Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 6
. —... iivkiii ' k
18 - Fimmtuaagur 22. mai 1997
MENNING OG LISTIR
JÍDcxgur-(Ctínímt
Gospelkonimguriim til landsins
Stundum nefndur
konungur gospel-
tónlistarinnar,
Andraé Crouch
söngvari og laga-
smiður, heldur hér
tónleika nk. þriðju-
dag og það er einn
mesti aðdáandi
konungsins sem
flytur hann inn.
Hann er þvilfluir kóngur í
gospel að allir gospelkór-
ar alls staðar í heiminum
eru að syngja tónlistina hans,“
segir Óskar Einarsson, tónlist-
arstjóri Ffladelfíu, sem flytur
Crouch inn til landsins. Óskar
hefur líka þjálfað 30 manna
gospel-kór sem syngur með
Crouch á tónleikunum.
Ekkert smánúmer
Crouch þessi er ekkert smá-
númer og gospeltónlist er
hreint ekki takmörkuð við
kirkjur og trúarlega söfnuði
þótt hún eigi rætur sínar að
rekja til slíkra safnaða svert-
ingja í Bandaríkjunum. Crouch
kemur við hér á landi í Evrópu-
för til að kynna nýjustu plötu
sína Pray en hann hefur alls
gefið út 15 plötur með eigin
efni, þá fyrstu 1969. Að auki
hafa söngvar hans verið þýddir
á 22 tungumál enda margir
orðnir sígildir trúarsöngvar.
I fyrstu taldi Crouch að hlut-
verk sitt væri að syngja fyrir
fanga og byrjaði
hann því feril-
inn á að heim-
sækja fangelsi
reglulega til að
syngja fyrir hina
ógæfusömu. En
tónlist hans hef-
ur farið víðar.
Ekki minni
stjörnur en El-
vis Presley og
Paul Simon hafa
flutt lög eftir
Crouch. Hann
hefur líka feng-
ist töluvert við
útsetningar,
m.a. fyrir Mic-
hael Jackson,
Quincy Jones,
Madonnu, Dí-
önu Ross, Elton
John, Rick Astl-
ey og Vanessu
Williams. Disn-
ey-myndir og
trúartónlist
virðast ekki eiga
margt sameiginlegt. Þó var það
Crouch sem samdi hina geysi-
vinsælu tónlist teiknimyndar-
innar The Lion King (og fleiri,
m.a. Once Upon A Forest).
ff
Guð greip inní
Það var trúin sem kom Crouch
á sporið og varð til þess að
hann lagði tónlistina fyrir sig.
Faðir hans, prestur í hvíta-
sunnukirkju,
leiddi hann
fyrir söfnuð
sinn þar
sem
Hann var orðinn
rosalega ríkur, var .sam'
° 7 þykkti að nota
voða upþtekinn af tóniistargáfu
x A J sma guoi
fínu húsunum og
hílunum og eigin-
lega hcettur að
nenna að spila og
syngja. Svo greip
guð inní, tók
hann í gegn og
hann er að syngja
núna á fulluj
segir Óskar.
sina guöi til
dýrðar.
Það gerði
hann og varð
mjög virtur í
tónlistarheim-
inum. Hefur
m.a. fengið
átta Grammy
verðlaun. En á
tímabili missti
hann sjónar á
heitinu, frægð-
in og rflcidæm-
ið óx honum
yfir höfuð.
„Hann var
orðinn rosa-
lega ríkur, var
voða upptek-
inn af fínu
húsunum og
bflunum og eiginlega hættur að
nenna að spila og syngja. Svo
greip guð inní, tók hann í gegn
((
Andraé Crouch gaf út fyrstu plötu sína 27 ára gamall (1969) en síðan hefur
tónlist hans farið víða
og hann er að syngja núna á
fullu,“ segir Óskar.
Crouch hefur nú stigið skref-
ið til fulls, fluttist úr glæsivill-
unni sinni á bernskuheimilið og
veitir söfnuði föður síns for-
stöðu, í hvítasunnukirkjunni í
útjaðri Los Angeles.
Nær uppselt er á tónleika
Crouch á Hótel íslandi þriðju-
daginn 27. maí en miðar eru
seldir í versluninni Jötu, Hátúni
2. lóa
Besta afinælisgjöfin
Kannski að gospeltónlist fari að hljóma oftar í eyrum íslendinga eftir að aðdáandi hennar Óskar Einarsson kemur
heim með meistaragráðu í útsetningum.
Þjóðkirkjumaður í
Hjálprœðishernum
sem starfar í
Hvítasunnusöfnuð-
inum er mjög
áfram um að
kynna gospeltón-
list hér á landi.
s
skar Einarsson sem flyt-
ur Crouch inn á líklega
eitt stærsta gospelplötu-
safn á Iandinu, yfir 400 plötur,
og hefur brennandi áhuga á
þessari tegund tónlistar. „Þessi
gæi, Andraé Crouch, er búinn
að vera minn uppáhaldstónlist-
armaður lengi og ég væri áreið-
anlega ekki í þessum sporum í
tónlistinni í dag ef ekki væri
fyrir hans tónlist. Ég hlustaði á
þessa músík dag eftir dag, sofn-
aði út frá henni á kvöldin. Ég
verð þrítugur daginn eftir tón-
leikana þannig að þetta er
besta afmælisgjöf sem ég get
hugsað mér,“ segir Óskar.
Þjóðkirkjan lokuð
Gospeltónlist er ekki vel kynnt
hér á landi. Hún á rætur sínar í
trúarlegri tónlist svertingja í
Bandaríkjunum en hvernig
myndi Óskar skilgreina þessa
tónlist? „Ég lít á gospelið sem
tónlistarstefnu, þetta eru ekki
negrasálmar. Það er sérstakur
hljómagangur og sérstakur
taktur sem gerir þetta að
gospeltónfist."
Óskar segir að Mahela Jack-
son, ein frægasta gospelsöng-
kona fyrr og síðar, hafi þróað
negrasálmana út í gospeltónlist.
Segja má að gospeltónlistin hafi
færst út úr kirkjunum á sjötta
áratugnum og orðið þá að sjálf-
stæðri tónlistarstefnu, þótt trú-
arlegar rætur gospel (á ísl. guð-
spjall) hverfi aldrei enda er hún
einkum vinsæl sem kirkjutón-
list, og afar vinsæl í ýmsum am-
erískum og skandinavískum
söfnuðum. „Þjóðkirkjan hefur
því miður ekki opnað sig fyrir
þessari tónlist. Það þarf nátt-
úrulega hæft fólk og það vantar
bara menn í þjóðkirkjuna sem
kunna þessa músík," segir Ósk-
ar en ber um leið lof á framtak
sr. Pálma Matthíassonar í Bú-
staðakirkju, sem tvisvar hefur
flutt inn gospel-söngkonu.
14 ára kórstjóri
Óskar hefur, þrátt fyrir ungan
aldur, komið víða við í tónlist-
inni, séð um og samið tónlist
við síðustu tvö áramótaskaup,
útsett lög fyrir m.a. íslenska og
norska kóra, þjálfað marga
kóra í gegnum tíðina og var 14
ára þegar hann stjórnaði sínum
fyrsta kór, í Hjálpræðishernum
á Akureyri. „Ég lærði aldrei,
þetta kom bara af sjálfu sér.“
Ilann segist hafa spilað undir
hjá mörgum kórum á Reykja-
víkursvæðinu og þeir séu flestir
að reyna að syngja gospel. „En
það vantar bara eitthvað, að
fólk hlusti á þessa músflc og
skilji hana.“
MA-nám í
útsetningum
Það eru ekki margir íslendingar
menntaðir í útsetningum en
innan tveggja ára mun einn
slíkur bætast í hópinn. Óskar er
á leið í MA-nám í háskóla í
Bandarflcjunum, þar sem hann
ætlar að læra útsetningar fyrir
allt frá kvikmyndum til sinfón-
íuhljómsveita. Augljóst er að
söngvari þarf góða rödd, aga,
tækni og tilfinningu til að ná
langt í sönglistinni en hvað þarf
góður útsetjari að hafa til að
bera? „Fjölhæfni,“ segir Óskar
umsvifalaust. Helst þurfi menn
að spila á fleiri en eitt hljóðfæri
og á það svo sannarlega við um
Óskar sem syngur og semur, er
útskrifaður blásaraleikari (þ.e.
með saxófón, flautu og klarin-
ett) en er þó einkunt píanóleik-
ari „En líka áhuga og mikinn
tíma.“ lóa