Hreinskilinn og á
stundum óvæginn í orðum.
Hjartahlýr.
Afi er stór maður í minning-
unni, þótt ekki hafl hann verið
hár í loftinu, og við dáðum hann.
Einhvern pata höfðum við af því
að hann hefði eitthvað unnið við
vegagerð á yngri árum og þar
með þótti okkur það ljóst að hann
hlyti að hafa gert veginn yfir
Vaðlaheiði, svo til einn og óstudd-
ur, en það var leiðin sem við
þurftum að aka til að komast í
sveitina í þá tíð. Ekki nóg með
það, heldur var tilfinningin hka
sú að hann hlyti að hafa smíðað
bogabrúna við Vaglaskóg (þar
sem myndin framan á einni af
hljómpfötu Karlakórsins Goða er
tekin, afi er fyrir miðju í ljósbrún-
um fötum). Það hefði hins vegar
orðið að teljast hið merkilegasta
afrek, þar sem brúin er smíðuð
árið 1907, sjö árum áður en hann
fæddist. En sú vitneskja barst
okkur til eyrna í seinni tíma og er
í rauninni algjört aukaatriði.
Björn Gestsson fæddist 2.
maí, 1918 að Vermundar-
stöðum í Ólafsfirði. Hann
lést á dvalarheimilinu Hlíð 6. maí
síðastliðinn.
Þegar hann var mánaðargam-
all fluttu foreldrar hans Sigrún
Júlíusdóttir og Gestur Vilhjálms-
son að Bakkagerði í Svarfaðardal,
þar sem þau bjuggu allan sinn bú-
skap. Björn var næst elstur fimm
systkina, þau eru; Hlíf í Reykja-
vík, Ríkarður í Bakkagerði, nú
látinn, Jóhanna María á Seltjarn-
arnesi og Kristín á Dalvík. Björn
kvæntist 27. nóvember 1943 eftir-
lifandi eiginkonu sinni Sigríði
Magnúsdóttur, fædd 14. mars
1923 á Björgum í Hörgárdal. Þau
eignuðust fimm börn, 1) Magnús,
fæddur 16. aprfl 1944, k.h. Fann-
ey Margrét Þórðardóttir, 2) Gest-
ur, fæddur 3. desember 1945, k.h.
Ingibjörg Kjartansdóttir, 3) Sig-
rún, fædd 1. mars 1952, dáin 8.
janúar 1953, 4) Sigrún Lára, fædd
23. júlí, 1954, m.h. Jón Aðal-
steinsson, 5) Kristín, fædd 8. júní
1964. Barnabörnin eru ellefu og
barnabarnabörnin eru orðin sex.
Björn var bóndi á Björgum frá
1947 til 1984, en þau hjónin fluttu
þaðan til Akureyrar 1988.
Útför hans fór fram frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 16. maí.
Það er víðsýnt af hlaðinu á
Bakkagerði í Svarfaðardal. Byggð-
in á Austurkjálkanum blasir við
augum, alft frá Ytra-Hvarfi að
Skáldalæk út undir sjó. Skíðadafur-
inn opnast til suðurs og Stóllinn,
fjallpíramídinn mikli fyrir miðjum
dal, sem ætti að vera í skjaldar-
merki Svarfdælinga, hefur álíka
seiðmagn og Snæfellsjökull.
Árið 1919 hófu ung hjón, Gestur
Vilhjálmsson frá Bakka og Sigrún
Júlíusdóttir frá Syðra-Garðshorni,
búskap í Bakkagerði og þar áttu
þau eftir að búa farsælu búi í tæp
sextíu ár. Þau eignuðust fimm
börn: Hlíf, Björn, Ríkharð, Jó-
hönnu Maríu og Kristínu. Aðal
Bakkagerðisfjölskyldunnar var
eindrægni og iðjusemi og hlutu
systkinin þann arf í heimanmund.
Sigrún í Bakkagerði var frænka
okkar systkinanna f Syðra-Garðs-
horni og samgangur mikifl á milli
fjölskyldnanna á bæjunum. Systk-
inahóparnir á þeim voru jafnstórir
og nokkuð jafnaldra.
Björn hlaut skólagöngu sína í
Grundarskóla hjá Þórarni k'ennara
á Tjörn, síðan hjá Pétri Finnboga-
syni frá Hítardal og Stefáni Bjarm-
an í Unglingaskóla Svarfdæla, sem
þá var hafdinn á Bakka. Hann
stundaði nám í Hólaskóla og varð
búfræðingur þaðan árið 1941.
Björn var félagslyndur og vinsæll
og tók virkan þátt í félagsskap
unga fólksins í sveitinni.
Krossmessumorguninn 1939
kom ég út á hlað heima og sá þar
kominn Björn frænda, sem nú var
ráðinn kaupamaður hjá okkur um
sumarið. Hugsaði ég gott til þeirra
samvista og varð heldur ekki fyrir
vonbrigðum. Björn var ljúflyndur
og skemmtilegur, talaði vandað
mál og seinmæltur nokkuð; fum-
laus og vandvirkur. Honum var
gefinn sá eiginleiki að kunna að sjá
hina spaugilegu fleti á tilverunni
gleggra en margur annar og veitti
oft samferðamönnunum hfut í
þeirri náðargáfu, því hann sagði
vel frá. Guðmundur ráðunautur
Steindórsson hefur sagt mér að
þegar hann var kaupamaður eitt
sumar hjá Birni og Sigríði frænku
sinni, þá búandi hjónum á Björg-
um í Hörgárdal, hafi Björn tíðum
sagt kímilegar sögur yfir hádegis-
verðinum, helst utan úr Svarfaðar-
dal og að það hafi verið svo vart og
skart að hann hafi nokkurn tímann
sagt sömu söguna tvisvar liðlangt
sumarið.
Björn var vel giftur. Eftirlifandi
kona hans, Sigríður Magnúsdóttir,
er frá Björgum í Ilörgárdaf, dóttir
hjónanna Magnúsar Sigurðssonar,
lengi bónda þar og vegaverkstjóra
og Láru húsfreyju Guðmundsdótt-
ur. Þau Björn og Sigríður fóru að
búa á Björgum árið 1947 og reistu
sér vandað og fallegt einbýfishús.
Þau ráku þar stórt og arðsamt bú,
aðallega kúabú, til ársins 1987 er
þau fluttu til Akureyrar. Allmörg
fyrstu árin bjuggu þau í tvíbýli við
eldri hjónin. Alltaf var gott og nota-
legt að koma í Björg, þar var mikil
gestrisni. Bjargarbændur fylgdust
vel með nýjungum í búskap. Á
sjötta áratugnum reistu þeir t.d.
eitt fyrsta hjarðljós (lausagöngu-
fjós) á landinu, og þótti viðburður á
sínum tíma.
Björn veiktist af berkfum á
miðjum aldri og afleiðingar þess
háðu honum afla tíð síðan þó að
hann stundaði búskapinn eflir sem
áður af alúð og skyldurækni. Birni
og Sigríði var fjögurra barna auð-
ið. Þau eru: Magnús, Gestur, Sig-
rún og Kristín. Síðustu æviárin var
Björn mjög þrotinn að heilsu.
Ég kveð þennan ágæta frænda
minn með þökk fyrir samfylgdina.
Við Þuríður vottum Sigríði og
öðrum ástvinum hans innilega
samúð.
Minningin um hann lifir og
vermir.
Júlíus J. Daníelsson
Nú hefur hann elskulegur afi minn
kvatt þetta jarðlíf og sálin hans
loksins fengið frelsi á ný. Mikið er
gott að vita til þess að nú getur þú
farið að glettast á ný og segja sög-
ur. En á sama tíma er sorgin og
söknuðurinn mikill, því við höfum
misst svo mikið.
Minningarnar um þig eru marg-
ar og allar svo yndislegar, það sem
þú gast alftaf verið þolinmóður og
góður við okkur barnabörnin,
alltaf fengum við að skottast með
þér, í fjósinu, ljárhúsunum, við
girðingavinnu, heyskap og svo
auðvitað smölun. Þær voru ótal
sögurnar sem þú sagðir okkur af
alls konar fólki, og öll ævintýrin
eins og um hana Búkollu, og bræð-
urna nafna þína Einbjörn, Tví-
björn, Þríbjörn, þar var aðal gam-
anið fólgið í því að sjá hvort þér
tækist að fara með síðustu rulluna
án þess að fipast, svo hlóstu þínum
dillandi hfátri í fokin. Ósjaldan
sungum við saman lög eins og Ég
fer líka í sveit eða Rúgbrauð með
rjóma á .
Já, alltaf virtist þú líka hafa
tíma til að hlusta á það sem lá
manni á hjarta og þó þú værir orð-
inn veikur síðustu árin, þá lagðir
þú alltaf mikið kapp á að fylgjast
með því sem við vorum að gera.
Þegar ég hafði verið heilt ár í
Bandaríkjunum, þá veit ég að þú
fylgdist með mér allan tímann því
þegar ég hitti þig eftir að ég kom
heim þá varstu alveg með það á
hreinu hvar ég hafði verið og hafð-
ir ýmsar spurningar um þetta fjar-
læga land.
Elsku afi við munum öll geyma
minninguna um þig í hjarta okkar.
Elsku amma þinn missir er mik-
iU, megi góður Guð styrkja okkur
öll.
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grœtt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði erfrá.
V. Briem
Þín Hanna Berglind.
Nú þegar Björn á Björgum er lát-
inn, fljúga ýmsar minningar í
gegnum hugann. Hann var ein-
staklega bfíður og góður maður, en
alltaf stutt í grín og glens hjá hon-
um. Það var ekki ósjaldan sem sagt
var heima: eigum við ekki að
skreppa í Björg og haldið var af
stað og tóku þau Sigga móðursyst-
ir mín og Björn á móti okkur eins
og höfðingjum.
Oft fékk óg að gista og man ég
að þegar ég byrjaði í skóla, þá þótti
mér það verst hvað það var bind-
andi, því þá gat ég ekki farið í
Björg eða austur í Reyki, þar sem
hin móðursystir mín bjó og gist
þegar mig lysti.
Það var alltaf fjölmennt við eld-
húsborðið á Björgum og allir áttu
sín sæti og Björn við endann á
borðinu. Alltaf var gaman að
hlusta og heyra sögurnar hans og
létta stríðni með tilheyrandi orð-
sprokum.
Það fór ekki fram hjá neinum
hvað hann unni fjölskyfdu sinni.
Það er mér minnisstætt að hann
sagði alltaf: Sigríður mín, með sér-
stakri áherslu og blíðu. Ég man að
ég hugsaði sem barn: Birni þykir
rosalega vænt um Siggu .
Elsku Sigga, Krístín, Sigrún,
Gestur og Magnús og fjölskyldur.
Þið eigið minningu um góðan fjöl-
skylduföður sem unni ykkur öllum
og öllum leið vel í návist.
Blessuð sé minning Björns.
Svandís.
Mágur minn, Björn Gestsson frá
Björgum, andaðist þann 6. maí síð-
astliðinn eftir langt og erfitt veik-
indastrfð. Þegar sólin er komin
hátt á loft, jörðin að lifna og fyrstu
sprotar trjánna að byrja að þrútna
þá hlýtur að vera líkn fyrir gamlan
mann, sem þrotinn er að kröftum
að loka augunum í hinsta sinn og
komast í ljósið og birtuna hinum
megin.
Björn var mikill mannkosta-
maður. Hann hafði tamið sér óend-
anlegt langlundargeð, sást sjaldan
skipta skapi og reyndi ávalft að
miðla málum ef svo bar undir.
Hann var barngóður. Er óhætt að
segja að hann vildi láta öllum líða
vel, sem hann hafði í sinni umsjá,
bæði mönnum og málleysingjum.
Hann var mikill ljölskyldufaðir og
alltaf var stutt í glaðværðina og
glettin og skemmtileg tilsvör.
Það er gaman að láta hugann
reika til áranna þegar við systur
vorum enn í föðurhúsum. Pabbi
hafði ráðið tfl sín kaupamann, ung-
an búfræðing, Björn Gestsson frá
Bakkagerði í Svarfaðardal. Hann
varð strax hvers manns hugljúfi.
Um haustið var hann heitbundinn
Sigríði systur minni og þau giftu sig
27.11. 1943 og eignuðust 5 börn.
Síðan hafa þau búið í ástríku
hjónabandi og stutt hvort annað í
gegnum súrt og sætt.
Björn varð strax einn af fjöl-
skyldunni. Hann reyndist okkur
systrum sem besti bróðir og for-
eldrum okkar var hann afar góður,
enda bjuggu þau félagsbúi á með-
an foreldrar okkar voru við bú-
skap. Oft var glatt á hjalla þegar
fjölskyldurnar komu saman hjá
Siggu og Birni. Mikil gestrisni ríkti
hjá þeim hjónum og átti hann þar
stóran hlut að máli.
Sjúkdómssaga hans er búin að
vera ströng og þjáningamikil.
Hann barðist við tvo iflvíga sjúk-
dóma. Berklana sem ungur maður
og síðan Parkisonsveikina á efri
árum.
Þessi fátæklegu orð eru þakkar-
orð mín og fjölskyldu minnar til
þessa góða manns, fyrir alla hans
hlýju og vináttu í gegnum árin. Við
biðjum guð að blessa fjölskyldu
hans.
Far þú ífriði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
Pálína.
Hinsta kveðja.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson).
Elsku Björn mágur!
Loksins er kallið komið. Nú líð-
ur þér vonandi vel. Ég vil þakka
þér öll þín gæði, frá því fyrsta að ég
kynntist þér. Þegar ég var um tíu
ára aldur komstu að vinna hjá
pabba og mömmu á Björgum.
Seinna giftust þið Sigga systir. Allir
tóku þér heils hugar í fjölskyld-
unni, enda varst þú mörgum
mannkostum búinn. Lundbetri
mann var vart hægt að finna, og
kom það sér oft vel í um 30 ára fé-
lagsbúskap á Björgum.
Þótt þú gengir í gegn um
allskyns erfiðleika, heilsuleysi á
unga aldri og ýmsar raunir, þá
gastu alltaf verið með spaug og létt
gaman til að lífga upp á sálina hjá
þeim sem þú umgekkst.
Fyrir um það bif áratug greind-
ist þú með parkinssonssjúkdóm. Þá
brá manni heldur í brún að sjá þig
missa ört þína fyrri hæfileika. Þeg-
ar þú hefur losnað úr sjúkdóms-
ijötrunum verður þér vonandi létt
um sporin í nýjum heimkynnum.
Ég votta þór Sigga mín og fjöl-
skyldunni allri, innilega samúð, en
vona að þið getið ornað ykkur við
minningarnar um frábæran fjöl-
skylduföður.
Far þú í friði vinur, hjartans
þakkir fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Magga mágkona.